Alþýðublaðið - 19.01.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.01.1924, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBXAÐIÐ'* 3 rfkisreksturs að segja, hversu vel hann bar sig jirhsgslega. Einn helzti haglræoingur Breta hefir sagt, að þessi ríkisick.tar hefi á einum þremur árum fíert meira til eflingar framfara iðn- aðarins í Bretlandi, en framtak einstakiingsins næstu 20 árin á undan. Ríkisverksmiðjurnar urðu fyr- irmynd að fulikomnu skipulagi og nýtingu á efni og vinnuafli, enda hafa vísindin aldrei komist í eins náið samband við iðnaðían, eins og hér átti sér stað. Mátti segja, að þetta kom alt illa upp um »strákinn Tuma«, þá frjálsu samkeppni og fram- tak einstaklingsins. Það kom upp úr kafiau, að Bretar kunnu mjög lítið og illa til margra hluta, sem hér til heyrðu og voru bráðnauðsynlegir. Efnairæðisiðn- aðurinn og þar á meðal sprengi- etnagerðin var á mjög lágu stigi, og það var ekki hægt að segja, að þeir kynnu néitt að sjónauka- gerðinni, sem er svo nauðsyn- leg fyrir heraaðinD. E'tir að ríkið hafði tekið alt { sínar hendur, var öliu þessu kipt í lag með aðstoð vísinda- manna á undrastuttum tíma. Voru þeir fljótir að reikna út ýmsar starfsaðferðir Þjóðverja, og jafnframt rak hver stórupp- gotvunin aðra. Aidrei hefir eins mikið verið gert lyrir sjáifa verkamennina eins op f þessum ríkisverkfmiðj- um enda bar þar ekkert á nein- um deiium. Mátti segja, að fyrst og fremst væri hugsað um lík- amlega og andíega heill verka- mannanna á ailan hátt, og sýndi það sig, að þar var ekki unnið fyrir gíg. Er það engu lfkara en æfintýri að lesa um sumar þessar ríkisverksmiðjur og allan aðbúnað verkamannanna þar, Má vera, að eitthvað verði sagt af því síðar. Ráðuneytið lét gera mjög ná> kvæmar skýrslur til þess að komast að ábyggilegri niður- stöðu um sannvlrði hvers eina, sem það hafði með höndum, og var það ósmátt, sem græddist á því að hafa þær skýrslur f höndum, er kaupa þurtti eitt- hvað af einstökum mönnum og verksmiðjum þeirra. T. d. krafð- ist eitt firma 34,717 punda ster- ling fyrir verk nokkurt, er ráða- neytið þurfti að láta það vinna, en með kostuaðarskýrsluna f höadunum var hægt að »telja það á< að gera það fyrir meira en helmingi minna eða 16,537 pund sterling. VerkamaSurlnn, blað jafnr.Bar- manna á A.kur8yri, er bozta fréttablaðið af norðlenzku blöðunum. Flytur góðar ritgerðir um ztjórnmál og atvinnumál Kemur út einu »inni í viku. Kostar að ein» kr. 5,00 um árið. Greriat áskrif- endur á atgreiðalu Alþýðublað*in». Útbrelðlð Alþýðublaðlð hvar sem þið eruð og hvert sem þlð farlðl Bjarnargreifarnir, Kvenhatar- inn og Sú þriðja fást í Tjarnar- götu 5 og hjá bóksölum. Gott fæði fæst á Barónstíg 12 (aiðri). Má geta nærri. að þetta alt saman varð mjög illa þokkað af kaupsýslumönnum Breta. Var fyrst reynt að rógbera og níða þessi ríkisfyrirtæki á allan hátt, en það gafst illa, því að alt um- tal um þau snéiist þeim til iofs. Og þá var giipið til þess að reyna að þegja þessa reynslu í hel, og það hefir