Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 2

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 2
2________________________________________ WMi ________________________SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 10.JÚNÍ, 2001 Þótt á stundum hafi verið deilt Meginmarkmiö Sjómannadags- ráðs felast í því að stuðla að því að sjómannadagurinn skipi verðug- an sess í íslensku þjóðlífi, efla sam- hug meðal sjómanna og hinna fjöl- mörgu starfsgreina sjómannastétt- arinnar og stuðla að nánu sam- starfi þeirra og að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanna og mik- ilvægi starfanna í þágu þjóðfélags- ins. Fyrsti sjómannadagurinn var haldinn 6. júní 1938. Þá talaði full- trúi ríkisstjórnar, Skúli Guðmunds- son, atvinnumálaráðherra. Allar götur síðan hefur fulltrúi ríkis- stjómarinnar verið einn af ræðu- mönnum sjómannadagsins. Þótt á stundum hafi verið deilt um kaup og kjör sjómanna og harkalega tek- ist á vom sjómenn og samtök þeirra ásátt um að halda markmiði sjó- mannadagsins hátt á lofti. Eg vona að Sjómannadagsráði takist að vinna sjómannadeginum verðugan sess í íslensku þjóðlífi og stuðla að nánu samstarfi hinna fjöl- mörgu starfsgreina sjómannastétt- arinnar. Samtakamáttur stéttarfé- laga sjómanna í Reykjavík og Hafn- arfirði er sýnilegur með byggingu Hrafnistuheimilanna þar sem á sjö- unda hundrað aldraðir eiga áhyggjulaust ævikvöld. Frá fyrsta sjómannadegi liðu 49 ár þar til lög nr. 20, 26. mars 1987 voru sett um sjómannadag. 011 fiskiskip skulu vera í höfn og dag- urinn lögbundinn fánadagur. Þátt- taka í hátíðarhöldum dagsins hefur aftur aukist þótt hlutfallslega verði fjöldinn seint sá sami og árið 1938 á fyrsta sjómannadaginn við Leifs- styttuna. Um það segir í siglinga- sögu Sjómannadagsráðs: „Það var ekki lítil uppörvun að 10 þúsund manns í 37 þúsund manna bæ söfn- uðust saman undir fánum þeirra (sjómanna) að minnast sjómanns- ins og einnig gleðjast með honum.“ í síðasta Sjómannadagsblaði var einkum fjallað um framtíðarstörf fiskimanna og farmanna og örar tæknibreytingar tengdar störfum sjómannsins. I þessu blaði er staldrað við í umhverfi sjómanns- ins og litið til starfsins frá nokkrum sjónarhornum, ásamt því sem nýjasta tækni og möguleikar í sam- skiptum frá skipi til lands eru kynnt. Það samstarf, sem nú er á milli Sjómannadagsráðs, Reykja- víkurhafnar og Reykjavíkurborgar um Hátíð hafsins, Hafnardaginn og sjómannadaginn, ásamt samstarfi við sjávarútvegsráðuneytið vegna íslandsmóts í handflökun, hefur gefist vel. Tveggja daga hátíðardag- skrá á Miðbakka Reykjavíkurhafn- ar er ein af þremur stærstu útihá- tíðum sumarsins í Reykjavík. Ég þakka þeim fjölmörgu aðilum, sem að undirbúningsvinnu stóðu, fyrir gott samstarf. Ég óska sjómönnum og íjölskyld- um þeirra til hamingju með daginn um leið og ég hvet sjómenn til að standa saman um eflingu og veg- semd sjómannadagsins. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs. Aðstandendur Sjómannadagsráðs Að Sjómannadagsráði í Reykjavík og Hafnarfirði standa eftirtalin stéttarfélög sjómanna: Skipstjóra- og stýrimfél. Aldan, Reykjavík Vélstjórafélag íslands Sjómannafélag Reykjavíkur Félag íslenskra skipstjómarmanna Skipstjóra- og stýrimfél. Kári, Hafnarfirði Skipstjóra- og stýrimfél. Ægir, Reykjavík Félag íslenskra loftskeytamanna Sjómannafélag Hafnarfjarðar Matsveinafélag Islands Félag bryta Tilgangur og markmið Sjómannadags- ráðs eru m.a.: • Að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og vinna að nánu samstarfi þeirra. • Að heiðra minningu látinna sjómanna og sérstaklega þeirra sem látið hafa líf sitt vegna slysfara í starfi. • Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjó- mannsins og hin mikilvægu störf sjómanna- stéttarinnar í þágu þjóðfélagsins. • Að beita sér fyrir menningarmálum er sjó- mannastéttina varða og vinna að velferðar- og öryggismálum hennar. • Að afla fjár til þess að reisa og reka dval- arheimili, hjúkrunarheimili, vistunar- og endurhæfingaraðstöðu, íbúðir og leiguíbúðir, einkum fyrir aldraða sjómenn og sjómann- sekkjur. • Að stuðla að byggingu og rekstri orlofs- húsa, sumardvalarheimila og alhliða orlofs- starfsemi fyrir sjómenn, fjölskyldur þeirra og starfsmenn samtaka þeirra. • Að beita áhrifum sínum á stjómvöld til setningar löggjafar til styrktar framgangi markmiða Sjómannadagsráðs. Stjórn Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði skipa: Guðmundur Hallvarðsson, Sjómannafélagi Reykjavíkur, formaður Guðmundur Ibsen, Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Öldunni, varaformaður Hálfdan Henrysson, Félag íslenskra skipstjórnarmanna, gjaldkeri Ásgeir Guðnason, Vélstjórafélagi íslands, rit- ari Óskar Vigfússon, Sjómannafélagi Hafnar- fjarðar, varagjaldkeri Allt á einu bretti! til neta- línu- og grásleppuveiða Ræðumenn og heiðranir á sjómannadaginn 1999 og 2000 Heiðranir 1999 Ásgeir Sigurðsson Haukur Dan Þórhallsson Jón Guðmundsson Bjami Bjamason Sveinn Axelsson Guðmundur Þórir Einarsson Ræðumenn 1999 John Prescott, aðstoðarforsætis- ráðherra Bretlands Ámi M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra Bjarni Hafþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Útvegsmannafé- lags Eyjafjarðar Guðlaugur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Skipstjóra- og stýrimannafélags íslands Heiðranir 2000 Guðbergur Halldórsson Gunnar Jónsson Guðlaugur Gíslason Jón Sæmundsson Þorsteinn Pétursson Ræðumenn 2000 Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs Ámi M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra Jörgen Niclasen, sjávarútvegsráðherra Færeyja Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ Hafsteinn Elvar Jakobsson, út- skriftarnemi í Vélskóla íslands Sjómannadagsráð þakkar öllum þeim aðilum sem styrktu útgáfu Sjómannadags- blaðsins 2001 Sjómannadagsblaðið 64. árgangur 2001 Skútuvogi tæ-L • 104 Reykjavík • Simi SBB 1BIB • Fax SEB 1BB4 netasalan@netasalan.ls • www.netasalan.ls Útgefandi: Sjómannadagsráð, Hrafnistu, Laugarási, 104 Reykjavfk Ábyrgðarmaður: Hálfdan Henrysson Ritnefnd: Hálfdan Henrysson, Sigurður Þ. Árnason og Reynir Björnsson Umsjón, hönnun og umbrot: Kynning og markaður - KOM ehf. Ljósmyndir: Kristin Bogadóttir, Róbert Ágústsson og Odd Stefán Auglýsingar: Markfell ehf. Prentsmiðja Morgunblaðsins Prentvinnsla:

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.