Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Blaðsíða 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012 Guðmundur Sigurður Jóhannsson: Ur Húnvetnskum ættstuðlum GUÐLAUGSSTAÐAÆTT (upphaf) Björn Þorleifsson, f. um 1656 í Finnstungu í Blöndudal, d. 1728 á Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Foreldrar: Þorleifur Olafsson prestur í Finnstungu og kona hans Þórunn Kortsdóttir. Nemi á Hólum í Hjaltadal og í Skálholti í Biskupstungum. Þénari í Ytra-Vallholti í Vallhólmi. Bóndi á Guðlaugsstöðum 1699 til æviloka. Kona, g. 1680, Ólöf Sigurðardóttir, f. um 1654, á lífi á Guðlaugsstöðum 1703. Foreldrar: Sigurður Bergþórsson bóndi í Fellshreppi í Skagafjarðarsýslu og fyrri kona hans Þuríður Ólafsdóttir. Börn þeirra: a) Þorkell, f. um 1681, b) Hallur, f. um 1684, c) Guðmundur, f. um 1686, d) Steinunn, f. um 1687, e) Ólafur, f. um 1688, f) Þorleifur, f. um 1691, g) Þuríður, f. um 1692. la Þorkell Björnsson, f. um 1681, á lífi í Ból- staðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu 1729. (Skjala- safn Rentukammers Y-34 og Y-35, 30. maí 1729). Bóndi á Eyvindarstöðum í Blöndudal. Hann er kenndur við Brokey. (Magnús Ketilsson III, bls. 441- 442). Kona, ls. 1709 eða 1710 / kl. 5. apríl 1710, Guðríður Jónsdóttir, f. um 1681 á Eyvindarstöðum, á lífi á Eyvindarstöðum 1746. Hún var húsfreyja á Eyvindarstöðum 1702-1746. Foreldrar: Jón Þorleifsson bóndi á Eyvindarstöðum og kona hans Guðrún Arnadóttir. Börn þeirra: a) Björg, f. um 1714, b) Þorleifur, f. um 1715, c) Sigríður, f. um 1716, d) Elín, f. um 1718, e) Jón, f. um 1722, f) Málfríður, f. um 1723, g) Guðmundur, f. nál. 1715. 2a Björg Þorkelsdóttir, f. um 1714 á Eyvindarstöðum, d. 26. okt. 1784 í Finnstungu í Blöndudal. Húsfreyja í Finnstungu 1744 til æviloka. Maður, ls. 1740 eða 1741 / g. 8. mars 1744, Sveinn Jónsson, f. um 1706, d. 10. jan. 1784 í Finnstungu. - 1762 voru hjá þeim tveir drengir 22 og 18 ára og ein stúlka 7 ára. - Börn þeirra: a) Jón,f. 1740 eða 1741, b) Ólafur, f. um 1744, c) Þuríður, f. um 1755. 3a Jón Sveinsson, f. 1740 eða 1741 í Svínavatnshreppi íHúnavatnssýslu.á lífi íFinnstungu í Blöndudal 1778. Búlaus í Finnstungu 1773-1778. Hann er talinn hafa farið vestur. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1844). Hann gæti verið sá sem dó 20. febr. 1785 á Leysingjastöðum í Þingi, 45 ára vinnumaður. 3b Ólafur Sveinsson, f. um 1744 í Finnstungu, d. 4. júlí 1818 á Geithömrum í Svínadal. Bóndi í Finnstungu 1773-1780, á Stóru-Leifsstöðum í Svartárdal 1780-1783, í Finnstungu 1784-1799 og á Geithömrum 1799 til æviloka. Fyrri kona, g. 5. sept. 1771, Halldóra Jónsdóttir, f. um 1747, d. 8. nóv. 1773 í Finnstungu. Seinni kona, g. 21. sept. 1774, Guðrún Benediktsdóttir, f. um 1750 í Holtastaðakoti í Langadal, d. 20. mars 1825 á Grund í Svínadal. Faðir: Benedikt Benediktsson bóndi í Holtastaðakoti. 3c Þuríður Sveinsdóttir, f. um 1755 í Finnstungu, d.30.okt. 1814áHrafnabjörgumíSvínadal.Skylduhjú á Geithömrum í Svínadal 1800-1801. Vinnukona á Hrafnabjörgum 1803-1805. 2b Þorleifur Þorkeisson, f. um 1715 á Eyvindarstöðum, á lífi í Eiríksstaðakoti í Svartárdal 1762. Bóndi á Eyvindarstöðum 1740- 1741, á Eiríksstöðum í Svartárdal 1744-1757 og í Eiríksstaðakoti 1757-1762. Kona: Margrét Jónsdóttir, f. um 1711, á lífi í Eiríksstaðakoti 1775. Hún bjó ekkja í Eiríksstaðakoti 1773-1775. Börn þeirra: a) Þorkell, f. um 1743, b) Sveinn, f. um 1749, c) Þórunn, f. um 1752, d) Rósa. Barnsmóðir, ls. 1745 eða 1746, Þorbjörg Bjarnadóttir, f. nál. 1715, á lífi í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu 1746. Barn þeirra: e) barn, f. 1745 eða 1746. 3a Þorkell Þorleifsson, f. um 1743, d. 1775 eða 1776 í Eirfksstaðakoti í Svartárdal. Búlaus í Eiríksstaðakoti 1773 til æviloka. Kona, g. 1770, Ingiríður Jónsdóttir, f. 1744 á Skeggsstöðum í Svartárdal, d. 6. des. 1823 í Kálfárdal á Skörðum. Hún var húsfreyja í Eiríksstaðakoti 1775-1778 og í Kálfárdal 1778-1822. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Skeggsstöðum og kona hans Björg Jónsdóttir. 3b Sveinn Þorleifsson,f. um 1749 á Eiríksstöðum, á lífi á Svínavatni í Svínavatnshreppi 1779. Búlaus í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu 1773-1774, í Stóradal í Svínavatnshreppi 1774-1778 og á Svínavatni 1778-1779. Hann er talinn hafa siglt. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1178). 3cÞórunnÞorleifsdóttir,f.um 1752áEiríksstöðum, á lífi í Eiríksstaðakoti í Svartárdal 1762. 3d Rósa Þorleifsdóttir. (JS. 597,4to, bls. 33). 3e Þorleifsbarn, f. 1745 eða 1746 í Bólstaðar- hlíðarhreppi. 2c Sigríður Þorkelsdóttir, f. um 1716 á Eyvindarstöðum, d. 18. des. 1792 á Víðimýri í Seyluhreppi. Húsfreyja í Valadal á Skörðum 1762- 1783 og í Kolgröf á Efribyggð 1783-1784. Maður: http://www.ætt.is 18 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.