Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 169
ANDVARI
FRÁ BÖRNUM AMTMANNSINS Á EINBÚASETRINU
167
II
„Kólerusumarið“ 1853 reyndist systrunum erfitt. Bréfin, sem bárust þeim
frá Höfn, fjölluðu mest um kólerufaraldurinn þar. Þær fá vitneskju um, hve
margir hafa látizt í hverri viku, frá Emilíu, systkinum og móður. Systurnar
óttuðust um fjölskyldu sína. Móðir þeirra skrifaði þeim 30. júní og lagði
þeim lífsreglurnar. Þær áttu að stunda útivist, en ekki kenna lungann úr deg-
inum. Þær höfðu sent Júlíusi svolitla peningagjöf, en hann las nú af kappi
undir próf. Þeim var þökkuð hugulsemin. Allir reyndust frískir á heimilinu.
Heilbrigðisyfirvöld höfðu ráðlagt gott mataræði. „Fyrsta tilfellið var 12. júní“;
28. s.m. höfðu 43 tekið pestina og 22 voru látnir. Amtmannsekkjan var alls
ósmeyk. Engin hræðsla hafði gripið um sig. Þær systur máttu því ekki hafa
áhyggjur. Heima er allt í bezta lagi. Móðir þeirra bætir við, að hún sé nýkomin
heim úr búðarferð með Nínu. Bréfið er hressilegt og til þess fallið að draga
úr kvíða systranna.
Reiðarslagið kom um haustið: Birgitta Johnsson veiktist skyndilega og dó
eftir fárra daga legu, svo og systir hennar, Andrea Kirstine Lassen.18
Þegar stúlknaskólinn var úr sögunni, hélt Gústa fljótlega til Kaupmanna-
hafnar og hóf kennslu þar. Þóra dvaldist mest á Bessastöðum næstu árin.
Haustið 1858 ákvað hún að sigla. Emilía vinkona hennar hafði skrifað henni
og fagnaði væntanlegri komu hennar, en kvaðst þó ekki vilja hvetja hana, því
að hún viti ekki, hvað henni sé fyrir beztu.
Það er snúður á húsfreyjunni á Bessastöðum, er hún skrifar syni sínum í
júlí 1858:
Nú hefur Þóra sagt mér, að hún vildi til Danmerkur. Stúlka einhver, vinkona hennar,
hefir [svo] boðið henni að koma. ... Ekki hef eg vísað henni á bug. Eg held að þessu
fólki leiðist hjá mér sem von er.19
Þóra hætti á síðustu stundu við förina.
Gústa stundaði um sinn kennslu og hannyrðir í Höfn, eftir því sem heilsa
leyfði. Hún var veil fyrir brjósti. Systkini hennar leigðu saman. Þær Emilía
Meyer og Gústa höfðu mikið saman að sælda. Gústa fór að kenna henni
ensku, og Emilía þótti bráðnæm.
Páll yngri Melsteð lögfræðingur var heimilisvinur Ingibjargar á Bessa-
stöðum. Hann var oft settur sýslumaður, en lagði sem kunnugt er síðar mikla
stund á sögukennslu svo og málaflutningsstörf. Kona hans var Jórunn ísleifs-
dóttir dómstjóra Einarssonar. Þau settu bú saman að Brekku á Álftanesi,
eignuðust átta börn og komust þrjú á legg. I janúar 1844 brunnu timburhúsin
á Brekku ofan af fjölskyldunni og hér um bil allt lausafé hennar brann.20 Þá
gáfu Bessastaðahjón þeim væna peningagjöf. í ágúst 1858 dó Jórunn skyndi-