Alþýðublaðið - 21.01.1924, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.01.1924, Blaðsíða 2
2 „Morganblaðið" á undanlialdi. Út af því, að >Morgunblaðíð« tók í haust undir alþingiskosn- ingarnar upp þá ógeðslegu bar- dagaaðferð að leyfa skjólstæð- ingum sínum, burgeisalýðnum, að blanda trú-irbrögðunum í stjórnmáladelíurnar á þano hátt að reyna að koma því í huga aimennings, að jafnaðarmenn {og þá einnig Alþýðuflokkurinn hér) fjandsköpuðust við trúar- brögðin, hefir Alþýðublaðið nokkrum sinnum tekið í iurginn á því fyrlr þetta. Þetta hefir orðið til þess, að ritstjórinn, sem er gáfaður maður og að jafnaði gætinn og fremur íhugull, hefir i föstudagsbiaðinu reynt að bæta fyrir þetta með því að gera sem minst úr því, sem biaðið hafi um málið sagt. T. d. segir hann, að aldrei hafi »verið deilt um, hvort trúarbrögð ættu að vera einkamál manna eða ekki«, en allir lesendur blaðsins muna þó,[að í því stóð um þetta leyti grein eftir útlendán mann, sem átti að sýna, að trúarbrögðin gætu ekki verið einkamál, og munu fiéstir lesendurnir hafa tekið það sem >innlegg< i deil- nnni. Til varnar sér reynir blaðið að háfa .að bakskildi á undan- haldinu, að greinarhöfundur einn hér í blaðinu bafi ekki étið upp orðrétt skilningsleysislega þýð- ingu >Morgunblaðsins< á ummæi- um úr dönsku blaði, en svo veigalítii er sú hiif, að Alþýðu- blaðinu þykir ekki gustuk að nota sér það. Hins er vért að geta, að ekki gætir mikiilar vlrðíngar fyrir dönskum lesend- um í því að kalia það sorpblað, er þeir kaupa tvö upplög af sama daginn. Vert er að taka upp þati um- mæli »Morgunb!aðsins«, að menn elgi >að segja satt og rétt tii um skoðanir sinar, hverjar sem þær eru<, >ef menn vilji á ann- að borð gerast leiðtogar eða lærifeður lýðsins i trúarefnum eða öðrum«, því að þótt «Morg- unblaðið< teiji sér sæmandi að spegla blaðamensku sína í þvf að fullyrða þau ósaonindi, að AL^ÐUBLA'SI^ aiþýðulfiðtogarnir hafi >dregið tjöður yfir hina eiginlegu sönru trúmálaafstöðu sína«, þá er þetta gott tilefni tll að skora á »Morg- unblaðið« áð gera hreint fyrir dyrum burgeisalýðsins í þessu efni. Yfir því hefir margsinnis verið lýst af alþýðuflokksmönn- um, að flokkurinn skiftl sér ekk- ert af trú flokksmanna sinna, ekki fremur en af því, hvað þelr eta eða hvenær dags, af því að hnnn telur trúarbrögðin einka- mál manna eins og hitt, enda eru í Alþýðuflokknum bæði trú- aðir menn at öilum trúflokkum og trúlauslr menn og vinná saman í bróðerni að velferðar- málum alþýðu. Á sama hátt eigi og ríkið að láta trúarbrögð manna áfskiftalaus. Aftur á móti berst flokkurinn með tllstyrk allra þessara manna gegn því, að trú- arbrögðin séu gerð að skálka- skjóii fyrir ranglæti í þjóðfélags- málum eða höfð að vopni í stjórnmálabaráttunni eða enn til áð viðhaída vanþekkingu og menningarleysi, eins og ófyrir- leitnir broddborgarar hafa þrá- slnnis gert, enda hafa allir beztu menn jafnan gegn bvf barlst. Sömu skoðunar eru yfirleitt allit jáfnaðarmenn hvarvetna um heim, þótt einstökum flokksmönnum sé hins vegar frjálst að hafa aðrar skoðanir, því að fyrlr jafnaðar- mönnum er andlegt frelsi annað og meira en vígorð og villi- glamur. Nú verður gaman að sjá, þegar >Morgunblaðið< ter að segja >satt og rétt tii um skoð- anir< burgeisa í þessu efni, ef þessi grein hefir ekki verið skrlf- uð til að >drága fjöður yfir hina eiginlegu, sönnu trúmálaafstöðu« þeirra, sem eftir verkunum virð- ist sú að nota sér sem bezt trú- arbrögðin tii eiginhagsmuna. En eftk á að hyggja. Væri ekki rétt fyrir »Morgunblaðið« að skýra um leið afstöðu sfná gagnvart áfengisauglýsingum, þvi að hugsnn þess hefir vfst ekki verið sú að nota sér þetta trúar- bragða-undanhaid sitt til þess að skjót.i it frá því að segja almenn- ingi »satt og rétt til um skoð- anir« sínar f því efni? Áramótin eru marksteinar á vel- ferð yðar og alþjóðar. ,Nú iítið þér yfir gamla árið og gerið hin góðu heit um að ráða tekjum heimilis- ins á nýja árinu með meiri hag- sýni og sparnaði en áðar. Vafa- laust gerið þér nú það heit, að auka enn viðskifti yðar við Kaup- félagið á nýja árinu. Við höfum allar beztu tegundir af matvörum, nýlenduvörum og hrein'ætisvörum. Við höfum líka greiða afgreiðsiu, hreinlegar búðir, góðar vörur og þó með lægsta gangverði í bænum. Svo höfum við Pðntunap- delld, þar sem margar nauð- synjavörur eru afgreiddar í stærri skömtum og með lægra verði en þér kaupið þær í pundatali. Pönt- unardeildin hefir nú fyrirliggjandi stpausykur, tnolasykui* og Heklu-eldspýtup með óviðjafnanlega lágu verði: Komið í einhverja Kaupfélags- búðina og spyrjist fyrir um pönt- unardeildina og önnur viðskifti á komandi ári. Nú þegar hafa margar húsíreyjur ásett sér að bypja árlð með því að verzla í Kaupfélaginu. Munið, að það er eina verzlunin í bænum, sem er stofnuð og starf- ar að því að g> eiða fyrir sann- gjöraum viðskiftum. Athugið vin- samlega, hvort þér viljið ekki byrja árið með því að verzia í Kaupfélaginn. Slysatrygging sjómanna. í nýútkomnum Stjórnartíðindum er biitur reikningur slysatrygg- ingar sjómanna 1922. í ársbyijun 1922 voru eignir sjóðsins kr. 271,098,18. Tekjurnar á árinu urðu alls kr. 163,228,61; þar af voru iðgjöld kr. 146,127,00. En iðgjaldið er 1 kr. á viku fyrir lögskráða skipverja, ag greiðir út- gerðarmaður heJming gjaldsins. Á róðrarbátum og litlum vélbátum er gjaldið 20 og 30 aurar á viku af hverjum háseta, en rikissjóður greiðir það, sem á vantar fult ið-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.