Alþýðublaðið - 26.01.1924, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.01.1924, Blaðsíða 1
1924 Laugardaginn 26. janúar. 22. tölubiað. Kosningaskrifstofa llpýðuflokksins er í dag I Bárubáð. Símar: 682, 1079, 1277, 974,, 1398, 1288. .Borgaralegt frelsi'. >Morguubiaðið< í gær engist sundur og sáman út at því, að Þórður læknir Thorddsen og fleiri vel metnir borgarar hafa leyft sér að neyta hins >borgara- lega trelsis<, sem >Morgunblað- ið< hefir hvað eftir annað sagt að >borgaraflokkurinn<, séra það kallar svo, væri stofnaður til áð vernda, og koma fram með lista við bæjarstjórnarkosningarnar í dag í >trjálsri samkeppni< við hina, án þess að biðja >Félag íslenzkra botnvörpuskipaeig©nda< þ. e. h.f. >Kve!dúlf<, þ. e. Ólaf Thors, allra-náðugastá leyfis. Það er von, að blaðið beri sig illa, því að það er f ferfaldri klipu: 1. Það er komið í ljós, áð það eru fleiri borgarar tii hér í bæ en þeir, sem dansa hugsun- ar- og vilja-Iáust eftir pípu bur- geislegra >gapuxa< eins og Ólafs Thors, >Morgunblaðs< eigend- anna< og >Vísis<. 2. Blaðið þor- ir ekki að skamma þá, sem koma fram með listann af ótta við, að það fæli fylgismenn, kunningja þeirrá og vini frá burgeisalistan- / um. 3. Það þorir heldur ekki að . gera lítið úr þeim, sem á listann hafa verið settir, svo að ekki komi kergja f þá, sem álit hafa á þeim. 4. Það má ekki fyrir sitt lff minnast á, að hið >borg- aralega frelsi< og hin >frjálsa sámkeppnk hafa þarna rekist óþyrmiiega á hagsmuni Hurgeis- anna, þótt þeir með sjáltum sér óski þessu norður og niður. Aum- ingja >Moggi< ! Alþýðan getur brosað að öllu þessu. Hún veit, að þetta fyrir- brigði er slveg rökrétt afleiðing af kenningum burgeisanna. Hún lætur ekki villast, þótt um tvo burgeisalista sé að ræða. Fyrlr henni er um hvorugan þeirra að velja. B og C-listarnir eru báðfr jatn-fjarstæðir málstað hennar, þótt á C-listanum séu í sjálfu sér ekkeit íakarl menn en á B- listannm. Hún hefði því ekki þurft yfirlýsingarinnar, sem í dag er prentuð hér í blaðinu. Hún hetði forðast C-lista bur- geisanna engu síður en B-iista þeirra, hvort sem var. Héi* með tilkynnist vinum og vandamonnum, að sonur minn, Sig« urður Helgi Ólafsson, andaðist á franska spítalanum 24. þ. m. Jarðarförirf ákveðin síðar. Sigriður Þorláksdóttir, Þórsgötu 15. Lelkfélag Reykjavíkur. verður leikið sunnudaginn 27. þ. ro. kl. 8 síðd. f Iðnó. Aðgöngumiðar seldir f dag frá kl. 4—7 og á morgun (sunnudag) frá kl. 10—12 og eftir kl. 2. MT Siðasta slnn. ‘Bf 8 jálfboflaliðar 'viö kosninguna í dag gefi sig fram í Bárubúð. Kjósum öll A-listann!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.