Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 7

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 7
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 10.JÚNÍ, 2001 7 Kostnaður nemenda í fjarkennslu er miklu lægri en í hefbundnu námi þegar allt er tekið með í reikninginn. Fjarkennsla er valkostur fyrir íslenska sjómenn Sjómenn hafa ekki síður en aðrir áhuga á því að mennta sig. Þeir hafa í mörgum tilfellum takmark- aða möguleika til menntunar, en fjarkennsla eða möguleikinn á því að stunda fjarnám hefur gerbreytt allri aðstöðu þeirra. Tilvist fjar- kennslu hefur í mörgum tilfellum gert það að verkum að sjómenn, sem annars hafa ekki átt mögu- leika til skólagöngu, hafa getað stundað nám með vinnunni. Sig- urður Ingi Andrésson, deildarstjóri í raungreinum í Vélskóla íslands, hefur á undanfórnum árum sinnt fjarkennslu sjómanna. „Segja má að hjólin hafi farið að snúast þegar möguleikar opnuðust til fjarkennslu með tölvubúnaði. Stærstu skrefin til framfara felast í því hve miklu minni tíma það tekur að senda spurningar og svör á milli nemenda og kennara," segir Sigurð- ur Ingi. „Fjarkennsla fyrir sjómenn er stærsta skrefið í jafnrétti til náms sem stigið hefur verið undanfarin 20 ár. Hún er gríðarlega þýðingar- mikil fyrir sjómenn sem sitja ein- angraðir úti á sjó og einnig fyrir þá sem eru í svipaðri stöðu úti á landi eða í útlöndum. 011 framþróun í fjarkennslu hefur mikla þýðingu fyrir þessa hópa fólks. Fjarkennslan fer þannig fram að nemandi fær send verkefni sem hann hefur viku til þess að svara, en kennarinn skuldbindur sig til að gefa umsögn innan sólarhrings frá því að svörin berast frá nemandan- um. Mikilvægt er að kennari standi við sínar skyldur á vinnslu efnis, því nemandi hefur takmarkaðan tíma til þess að fylgjast með endur- gjöfinni." Engu síðri niðurstaða Fjarkennsla er að mestu leyti sam- bærileg við hefðbundna kennslu. Farið er yfir nákvæmlega sama efn- ið og sömu prófin tekin. „Reynsla Verkmenntaskólans á Akureyri og einnig okkar í Vélskólanum er sú, að nemendur í íjarnámi skila síst verri niðurstöðum en hinir og hafa staðið sig mjög vel f vinnu eða fram- haldsnámi. Munurinn á Qar- kennslu og hefðbundinni kennslu felst í því að nemandinn fær einka- kennslu í fjarnámi og beinar leið- beiningar frá kennara og verður það að teljast jákvæður þáttur. Nei- kvæði þátturinn við fjarkennsluna er sá að nemandi hefur ekki tæki- færi til samvinnu við aðra nemend- ur. Því fylgir töluvert umstang að sinna fjarkennslunni svo vel sé. Skipuleggja þarf próftökur á allt annan hátt og semja við skóla eða stofnun í nágrenni nemandans um próftöku. I sumum tilfellum getur það verið flókið ferli, til dæmis þeg- ar nemendur eru erlendis. Þá þarf að semja við sendiráð um fram- kvæmd prófsins eftir settum regl- um. Það er oft mikil vinna sem fylg- ir því að fá fjarkennslukerfi til að virka. Margir halda að búið sé að ijúfa einangrun sjómanna með tækni- framförum í upplýsingasamfélag- inu, en reyndin er allt önnur. Þrátt fyrir alla umræðuna um upplýsingabyltingu samfélagsins, er sjómaðurinn ennþá ótrúlega ein- angraður. Tæknin er til staðar, en gera þarf gangskör að því að lækka kostnað fjarskipta og gera fjar- kennsluna auðveldari í fram- kvæmd. Vegna erfiðleika á þessu sviði hafa sjómenn í fjarnámi oft gripið til þess úrræðis að taka verk- efnin með sér um borð og senda úr- lausnirnar frá sér þegar þeir koma í land. Fjarskiptin hafa reynst þeim of dýr eða fjarskiptasambandið ver- ið í ólagi,“ segir Sigurður Ingi. Bæta fjarskiptin við skipin „Ef yfirvöld hafa á annað borð áhuga á því að styðja við bakið á fjarkennslu fyrir sjómenn, ættu þau fyrst og fremst að beina augun- um