Andvari - 01.01.2009, Side 74
72
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Gylfi hafði hægt um sig heima við er ellin færðist yfir. Þau Guðrún
kona hans bjuggu lengst af í húsi sínu í prófessorahverfinu svokallaða
að Aragötu 11 í Reykjavík, þar sem þau höfðu búið sér fallegt menn-
ingarheimili. Þar var löngum gestkvæmt og gestrisni í fyrirrúmi. Það
mæddi því ekki lítið á húsfreyjunni, er hafði í nóg horn að líta heima
við og tók lítinn þátt í stjórnmálastörfum bónda síns. En það fór ekki
milli mála að hún var traust stoð á heimilinu og í fjölskyldulífinu, ekki
sízt er á móti blés. Flokksmenn hans kynntust henni ekki mikið, en
báru virðingu fyrir henni og fjölskyldu hennar.
Síminn var Gylfa handhægt samskiptatæki alla tíð og margir sóttu ráð
til hans eða hringdu til að spjalla um daginn og veginn, allt fram á
síðustu ár. Þau Guðrún og fjölskyldan öll urðu fyrir þungum sorgum í
einkalífi sínu vegna barnamissis, en létu þó eigi bugast og réttu úr bak-
inu á nýjan leik. Þótt ellin sækti hann heim var hann andlega heill allt
til loka, en átti erfitt um gang nokkur síðustu árin. Hann bar sjúkleika
sinn með reisn og andaðist á heimili sínu að Aragötu 11 í Reykjavík
hinn 18. ágúst 2004. Útför hans var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 27. ágúst og var það bróðurdóttir hans, síra Auður Eir
Vilhjálmsdóttir, sem jarðsöng. Var það fögur og virðuleg athöfn. Með
Gylfa Þ. Gíslasyni hvarf af sjónarsviðinu einn fremsti stjórnmálamaður
og menningarfrömuður íslendinga á 20. öld. Þau verk, sem hann skildi
eftir sig í þjóðlífinu, höfðu ekki aðeins mikil áhrif í samtíma hans,
heldur mun þjóðin njóta þeirra um langa framtíð. Því verður hann ætíð
mikils virtur.
HEIMILDASKRÁ
Agnar Kl. Jónsson: Stjómarráö íslands 1904-1964. Fyrra bindi. Seinna bindi. Umsjón með
endurútgáfu: Ólafur Rastrick. Sögufélag. 2. útgáfa. Reykjavík 2004.
Ásgeir Jóhannesson: „Stjómarmyndunin 1958.“ „Minningar frá samtölum við Guðmund I.
Guðmundsson utanríkisráðherra 1956-1965.“ Inngangur eftir Guðna Th. Jóhannesson.
Skírnir. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags. 180. ár. Reykjavík. Haust 2006.
Helgi Skúli Kjartansson, Jón Torfi Jónasson: Skóli fyrir alla 1946-2007. Síðara bindi. Hlynur
Ómar Björnsson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Rósa Eggertsdóttir, Rúnar Sigþórsson.
Reykjavík 2008. Almenningsfrœðsla á íslandi 1880-2007 Ritstjóri Loftur Guttormsson.
Háskólaútgáfan. Reykjavík 2008.