Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 12

Sjómannadagsblaðið - 10.06.2001, Blaðsíða 12
HÁTÍe ftl'^FSIIMS Sjómannadagurinr. Hafnardagurinn HATIÐ HAFSINS Sjómannadagurinn - Hafnardagurinn 8. til 10. júnl 2001 mmmmimfflmmmmmmmmmmmmmmgimMM Föstudagurinn 8. júní: 18:00 Veitingahúsa- og kráarkvöld í anda sjómannsins hefst í miðborg Reykjavíkur. 20:00 Sjávarsíðuganga frá Ánanaustum að Grófarbryggju. Helgi Þorláksson fer íyrir göngunni. Farið frá gamla Stýrimannaskólanum. ■■MMMMMHHMMHMI Laugardagurinn 9. júní: 10:00 Hátíð hafsins flautuð inn af skipslúðrum í höfninni. 10:10 „Við minnumst þeirra,, er heiti á sýningu sem einnig verð- ur opnuð 9. júní í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýningin er til minningar um 1.297 íslenska sjómenn sem skráðir eru í minning- arbók sjómannadagsins frá því að hann var fyrst haldinn 1938 og til sama dags árið 2000. Sýningin geymir veggspjöld með áletruðum nöfnum allra þessara stríðsmanna íslands í tímaröð. Listamennimir og feðgamir Torfi Jónsson og Jó- hann Torfason hafa unnið þessa sýningu sem verður opin frá 9. til 16. júní. 10:00: „...og höfnin tók þeim opn- um örmum ..." Sögusýning sem opnar í Árbæjarsafni og sýnir upp- byggingu hafnarinnar í Reykjavík í upphafi síðustu aldar og áhrif hennar á bæinn. Þessi fróðlega sýn- ing hefur verið sett upp á Spáni og í Kanada. 10:00-12:30: Sumarhátíð Vestur- bæjarsamtakanna í samvinnu við Hátíð hafsins. Opin leiksmiðja fyrir bömin í gamla Stýrimannaskólan- um, hópur fjöllista - og tónlista- manna vinnur með börnunum í að skapa búninga, fána, veifur og tón- list í anda fiska og sjávar fyrir skrúðgönguna niður á höfn og leik- gleðina sem mun ríkja á Miðbakka. 10:30-14:00: Opið íslandsmót í handflökun fer fram í Hafgarði í Faxaskála. Þar munu fæmstu snill- ingar á íslandi í handflökun keppa. Þeir koma með sfna eigin beittu hnífa sem ráða hraða, nýtingu og gæðum, en það ræður úrslitum í þessari keppni sem haldin er í átt- unda sinn. Verðlaunaafhending á sviðinu á Miðbakka. Laugardagurinn 9. júní: 11:00: Sjósport. Siglingakeppni Brokeyjar. Keppnin ræst með fallbyssuskoti fyrir fram- an Sjávarútvegshúsið á Skúlagötu. Þar etja saman kappi bestu sigl- ingamenn í Reykjavík. Verðlaunaaf- hending fer fram á sviðinu á Mið- bakka að keppni lokinni. 12:00: Hádegisverðartilboð veitingahúsanna í miðborginni. 13:00: Menntun og störf í sjávarút- vegi. Skólar og stofnanir í sjávar- útvegi kynna starfsemi sína í tjald- borg á Miðbakka: Háskólinn á Akureyri- sjávarút- vegsbraut Stýrimannaskólinn í Reykjavík Vélskóli íslands Starfsfræðslunefhd fiskvinnslunnar. Fjölbrautaskóli Suðumesja Sjávarútvegsstofnun HI Fiskistofa Hafrannsóknastofnun Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Fiskifélag íslands Tilkynningaskyldan Sjómannaþjónustan Vélstjórafélag íslands Skipstjóra og stýrimanna- félag íslands Landsmennt. 13:00: Litla-tívoií fyrir krakkana á Miðbakkanum, hringekjur, tæki, hoppdýnur o.fl. Hóflegt verð. 13:00: Veitingar á hátíðinni. Sjávarfang úr hafinu. í samvinnu við fjölmenningarsamtök njfrra ís- lendinga verður boðið upp á fjöl- þjóðlega smárétti úr fiskmeti frá mörgum löndum. Þeir verða mat- reiddir af nýjum íslendingum og seldir á hóflegu verði í tjaldborginni á Miðbakka. Einnig sýnir hæfi- leikafólk úr hópi þeirra listir sínar í dansi og hljóðfæraleik á svæðinu. Kaffi og vöfflur með rjóma. Slysa- vamarkonur í Reykjavík selja Hátíðarkaffið; vöffiur með ijóma í tjaldborginni á Miðbakka. Kolaportið verður með sölutjöld á hátíðarsvæðinu, þar sem ýmislegt ætilegt verður selt. Fiskmarkaður í Hafgarði, selur sæl- gæti í soðið og harðfisksúrvalið hef- ur hvergi verið meira. 13:00: Netaloftið fyrir krakkana í Hafgarði (Faxaskála). Klifur í köðlum og netum fyrir unga og gamla krakka. 