Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 6

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 6
6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ÍO.JÚNÍ, 2001 Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra VSÓ RÁÐGJÖF Stýrimannaskólinn í Reykjavík Esso! OlfufélagiSM www.asto.ls HAMPIÐJAN [Mmö* Rafiðnaðarsamband fslands SAMSKIP FRAMTAK VÉLA- OG SKIPAÞJÓHUSTA NORÐUR Vélskóli íslands » Slippfélagið. ■■■■ Miln inijarvarktmlðjs m spennubreytar Fjarskiptabylting í íslenskum fiskiskipum Bylting hefur átt sér stað í fjar- skiptamálum íslenskra sjó- manna á síðastliðnum 2-3 árum. Hartnær áratugur er liðinn síðan þessi bylting hófst utan íslands, en þróunin er að komast á fullan skrið hér á landi. Reynir Guðjónsson, framkvæmdastjóri ísmars hf., hef- ur tekið virkan þátt í fjarskipta- byltingunni. „Við höfum fylgst grannt með allri þróun á gervihnattasjónvarps- búnaði á þeim 10 árum sem hann er búinn að vera á markaðinum. Þróunin hófst í stóru skemmti- ferðaskipunum, en síðan hefur hún einnig komið í fiskiskipin. Á íslandi höfum við dregið dám af reynslu Norðmanna í þessum efnum,“ segir Reynir. Fyrsta skrefið hjá ísmar hf. var að setja gervihnattadisk með til- heyrandi útbúnaði og móttökutækj- um í togarann Örfirisey hjá Granda, honum að kostnaðarlausu. „Gervihnattadiskurinn í Örfirisey er 1,2 metrar í þvermál. Svo heppi- lega vildi til, að í þann mund sem búnaðurinn í Örfirisey var gang- settur, fór fram heimsmeistara- keppni í knattspymu. Örfirisey var þá á úthafskarfaveiðum og eins og nærri má geta var áhugi skipveija mikill á útsendingum í keppninni. Sjómenn komu í löngum röðum með myndbandstæki sín um borð og tóku leikina upp til þess að horfa á þá á frívöktunum." Ör þróun Þróunin síðan hefur verið ör. „Við höfum í þessum töluðum orðum sett búnað í um 20 fiskiskip í ís- lenska flotanum, til dæmis allan fiskiskipaflotann hjá Granda, Sam- herja og einnig skip hjá fjölda ann- arra útgerða. Við sjáum fram á tals- verða aukningu á þessu ári. Með hjálp þessa búnaðar er mögulegt að fylgjast með fjölda sjónvarpsút- sendinga. Sjónvarpsrásirnar sem nást um borð í skipunum byggjast aðallega á því hve góður móttakar- inn er og hvar skipið er statt á mið- unum. Sjónvarpsrásunum fækkar því fjær sem skipin eru frá landi. Hins vegar er vandamál að ísland er utan samninga um höfundarrétt á fjölda sjónvarpsrása. Við höfum ekki getað selt aðgang að tilteknum sjónvarpsrásum á löglegan hátt, en getum þó gefið leiðbeiningar um hvemig hægt sé að verða sér úti um þær.“ Fjármögnun Algengast er að útgerðimar sjálfar fjármagni uppsetningu gervi- hnattadiska og láti síðan áhöfn skipsins borga í myndbandssjóð. „Því miður virðist engin föst regla gilda um fjármögnunina," segir Reynir. „í sumum tilfellum hefur kostnaðurinn algerlega lent á út- gerðinni, en einnig þekkjast tilfelli þar sem sjómenn hafa algerlega sjálfir fjármagnað uppsetninguna. Að mínu mati eru ákveðin mann- réttindi fyrir sjómenn að hafa að- gang að sjónvarpsrásum. Því hljómar undarlega að útilokað er fyrir sjómenn að fylgjast með út- sendingum Ríkissjónvarpsins, utan þess stutta tíma sem fiskiskipin em á siglingu til eða frá landi. Rík- issjónvarpið hefur verið með það á stefnuskrá sinni í langan tíma að ganga frá samningi um útsending- ar á efni sínu í gegnum gervihnött. Af einhveijum orsökum hefur það ekki komist í verk. Allir landsmenn eru skyldugir til þess að borga af- notagjöld fyrir sjónvarp. Það sama gildir um sjómenn á miðunum sem hafa enga möguleika á því að ná sjónvarpsútsendingum RÚV. Töluverð umræða hefur verið um uppsetningu gervihnattabúnaðar fyrir Ríkissjónvarpið til þess að all- ir landsmenn geti notið útsendinga. Þar hefur aðallega verið talað um að úrbæturnar nái til bænda sem búa á afskekktum svæðum og ná ekki útsendingum. Þeir eru reynd- ar ekki margir, en gleymst hefur að gera ráð fyrir þeim þúsundum sjó- manna sem orðið hafa útundan í þessari umræðu. Það er sannarlega mikið réttlætismál fyrir sjómenn að kippa þessu í liðinn. Kostnaður Ríkissjónvarpsins fyrir útsending- ar á efni sínu um gervihnött yrði sennilega í kringum 80-100 milljón- ir, en sú upphæð virðist eitthvað sitja í mönnum. Ég geri mér samt sem áður vonir um að ekki líði lang- ur tími þar til Ríkissjónvarpið læt- ur verða af þessu,“ segir Reynir. Tenging við Netið ísmar hf. hefur einnig hafið upp- setningu tækja fyrir Netið á ís- lenskum fiskiskipum. „Við höfum gert tilraunir með tengibúnað fyrir Netið, en gallinn er sá hve dýr hann hefur reynst. Það stendur vonandi til bóta. Kostnaður við uppsetningu gervihnattadiska með öllum til- heyrandi búnaði hefur verið um 10 milljónir króna. Eðlilega vex sú upphæð mörgum i augum. Það er ekki einungis búnaðurinn sem er dýr, heldur hefur mikill kostnaður fylgt fjarskiptunum sjálfum. Sá kostnaður á vonandi eftir að lækka innan skamms. Eitt af megin- vandamálunum snýst um að ódýr- an „datalink" í gegnum gervihnött vantar. I byijun næsta árs er vænt- anlegur „datalinkur" með 64k teng- ingu sem vonandi verður á skikk- anlegu verði." Þess má geta að tenging heimilistölvu með venju- legu mótaldi er á bilinu 33-56k. Ekki hefur verið hægt að nota sama gervihnattadiskinn fýrir hvor tveggja þessi fjarskipti því diskarn- ir fyrir sjónvarp hafa ekki verið samþykktir af þeim sem eru með umboðin fyrir nettengingar. Reynir greindi frá því að verið væri að smíða tvö fiskiskip fyrir ís- lendinga í Chile, Huginn VE og Há- kon ÞH, sem væntanleg væru til landsins í sumar. „í þessum skipum verður samtvinnaður Qarskipta- búnaður í tengslum viö símabúnað. Má segja að búnaður skipanna sé sem símkerfi líkt og viðgengst í fyr- irtækjum í landi, með CAT5-köpl- um og tveimur tenglum í hveijum klefa. Skipin verða með netþjóna sem gera skipveijum kleift að koma með sínar eigin tölvur um borð, tengjast kerfinu og vera þannig í reglulegu net- og símasambandi. Það ætti að vera óhætt að halda því fram að tæknibyltingin í þeim efn- um sé rétt handan við hornið," seg- ir Reynir að lokum.

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.