að því að bæta fjarskiptin við skipin. Bætt fjarskipti koma ekki einungis að gagni við íjarkennslu, heldur einnig við almenn samskipti fólks og fjölmiðla í því upplýsinga- samfélagi sem við hrósum okkur af. Því miður hefur skilningur á þess- um málum gagnvart sjómönnum verið afskaplega lítill hjá ráða- mönnum. Eftir allar yfirlýsingarnar um að menn væru tilbúnir að auka veg upplýsingatækninnar, er furðulegt að ekki skuli vera lögð meiri áhersla á að leysa þennan þátt fjar- skiptanna. Það ætti að vera á for- gangslista að bæta samskiptin við skipin til að sjómenn geti notið þess sem tækniframfarir í upplýsinga- þjóðfélaginu bjóða upp á. Ég er klár á því að hægt sé að bæta fjarskiptin við skipin á mið- unum og jafnframt fulla trú á því að skilningur á þessu máli aukist og tæknihindrunum verði hrint úr vegi. Netsambönd eru smám sam- an að verða betri og hraði netsend- inga að aukast. Með tækni nútím- ans er jafnvel mögulegt að senda heilu kvikmyndirnar með tölvu- pósti, hljóð og önnur flókin gögn. í augnablikinu eru þær sendingar þungar í vöfum, en búast má við því að innan skamms tíma verði þær mögulegar á styttri tíma,“ segir Sigurður Ingi. Minni kostnaður Sigurður segir það ljóst að kostnað- ur nemenda í fjarkennslu sé miklu lægri en í hefbundnu námi þegar allt er tekið með í reikninginn. „Námið sjálft og umgjörðin í kring- um fjarkennsluna er dýrari, en á móti kemur að mögulegt er að stunda vinnu með náminu og búa hvar sem er. í því felst meginmun- urinn.“ Fjarkennslunni fylgja nán- ast engar takmarkanir hvað val á kennsluefni varðar. Verkmennta- skólinn á Akureyri hefur verið í far- arbroddi skóla á íslandi í fjar- kennslu. í greinargerð um fjar- kennslu Verkmenntaskólans á Ak- ureyri fyrir haustönn 2000, getur að líta eftirfarandi orð: „Fjarkennsla Verkmenntaskólans á Akureyri hefur starfað óslitið frá vorönn 1994. . . Hún hefur einnig sannað gildi sitt sem þjónusta við fjölmarga, sem vildu komast til náms, en sem ekki áttu þess kost fyrr en hún kom til. Þegar fjar- kennsla Verkmenntaskólans á Ak- ureyri hóf göngu sína, var afar lítið um hliðstæða kennsluhætti annars staðar í heiminum öllum. . . Afar líklegt má því telja, að starf fjar- kennslu Verkmenntaskólans á Ak- ureyri og þeirra kennara, sem starf- að hafa innan hennar, hafi verið og sé brautryðjendaverk í kennsluhátt- um á heimsvísu.“ Sigurður segir Verkmenntaskól- ann á Akureyri bjóða fjarkennslu í öllum greinum til stúdentsprófs. „Skólinn hefur jafnvel verið með fleiri möguleika, til dæmis fjar- kennslu í hjúkrunarfræði í sam- vinnu við Armúlaskóla. Vélskólinn hefur boðið fjarkennslu í almenn- um vélstjómargreinum og Stýri- mannaskólinn, í samvinnu við Verkmenntaskólann á Norðfirði og veiðarfæradeildina á Suðurnesjum, útbúið margmiðlunardisk til kennslu sem tekur á ýmsum þátt- um sjávarútvegsins. Verkmenntaskólinn á Akureyri var með um 600 nemendur í fjar- kennslu á síðasta ári og af þeim voru 15 á sjó. Ég er með 5 nemend- ur í Vélskólanum og nemendur í fjarkennslu í Stýrimannaskólanum hafa verið álíka margir," segir Sig- urður Ingi. Veðursíminn 902 0600 VEÐURSTOFA ÍSLANÐS Veður á sjó Sjóveðurspi Veljið 2 Nvjustu veðurathuganir: Veljið 6 Veðursiminn er gerður fjTÍr tónval. Þeir sjómenn, sem em með gamla NMT- síma og geta ekki notað tónval. geta nálgast sjóveðurspá með þvf að hríngja beinti 902 0602 Veður á landi Veðurhorfur næsta sólarhríng og nýjustu veðurathuganir fyrir einstðk spásvæði: Veljið 8 og siðan tölu svæðtsins. Til að velja annað spásva Veljið * og töhi nvja svæðisins. Veðurupplýsingar í GSM síma Sjá nánar á vefsiðu Veðurstofunnar. WWW.Vedlir.is

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.