13:00-15:30: Sumarhátíð Vestur- bæjarsamtakanna í samvinnu við Hátíð hafsins. Skrúðganga með lúðrablæstri frá gamla Stýrimannaskólanum á Stýrimannastíg niður á höfn, börnin sýna afrakstur leiksmiðj- unnar með búningum, fánum, veif- um og tónlist í anda fiska og sjávar. Leikgleðin mun n'kja áfram á Mið- bakka. Listamennimir, ína Hallgrímsdótt- ir, Þórunn Ingimarsdóttir, Felix Bergsson, og Margrét Kristín Blön- dal munu leiðbeina börnum í leik- gerð og tónlist á hátíðarsvæðinu. Laugardagurinn 9. júní: 13:00: Hafnarrúntur á hjólabát. Hjólabátur frá Viðeyjarferðum tek- ur farþega í rúnt um höfnina á sjó og landi. 13:00: Skemmtisigling fjölskyld- unnar. Skólaskipið Sæbjörg sigl- ir um sundin blá. Skipið fer frá Faxaskála. Slysavarnarfélags- konur selja kaffi og vöfflur um borð. Brottfarir: 13:30 og 14:30. 13:30: Knattspyrnukeppni og reip- tog sjómanna. Á gervigrasvell- inum í Laugardal verður spenn- andi keppni milli skipsáhafna í knattspyrnu og reiptogi. Verð- launaafhending á sjómannahóf- inu á Broadway. 14:30: Verðlaunafhending ísiands- mótsins í handflökun á sviðinu á Miðbakka. 13:30: Skemmtilegt á Miðbakka. •Dansar frá Tælandi og Filippseyj- um. • Færeyskir söngvar, Duppel kvartettinn. • Ástralskur frumbyggja- hornaleikur. • Gítarleikur á bryggjunni. • íslenskur harmóníkuleikur. • Kvæðamannaorðahríð. • Karnival Vesturbæjarsamtakanna 15:00: Hijómleikar á sviðinu á Mið- bakka. Hljómsveitin Hringirnir og Magga Stína halda uppi fjörinu með nýjum og gömlum lögum. 18:00: Veitinga- og kráarkvöld í miðborginni. 19:00: Árlegt sjómannahóf á Broadway. 21:00: Bryggjuball Naustsins á Miðbakka. Hljómsveit Naustsins leikur fyrir dansi og heldur uppi fjörinu fram að miðnætti, veitinga- sala. ■BMHanannnnBBgHHaM Sunnudagurinn 10. júní 08:00: Hátíðarfánum flaggað á skipum í höfninni. 10:00: Skipsflautur þeyttar i höfn- inni. 10:00: „Við minnumst þeirra". Sýning í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, til minningar um 1.297 íslenska sjómenn sem skráðir eru í minningarbók Sjómannadagsins frá því að hann var fyrst haldinn 1938 og til sama dags árið 2000. 10:00:..og höfnin tók þeim opn- um örmum...“. Sögusýning í Árbæjarsafni sem sýnir uppbyggingu hafnarinnar í Reykjavík í upphafi síðustu aldar. 10:00: Sjóminjasafn íslands, Vest- urgötu 8, Hafnarfirði, opið á sjó- mannadaginn frá kl. 10-17. Að- gangur ókeypis. Harmoníkuleikur og sjómenn sýna gömul handbrögð. í safninu stendur nú yfir hand- verkssýning Ásgeirs Guðbjartsson- ar en helstu viðfangsefni hans eru myndir frá sjávarsíðunni, bátar, skip, sjómenn, fuglar og þorp með hans persónulega stíl eða svipmóti. Sjóminjasafnið er opið alla virka daga frá klukkan 13-17. 10:00: Athöfn við Minningaröldur Sjómannadagsins í Fossvogs- kirkjugarði. 11:00: Minningarguðsþjónusta sjó- manna í Dómkirkjunni. Meðan á guðþjónustu stendur verð- ur lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins. 12:00: Hádegisverðartiiboð veit- ingahúsanna í miðborginni. 12:00: Hafgarður í Faxaskála. Fiskmarkaður, vírasplæsingar, línu- beiting, netabætingar, fiskuppboð, harðfiskssala o.fl. Dúndrandi harm- óníkuleikur. 12:30: Opið íslandsmót í netavið- gerðum og vírasplæsingum fer fram í Hafgarði í Faxaskála. Þar munu keppa miklir snillingar í að gera við net og víra. Beittir hnífar, nálar og melspírur þeirra ráða hraða og gæðum í keppninni og eru lykillinn að veglegum verðlaunum í þessari keppni sem haldin nú í er í fyrsta sinn. Verðlaunaafhending á sviðinu á Miðbakka. 12:30: Netagryfjan fyrir krakkana við Hafgarð (Faxaskála). Klifur í köðlum og netum fyr- ir unga og gamla krakka. 13:00: Menntun og störf í sjávarút- vegi. Skólar og stofnanir í sjávar- útvegi kynna starfsemi sín í tjald- borg á Miðbakka. 13:00: Litla-tívolí verður starfrækt fyrir krakkana á Miðbakkanum, hringekjur, tæki, hoppdínur o.fl. Hóflegt verð. 13:00: Veitingar á hátíðinni. Sjávarfang úr hafinu. í samvinnu við fjölmenningarsamtök nýrra Islendinga verður boðið upp á fjöl-

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.