Alþýðublaðið - 24.01.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.01.1924, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ*' 3 Jóai Ólafssyni, stöðustu aftur- haldsjálkunum í bæjarstjórn'nni. Framkoma hans í baejarstjórn gagnvart alþýðu hefir veúö á sömu leið. Hann stóð fyrir b"í ásamt borgarstjóra og Jóni Ói- afssyni að útbúa hina frægu at- vinnuleysisskýrslu í fyrra, þar sera þessi nefnd og burgeisa- liðið taldl þá, sem ekki hetðu verið io ár hér f bænum, ekki >bæjarmenn<, og hefði bærinn engar skyldur gagnvart afkomu þeirra, þó að þeir gyldu útsvör eins og aðrir bæjarmenn. Nú biður hinn, Guðm. Ásbjörnsson og Jón Ólafsson þessa sömu menn að kjósa sig í bæjarstjórn, þá, sem hann taldi þá óaiandi og óferjandi. Þá hata þeir nú um jólaleytið haldið fram enn sömu skýringu sinni á því, hverjir séu »bæjarmenn«. Þórður hefir í fjárhagsneínd verið eindreginn andstæðingur allra fjárframlaga til annars en skrifstofuhalds borgaritjóra og siökkviliðsins. Hann var ákafur með því að stóriækka styrk til hjúkrunarfélagsins >L(knar<; hann var á móti því að veita lítinn styrk til slysatrygginga fyrir verkamenn; hann viidi af- setja yfirlögregluþjóninn vegna áskorana andbanninga, og þó þyklst hann vera bannmaður og vilja hafa ssm íullkomnasta löggæzlu. Aftur á móti er Þórður svo m'kiH fparnaðarmaður fyrir bur- geisana, að hann greiðir atkvæði með því að gefa sterkríkum mönnum ettir útsvör, svo að skiitir þúsundum króna. Það er enginn vafi á því, að Þórður hefir unnið til þess f bæjarstjórn undanfarið að verða settur á tlsta >neð og á eftir þeim Guðmundi Ásbjörnssyni og Jóni ÓlafssyDÍ. Hann ætti því heJzt að hætta að fUgga með því, að hann sé hlyntur alþýðu. Alþýðan í Reykjavík ætti að leyfa honum nú við kosningarn- ar að hverta heim tii spítala síns til þess að koma honum í betra lag. Ekki mun veita af því. x. Hver er Kjaran? I þrjú sinn heflr Magnús Kjaran, fjórði maöur >borgaralistans<, kom- ið fram fyrir almenningssjónir: 1. í hvíta bardaganum, þegár hann var einhver ákafasti maður- inn í því, að handtaka rússneska drenginn, og sýnir þetta löghlýðni hans, þegar smælingjar eiga í hlut. 2. Þegar Líverpool-útbúið var stofnað á Laugavegi, þó að káup- mönnum sé bannað að hafa útbú frá aðalverzluninni hér í bænum. Sýnir þetta löghlýðni hans, þegar eiginhagsmunir hans sjálfs eiga í hlut og fólagstilflnningu hans gagn- vart smákaupmönnunum, en þeim til höfuðs er útbú þetta sett. 3. Arið 1918 eða 1919 keyptu Tímamenn Hótel ísland undir stórt kaupfélag, sem þeir ætluðu að stofna hér í bæ, og réðu Magnús Kjaran fyrir framkvæmdarstjóra. Hann varð þá heitur kanpfélags- og samvinnu-maður. Th. Th. hús- bóndi hans >komst að þessu< og bauð honum að verða meðeigandi í Liverpool, ef hann gengi frá kaupfólagsstjórastöðunni Magnús hvarf þegar i stað frá kaupfélag- inu óstofnuðu inn í Liverpool og varð upp úr því hinn ákafasti auð- valdssinni. Eiginhagsmunirnir róðu stefnu hansþar sem fyrr. Magnús Kjaran heflr í öll þessi sinn sýnt sig einmitt þess konar mann, sem >borgaraflokkurinn< þárf að brúka í bæjarstjórn. Y erzlunarmaður. Edgar