Andvari - 01.01.2009, Qupperneq 161
ANDVARI
HAMLET ÍSLENSKRAR LEIKLISTAR?
159
TILVÍSANIR
1 Um líf og list Stefaníu Guðmundsdóttur sjá Jón Viðar Jónsson, Leyndarmál frú Stefaníu
- Stefanía Guðmundsdóttir leikkona, samtíð og samferðamenn (Reykjavík 1997).
2 Sjá Þorvaldur Kristinsson, Lárus Pálsson leikari (Reykjavík 2008), bls. 145.
3 Þetta var veturinn 1943-44. Sjá Leikhúsmál, 4. árg. nr. 1, bls. 15. Þorsteinn Ö. Stephensen
var reyndar kallaður leiklistarráðunautur í ráðningarsamningi. Um Þorstein sjá Jón Viðar
Jónsson, Þorsteinn Ö. Stephensen, Andvari 1995.
4 Sjá Þorvaldur Kristinsson, bls. 172.
5 Sjá Þorvaldur Kristinsson, bls. 267. Ákvörðun Guðlaugs kann þó að hafa átt sínar orsakir.
í bréfi sem Guðlaugur ritar menntamálaráðuneytinu 25.11. 1953 kveðst hann hafa tekið
að sér skólastjórnina að ósk þjóðleikhúsráðs „til þess að komast hjá nokkurri togstreitu
um stjórn skólans, og jafnframt til sparnaðar, því sá leikari sem bauðst til þess að taka
forstöðu skólans að sér taldi sér ei fært að gera það fyrir minna en 12000 krónur á ári,
svo að með því að greiða mér þetta 2ja stunda kaup á viku fyrir forstöðu skólans sparar
leikhúsið auk þess um rúmlega 8 þús. kr. á ári.“ Guðlaugur greiddi sér kaup fyrir tvær
kennslustundir á viku (38 kr. á tímann) og var miðað við launataxta menntaskólakennara.
Sjá bréfasafn Guðlaugs Rósinkranz í safni Þjóðleikhússins. (Safnið er enn í vörslu leikhúss-
ins, þegar þetta er skrifað, en er væntanlega á leið í Þjóðskjalasafn). Hver sú „togstreita"
var sem Guðlaugur minnist á, er ekki vitað með vissu, en Þorvaldur leiðir að því getum
að Guðlaugur hafi hugsanlega ekki viljað gera upp á milli Lárusar og annarra starfsmanna
leikhússins sem höfðu áður sinnt leiklistarkennslu, þeirra Haralds Björnssonar og Ævars R.
Kvarans. Sjá Þorvaldur Kristinsson, bls. 267.
6 Sjá Þorvaldur Kristinsson, bls. 275-282.
7 Sjá Þorvaldur Kristinsson, bls. 289-293.
8 Gömul vinkona Lárusar, Sigríður Þorvarðsdóttir, sagði mér fyrir mörgum árum að
Guðlaugur Rósinkranz hefði eitt sinn sett Lárus í þriggja ára bann sem leikstjóra. Sigríður
var dóttir Þorvarðs Þorvarðssonar, fyrsta formanns L.R. og eiginkona Einars Olgeirssonar.
Þessi sögn Sigríðar er vafalítið rétt; frá sýningunni á Júlíusi Sesar líða þrjú ár þangað til
Lárus setur upp næsta verk í Þjóðleikhúsinu, Flónið eftir Marcel Archand.
9 Sbr. skrá yfir útvarpsverkefni Lárusar. Sjá Þorvaldur Kristinsson, bls. 356-358.
10 Sjá www.dv.is/kritik/2008/10/28/tragisk-saga-timainotamanns/
11 Sjá Þorvaldur Kristinsson, bls. 373.
12 Lárus Pálsson - Svipmyndir. LP útgáfa 2006.
13 Bréf Lárusar til Tiemroths hafa raunar lengi verið aðgengileg í Kgl. bókasafninu í
Kaupmannahöfn.
14 Sjá Ingólfur Margeirsson, Lífróður Árna Tryggvasonar (Reykjavík 1991), bls. 151-157.
15 Sjá Jón Viðar Jónsson, Hvers vegna hefur Strindberg aldrei komist til íslands? Tímarit Máls
og menningar, 4 1999.
16 Sjá Þorvaldur Kristinsson, bls. 335.
17 Sjá Mánudagsblaðið 30.11. 1953 og Pjóðviljann 29.11. 1953.
18 Sjá Þorvaldur Kristinsson, bls. 32.
19 Jóhanna var til dæmis komin af Schevingunum sem voru áberandi í Eyjafirði og víða
norðanlands á 17. og 18. öld, en út af þeim er komið margt þjóðfrægra listamanna.
Langa-langa-langafi hennar í móðurætt var Lauritz Hannesson Scheving (1723-1784).
Dóttir hans var Jórunn (1754-1783), amma Jónasar Hallgrímssonar og langa-langamma
Jóhanns Sigurjónssonar. Jóhanna var komin af eldri dóttur Lauritz, Margréti (1747-1818).
Sonardóttir Margrétar var Margrét Hálfdanardóttir, langamma Lárusar Pálssonar, systir
Þórarins Hálfdanarsonar (1830-1916), sem þekktari er sem „afi á Knerri" - móðurafi