Alþýðublaðið - 18.01.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.01.1924, Blaðsíða 3
AL5ÞYÐUBLADIÐ- 3 S m ás ölu verö á t d b a k i má ekki rera hterra en hér segir: Vindlar. Picador Lioyd 50 — GolofFina, Conchas 50 — Do. Londres 50 — Tamina (Heico) 50 — Carmen (Do) 50 — 50 stk. kassi á kr. 12.10 — > — 11.50 — > — 17.25 — > — 23.00 — > — 14.95 — > — i5-5o Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutnings- kostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, þó ekki yfir 2 %. Landsverzlun. krö tum háseta né skipinu á meðan. Er þetta ekki alt eis hvern veginn dásamlegt? Það væri ekki efniíe /.t að eyðileggja ailar þessar dásemdir með þjóðnýtingu á togarunum, — ekki einu sinni, þótt kjör ein- hverra >alþýðukarla< eða að- standanda þeirra bötnuðu eitt- hvað við (!) En ekki ætti þó að vera synd að hugleiða það ofurlítið og sömuleiðis, hvort ekki sé eltt- hvað hleypidómakend mærðin um yfirburði einkareksturs ein- staklinga á framleiðsiufyrirtækj- um, og þvl hefi ég dirfst að segja frá þessu. SvipalL Draumar Jðns Gizarssonar. (Nl.) Annað sinn dreymdi Jón, að hann sæi hersveitir himnanna koma akandi á dráttarsleða, en á öðrum sleða ók djöiullinn og allir hans árar. Ekki veit ég, hvort Þor- steinn og Sveinn ortu út af þess- um draumi Jóns. En síðar dreymdi hann, að djöfullinn kæmi til þeirra bræðra og falaði fylgd þeirra austur í Hornafjörð. Út af þeim draumi orti Þorsteinn og Sveinn: Fókk ég enn í fimta sinni freistingu nýsofnaður. En fyrir gátu mun þó minni merkilegur atburður. í Litl’-Hofsfjósi eg var inni og minn hlýri Guðmundur. Horíði’ eg á, hvar heljarbokki í heklu grárii að vestan fór. Vonda sleðans víat af flokki: Var með karli her órór. Allur hildar- reyrður -rokki. Reis mór af því furðan stór. Edgsr Rícs Burrough*: Sonup Tarzane. Bavianinn klóraöi sér i hausnum. Karlaparnir úr flokknum voru í hring umhverfis þá. Þeir drápu tittlinga, ýttu hver við öðrum til þess að hagræða sér, klóruðu i rotinn skógsvörðinn og leituðu að ormum eða sátu hlustandi og horfðu á konung sinn og hinn ókunna Mangani, sem nefndi sig svo, en sem liktist miklu meiia hinum hataða Tarmangana. Kóngurinn leit i kringum sig til gömlu apanna. ' „Við erum of fáir,“ urraði einn. „Það eru bavianar hæðanna," sagði annar. „Þeir eru eins margir og laufin á trjánum. Þeir hata lika Gomangana. Þeir vilja berjast. Þeir eru ákaflega viltir. Við skulum biðja þá að slást i förina. Þá getum við drepið alla Gomangana i skóginum." Hann teygði úr sér, urraði grimmilega og hretti burstirnar. Kórak réð ekki við þá. Þeir vildu fúslega hjálpa honum, en þeir urðu að gera það á sinn hátt. Kórak varð að láta undan. Hann gat i bráðina eklti gert annað en eggjað þá til þess að flýta sér. Og hann fékk kónginn 0g nokkra sterkustu apana með sér til hæðanna, en hinir urðu eftir. Þegar bavíanarnir voru komnir af stað, urðu þeir ákafir. Þeir fóru hratt, en apamanninum veittist létt að fylgja þeim eftir. Þeir gerðu hinn mesta hávaða, til þess að dýr, sem fyrir þeim yrðu, iiéldu, að þeir væru margir, þvi að engir skógarbúar vilja verða á vegi baviana á ferðalagi. í tvo daga héldu þeir áfram 0g ko nu þá að sléttu, en upp frá lienni lágu fjöllin. Kórak íafði aldrei áður komið hér. Það voru mikll vlðbrigði aö koma úr skóg- inum og sjá hinn viða sjóndeildarhring. En Kórak tók ekki eftir þvi. Meriem hans var i hættu. Hann hugsaði ekki um annað, meðan hún var fangi. Þegar i skóginn kom, sem klæddi fjallshlíðarnar, fóru aparnir hægara. Þeir fóru æpandi. Á milli hlustuðu þeir samt. Loksins kom svar beint fram undan þeim. Bavianamir héldu á hljóðin 0g nálguðust brátt ættingja sina, sem Kórak virtust koma á móti þeim i stórum iiokki, enda varð hann hissa, er hann sá flokkinn. Aparnir voru eins og þéttur veggur; þeir huldu trén af neðstu greinum til hinna efstu. Þeir fóru hægt, og vall i þeim. Eins langt og augað eygði sást ekki i trén fyrir öpum. Þeir voru i þúsundatali. Apamannin- um hraus hugur við þvi, ef þessi vilta hjörð yrði reitt til reiði. En það varð ekki. Kóngarnir nálguðst hvor annan með snusi og grettum Þeir könnuðust hvor við annan. Svo klóruðu þeir bakið hvor á öðrum. Augnabliki siðar fóru þeir að ræðast við Kunningi Kóraks sagði erindi þeirra, og gaf Kórak sig þá í ljós. Fjallaaparnir urðu órólegir. Kórak hélt um stund, að þeir myndu rífa hann i sig. Hann óttaðist, að þá væri úti um Meriem. Kóngarnir lægðu kurrið, 0g Kórak nálgaðist. Fjalla- aparnir nálguðust hann varlega. Þeir þefuðu af honum i krók og i kring. Þeir urðu hissa og glaðir, er hann mælti við þá á þeirra máli. Hann sagði söguna af sér og Meriem, að þau væru vinir allra apa, alt frá Manú litla til Mangani, stóru apanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.