Eic@ Burroughs: Sonup Tarzans. Hún var orðin alvanur reiðmaður. Hún vissi um alla þá staði með fram ánni, er villinaut heimsóttu. Hún vissi um allmörg ljónsbæli og öll vatnsból i sveitinni tuttugu og flmm milur frá ánni. Hún gat rakið slóð allra dýra, þött enginn annar gæti það; það var stórfurðu- legt. En furðulegast af öllu þótti fólkinu, að hún vissi ætið, hvar rándýr leyndist, þótt enginn gæti séð þess nokkur merki, hvar dýrið leyndist. Morison Baynes þótti Meriem bæði fögur og skemtileg. Hann varð strax hriflnn af henni. Ef til vill aðallega vegna þess, að hann hafði ekki búist við að hitta slikan félaga á Afriku-jörð kunningja sins. Þau voru talsvert saman, þar sem þau voru einu ógiftu, hvitu manneskj- urnar á bænum. Meriem, sem var alveg óvön slikum félagskap, var töfruð af Baynes. Hún var bæði hissa og glöð, er hann sagði henni frá stóru borgunum. Og ekki veitti hún þvi sérstaka athygli, að ætið var hann aðal- maðrqpnn i öllum sögunum; — henni fanst það sjálfsagt, að hvar sem Baynes væri, þar væri hann hetjan. Samveran með þessum unga Englendingi skyggöi mjög á endurminninguna um Kórak. Meriem hafði aldrei verið með Baynes á veiðum. Henni hafði aldrei þótt gaman að þvi að drepa. Að rekja spor var hennar lif og yndi, en að drepa bara að gamni sinu skildi hún eklti, — þvi að enn þá var liún hálf- vilt. Þegar Bwana hafði farið að veiða í matinn, var hún oftast með honum, en þegar gestirnir komu, var tekið að drepa dýr að óþörfu, fanst ht nni. Meriem var þvi eftir heima hjá „My Dear“ eða reið uppáhalds- hryssu, er hún átti, um slóttuna eðt. ofan að ánni. Stundum batt hún hestinn og sveiflaði sér upp i trón og lék sér i þeim eins og forðum daga. Þá datt henni Kórak oft i hug, og hún lagðist á grein og lét sig dreyma, þegar hún var orðin þreytt. Og Kórak hvart úr huga hennar, og i stað hálfnakins Tarmangana kom i huga hennar strigaklæddur Englend- ingur á veiðiferð. Meðan hana dreymdi, barst henni alt i einu úr fjarska dauft hræðslujarm lambs. Meriem hlustaði. Ekki hefðum við getað greint jarmið úr svo mikilli fjarlægð eða ráðið i, hvað þáð þýddi, en Meriem skildi strax, að hér var dýr i lifshættu og undankoma ómöguleg undan rándýri. Körak hafði skemt sér drjúgum við það að ræna bráð Núma, hvenær sem færi gafst, og Meriem hafði oft tekið þátt i þeirri skemtun. Við jarm lambsins komu endurminning'arnar. Jafnskjótt kom löngunin til þess að tefla lifinu á tvær hættur. Hún fór i snatri úr reiðpilsinu; — það var ekki þægilegt i trjágöngu. Skór og sokkar fóru sömu leið, þvi að ber fótur rennur ekki á blautri grein eins og' harðir skósólar. Hún hefði lika viljað fara úr stuttbux' unum, en móðurlegar fortölur „My Dear“ höfðu sann- fært Meriem um, að ekki væri viðeigandi að ganga nakinn i heimi hér. Við lendar henni hékk veiðihnifur. Byssa hennar var i skeiðum við hnakknefið. Hún var ekki með skamm- byssuna sina. Lambið jarmrði. Meriem skundaði á jarmið, sem hún heyrði nð var við vatnsból, er eitt sinn liafði verið frægt fyrir það, að ljön sóttu það mjög. Upp á sið-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.