Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 8

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 8
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 10. JÚNÍ, 2001 Sjómenn geta fengið sendan um borð sinn einkatölvupóst sem enginn getur haft aðgang að nema þeir sem hafa tilskilið lykilorð. - segir Jóhann Bjarnason framkvæmdastjóri Radíómiðunar ehf. Fjarskipti sjómanna hafa þar til nú á síðustu árum verið afar tak- mörkuð og voru áður nœr einskorð- uð við talstöðvar. Tækniþróun hef- ur verið ör á undanfornum árum og uppúr 1990 kom fyrst til sögunnar sá möguleiki að hægt var að senda telex-skeyti í gegnum gervihnött. Frá þeim tíma hefur átt sér stað umtalsverð þróun í fjarskiptamál- um fyrir sjómenn. Radíómiðun ehf. hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á siglinga-, fiskileitar- og fjarskiptatækjum fyr- ir íslenska fiskveiðiflotann og Jó- hann Bjamason er framkvæmda- stjóri þess. „Segja má að fjarskipta- mál sjómanna hafi fyrst breyst af alvöru með tilkomu tölvupóstsins sem tryggði upplýsingastreymi frá skipum til lands með hjálp IN- MARSAT fjarskiptakerfis," segir Jóhann. „Fjarskiptaleiðum hefur síðan fjölgað með tilkomu fleiri fyrir- tækja og ríkir töluverð samkeppni á milli þeirra. Nú geta notendur val- ið á milli nokkurra fjarskiptakerfa svo sem EMSAT, IRIDIUM, GLOBAL-STAR og fleiri fjarskipta- lausna hjá INMARSAT. Samkeppn- in hefur gert það að verkum að mínútugjald í samskiptum hefur lækkað um helming á aðeins 3-4 ámm. Ódýrasta gjaldið í dag á mín- útuna í gegnum gervihnattasíma er um 100 krónur á klukkustund, en þetta gjald var yfir 300 krónur fyr- ir um tveimur árum. Það er nú orð- ið ódýrara að tala í gegnum gervi- hnattasíma heldur en að tala í gegnum GSM síma þegar maður er staddur erlendis (reikisamningur). Fastlega má búast við enn frekari lækkunum á komandi ámm.“ Tölvupóstur til sjómanna Fyrir um hálfu ári tók Radíómiðun ehf. að sér markaðssetningu á Marstar samskiptahugbúnaðinum frá Netverki hf. „Marstar er sértæk lausn til að senda tölvupóst eftir GSM, NMT og gervihnattafj ar- skiptaleiðum. Marstar hugbúnað- urinn sér um að þjappa gögnum um allt að 90% ásamt því að nýta band- breidd betur og ná þannig fram um- talsverðum sparnaði og auknu ör- yggi við sendingar. Um þessar mundir erum við einnig að setja á markað nýja lausn, INmobil sem svipar til Marstar, en með INmobil getur hver áhafnarmeðlimur fengið sitt eigið tölvupóstfang um borð ásamt lykilorði. Sjómenn geta fengið send- an til sín um borð sinn einkatölvu- póst sem enginn getur haft aðgang að nema þeir sem hafa tilskilið lyk- ilorð. Með þessu móti er því enn þægilegra fyrir sjómenn og þeirra fjölskyldur að vera í nánu sam- bandi. Um borð í skipunum hugs- um við okkur að koma upp einni út- stöð (tölvu) niðri í messa sem áhafnarmeðlimir geta haft aðgang að til að senda og sækja sinn tölvu- póst. Það er síðan framtíðarlausn að hver og einn áhafnarmeðlimur hafi tölvu í káetunni hjá sér. IN- mobil er þróað í samvinnu við Snerpu ehf. á ísafirði sem séð hefur um alla forritun. Sértæk upplýsingaveita Þjónustubanki Radíómiðunar er sértæk upplýsingaveita fyrir sjófar- endur. í þjónustubankanum er hægt að fá upplýsingar um veður, frá öldu- og veðurduflum kringum landið, skyndi- og reglugerðarlok- anir, fiskifréttir og mbl.is ásamt fleiru. Þessar upplýsingar eru sér- sniðnar svo að hægt sé að nota NMT og gervihnattasímkerfi sem hafa takmarkaða bandbreidd til þess að flytja þessar upplýsingar. Flestar af þessum upplýsingum, eins og t.d. veðurspár, er hægt að skoða á myndrænan hátt í MaxSea skipstjórnartölvunni. Upplýsingar er unnt að prenta út fyrir áhafnar- meðlimi til þess að fá nýjustu frétt- ir að heiman. Nokkrir tugir fiski- skipa hafa nú þegar hagnýtt sér þessa upplýsingaveitu," segir Jó- hann að lokum. MUSTANG FLOTVINNUBUNINGAR Viðurkenndir af Sigiingastofnun Hannaðir fyrir alla sjó- og iðnaðarvinnu Þrengingar um læri og ökla Einangrandi hetta (innan í kraga) Lokanir með frönskum rennilásum á öklum og úlnliðum Aukalega á MS 2195 llppbiásanlegur höfuðpúði Sérstyrkingar á hnjám og sitjanda Neoperne úlnliðsbönd Svunta irman við klof til að hindra innstreymi vatns Einangrandi hfiðarvasar og innanvasi Einníg: Sea-Dog ShipShape 2 mci Ijéti •; td*M Datrex JOX 0325D“ 2,5 lcg. Bi«r$kna«ir. Lalizas „PA039“ íyrif ^ijiJrgT 456 5314 VERBUOIiy « 555 6161 (ItÍA^án dOl&loAon 5520000 462 6120 Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra KYNNING OG MARKAÐUR m

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.