Andvari - 01.01.2009, Side 51
andvari
GYLFI Þ. GÍSLASON
49
málunum og áframhaldandi uppbyggingu atvinnuveganna.“52 Og ekki
var látið sitja við orðin tóm í þessu efni, þótt hreinræktaður áætlunarbú-
skapur hafi vissulega ekki siglt í kjölfarið. Slík grundvallarbreyting á
starfsemi samfélagsins er ekki gerleg nema á löngum tíma, en samt
mátti sjá merki breyttra viðhorfa áður en langt um leið. Byrjað var á
byrjuninni, eins og stundum er sagt, þegar Seðlabanki íslands var stofn-
aður, er Alþýðuflokkurinn hafði lengi haft áhuga fyrir. Skyldi hann
stofnaður meðal annars til þess að treysta tök stjórnvalda á fjármálum
og efnahagsmálum. Þar og í Efnahagsstofnuninni hófst mikil vinna við
undirbúning, samningu áætlana og skýrslugerð, sem nauðsynleg þótti
vegna framhaldsins.
Róttœk viöhorf Gylfa í málefnum atvinnuveganna
í atvinnumálunum voru bygging Búrfellsvirkjunar 1966 og upphaf stór-
iðju, með álbræðslu ísals árið 1967, einhver stærstu sporin á viðreisnar-
árunum. í báðum tilvikum var um að ræða viðleitni til að treysta og efla
atvinnulífið og um leið atvinnuöryggið sem grundvöll velferðarríkis-
ins. Harðar deilur urðu um þær framkvæmdir, meðal annars um það
hvernig eignarhaldi á bræðslunni skyldi háttað. Stjórnarflokkarnir
lögðu til, að það skyldi vera í höndum útlendinga, sem tækju alla
áhættu af fjármögnun og rekstri fyrirtækisins. Beitti Gylfi sér mjög
fyrir framgangi þeirrar stefnu. Stjórnarandstaðan var hins vegar and-
snúin eignaraðild erlendra fyrirtækja að stórfyrirtækjum hérlendis.
Stefna stjórnarflokkanna sigraði, en síðar meir var járnblendiverk-
smiðjan í Hvalfirði reist með fjármunum úr ríkissjóði. Síðan hefur
stefna viðreisnarflokkanna verið óumdeild í stóriðjumálum hérlendis.
Þótt Gylfi hafi gerzt afhuga þjóðnýtingu atvinnuveganna snemma á
viðreisnarárunum er ekki svo að skilja, að hann hafi viljað færa opin-
bera þjónustu og margvíslegan atvinnurekstur á vegum hins opinbera
að mestu leyti í faðm einkavæðingarinnar. Þvert á móti lagði hann
áherzlu á, að þeirri starfsemi væri að mörgu leyti vel borgið í höndum
hins opinbera, er væri fulltrúi fyrir almenning og myndi gæta hags-
muna hans, öndvert við einkarekstursmennina, sem hefðu eigin hags-
muni að leiðarljósi.
Meðan Gylfi var í viðreisnarstjórninni hélt hann uppi gagnrýni
mnan hennar á skipulag og stjórnarhætti í tveim helztu atvinnuveg-