gefist betur. En við og við verður þó einn og einn til að kjafta frá henni. „SkutulVi Edgsr ftioa JBurrougús; Sonur Tarzans. „Gomanganar, sem hafa Meriem i böndum, eru engir vinir ykkar,“ sagði hann. „Þeir drepa ykkur. Bavian- arnír á láglendinu eru of fáir til þess að ráðast á þá. Þeir segja mór, að þið sóuð mjög margir og hugaðir, — að þið séuð jafnvel fleiri en grösin á jörðinni, og að Tantor skjálfl fyrir ykkur. Þeir sögðu, að þið mynduð glaðir fara með okkur til þorps Gomang-ana og hegna þessu 'vonda fólki, meðan ég, Kórak, flyt Meriem á burtu.“ Apakóngurinn þandi brjóstið og sperti sig allan. Margir fleiri karlapar fóru að dœmi hans. Þeim þótti skjallið gott eins og frændum þeirra, mönnunum. „Já,“ sagði einn; „við fjallaaparnir erum miklir bar- dgaapar. Tantor óttast okkur. Ntimi hræðist okkur. Shita nötrar fyrir okkur. Gomanganar fjallanna éru fegnir að láta okkur i friði. Ég' skal að jminsta kosti koma með þór á móti Gomangönum sléttnanna. Ég er elzti sonur konungsins. Eg' get einn unnið á öllum Gomang’önum sléttnauna;“ hann belgdi sig út og óð fram og aftur, unz hann þurfti að klóra haki eins félaga sins. „Ég er Gúb,“ æpti annar. „Yígtennur mínar eru langar. Þær eru beittar. Þær eru sterkar. Þær hafa sokkið i kjöt margra Goinanganá. Ég hefl einn drepið systur Shitu. Gúb fer með þér 0g bitur svo marga Gomangana, að enginu verður eftir til þess að telja þá föllnu," og hann stærði sig fyrir aðdáandi augum unga og' apynja. Kórak leit spyrjandi til kóngsins. „Karlapar þinir eru djarfir,11 sagði hann, „en allra djarfastur er konungurinn.11 Við þetta rak kóngur upp ógurlegt öskúr. Skógurinn bergmálaði af öskrum hans. Smáaparnir hjúfruðu sig að mæðrum sínum. Karlaparnir stukku i loft upp 0g tóku undir við konunginn. Hávaðinn var afskap- legur. Kórak gekli fast að kónginum og kallaði i eyra hans: „Komdu!“ Og hanu hélt af stað áleiðis til þorps Kovu- doos. Kóngurinn snéri sér öskrandi við og fór d eftir honum. Á eftir þeim komu félagar Kóraks og siðan þúsundir fjallapa, — grimmir, hundslegir apar, blóð- þyrstir. Á öðrum deg'i komu þeir til þorps Kovudoos. Það var 1 um miðaftan. Kyrð hvildi yflr þorpinu. Apárnir fóru liljóðlega. Að eins heyrðist eins og léttur goluþyt- ur i trjánum. Kórak og kóngarnir báðir voru i fararbroddi. Þeir námu staðar við sldðgarðinn, unz þeir öftustu náðu hinum. Grafkyrð var á öllu. Kórak læddist í tréð, scm' slútti yfir skiðgarðinn. Hann liorfði aftur fyrir sig. Dýrin voru alveg á hælum hans. Nú var tími til hefndá. Hann liafði barið þvi inn i hausinn á þeim á leiðinni, að ekki mætti gera hvitu stúlkunni mein, sem var fangi i þorpinu. Allir aðrir voru herfang þeirra. Hann leit til himins 0g rak upp ógurlegt öskur. Það var merkið. Sem svar stukku þrjú þúsund loðnir karlapar, öskr- andi og urrandi, inn i þorp svertingjanua. Hermennirnír þutu úr kofum sínum. Mæður gripu börn sin í fang séi 0g hlupu til þorpshliðanna. Kovudoo safnaði mönnum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.