Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012 Skúli og Theódóra eignuðust þrettán börn. Þau voru: Unnur húsfreyja, Guðmundur prófessor og yfirlæknir, Þorvaidur lést í frumbernsku, Skúii yfirdómslögmaður og alþingismaður, Þorvaldur fór til Vesturheims, Kristín Ólína yfirhjúkrunarkona og skólastýra, Katrín læknir, alþingismaður og bæjarfulltrúi, Jón lögfræðingur og skáld, Ragnhildur húsfreyja. Bolli borgarverkfræðing- ur, Sigurður verkfræðingur og alþingismaður, Sverrir bankafulltrúi og María Kristín húsfreyja. ir. Þórður Tryggvason læknir er barnabarnabarn Guðmundar. Greinar um Guðmund Thoroddsen 1. Ferðaþættir og minningar. Erindasafnið II. Útvarpstíðindi 1943. 62 bls. 2. Læknar segja frá. Úr lífi og starfi átta þjóðkunnra lækna. Gunnar G. Schram skráði. Setberg 1970: 129-47. 3. Skúli Thoroddsen. Læknar segja frá. Úr lífi og starfi átta þjóðkunnra lækna. Gunnar G. Schram skráði. Setberg 1970: 149-68. 4. Við sem byggðum þessa borg. Endurminningar níu Reykvíkinga. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson tók saman. Oddi 1957: 92-142. 5. Faðir minn læknirinn. Hersteinn Pálsson bjó til prentunar. Skuggsjá 1974: 203-14. Samantekt Guðfinna Ragnarsdóttir Hugleiðingar við lestur Engeyjarættar Það er alltaf gaman þegar kemur út nýtt niðjatal. Engeyjarætt er stór og mikil en það eru fleiri af henni komnir en Ólöf. Ég sakna þess að fá ekki alla þá sem komnir eru út af Snorra Sigurðssyni. Það væri mjög gerlegt að vinna það. Út af Ólöfu er komið mik- ið af þekktu fólki og áberandi í þjóðlífinu, kannski finnast fleiri þekktir einstaklingar út af hinum börn- um Snorra. Pétur Guðmundsson, maður Ólafar, var ekki Engeyingur en hann var af Seltjarnarnesi og á sína sögu þar. Bjó lengi í Skildinganesi og þar eru öll börn hans fædd. Og þó, eins og segir í bók- inni, að hann hafi róið úr Engey til þjónustu (með- hjálpar) í Dómkirkjunni, þá hefur hann líka hlaupið Vatnsmýrina og Tjarnarbakkann í Dómkirkjuna þegar hann bjó í Skildinganesi. Það eru talin upp börn Snorra í þessari bók sem lifðu, en það vantar Odd, hann var elstur og út af hon- um er komið nokkuð af fólki en ekki mikið, hann átti bara þrjú börn og af þeim lifðu tvö. Hann bjó í Engey. Það má svo geta þess að tengdamóðir Odds var Kolfinna Sigurðardóttir, systir Snorra í Engey, svo þau hafa verið systkinabörn hjónin Oddur og Elín Gísladóttir, kona hans. Börn Snorra og Guðrúnar voru tíu en það lifðu bara fimm. Þau dóu ung, nema Runólfur sem dó 26 ára um borð í skipi á leið frá Kaupmannahöfn. Svo átti Snorri son áður en hann giftist, með vinnukonu í Engey, sem hét Arnór, og út af honum er komið margt fólk. Það er talað um Snorra ríka í Engey, ég tel að auð- ur hans hafi komið með konunni, því hún var dóttir Odds Jónssonar á Neðra-Hálsi í Kjós, hann var rík- ur maður, lét eftir sig margar jarðir og mikið silfur. Eitt barna Snorra var Þórður, bóndi á Blikastöðum í Mosfellssveit, hann átti son sem hét Jón, hann bjó á Morastöðum í Kjós. Dóttir hans var Guðrún, hús- freyja í Gróttu, kona Þorvarðar Einarssonar vitavarðar. Sonur þeirra var Albert, vitavörður í Gróttu, og dótt- ir þeirra var einnig Vilborg, hennar dóttir var Guðrún Signrundsdóttir, dóttir hennar Þyrí Valdimarsdóttir og svo Sæunn Eggertsdóttir, sonardóttir mín, sem er hér. Einn sannur Engeyingur. Flutt á ættfræðifundi 24. nóvember Hólmfríður Gísladóttir Viðbót við greinina Hugljúf saga sem hófst i Flóanum í 2. tbl. Fréttabréfsins 2011 Olöf Sighvatsdóttir, einn afkomandi fóstursystk- inanna og hjónanna Astrósar Jónasdóttur og Gísla Guðmundssonar, fór þess á leit við Fréttabréfið að birt væri eftirfarandi viðbót við greinina um þau hjónin: Elsti sonur þeirra hjónanna Astrósar og Gísla var Viggó Einar. Hann var kvæntur Asu Sigríði Björnsdóttur og áttu þau þrjú börn. Asa Sigríður dó 1951. Þá réð María Benediktsdóttir, f. 1910 d. 1999, sig í vist til Viggós og gekk börnum hans í móðurstað, þau voru þá á aldrinum 4-14 ára. Viggó og María giftust árið 1956. María bar alla tíð mikla umhyggju fyrir börnunum og fjölskyld- unni. http://www.ætt.is 13 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.