Landneminn - 01.10.1947, Side 10
aukalega gaf liann mér alltaf fimmkall. Ég liafði
djöfuldóm af peningum. Fínn náungi, herra
Lloyd, með allar fallegu stúlkurnar sínar.
Konan hans var lömuð, svo að ég býst við
að honum hafi verið vorkunn þó hann hafi leit-
að sér skemmtunar annars staðar. Þau bjuggu
saman á Hvítusléttu á stóru setri. En hann Iiafði
fengið sér leigt á Hótel Stynesant, og skrifstofu
hafði hann niðri á Broadway. Hann sagði þegar
ég fékk vinnuna: „Drengur minn, það er sama
hverju þú kemst að um mig, hvar ég bý eða hvar
ég vinn, hugsa þú ekki um annan stað en þenn-
an. Skiptir ekki máli hvað skeður við Árbakka-
braut, það þarf ekki að fara lengra.
„Yes, sir, herra Lloyd,“ sagði ég, því ég vissi
hvað til míns friðar heyrði. Svo ég kom aklrei
ná,lægt skrifstofunni hans eða sá neitt af hinu
fólkinu lians nema bílstjórann — og hann var
Japani.
Það eina, sem mér þótti að vinnnunni, var
að stundum kom liann með skelfing ódýrt kven-
fólk, nógu dýrt íyrir hann, en lélegt í sér. Vissu
ekki hvernig þær áttu að umgangast þjón. Ein
þeirra ætlaði að leika mig grátt, en ég aðvaraði
hana einu sinni í rólegheitum og herra Lloyd
ikom mér til hjálpar.
Sá gamíi sagði: „Þetta er enginn venjulegur
strákur. Hann er reyndar þjónninn minn, en
hann er að búa sig undir að verða tannlæknir,
og hann er jafnhvítur að innan og liann er dökk-
ur að utan. Farðu vel með hann, cða það er
mér að mæta.“ Og það leið ekki á löngu áður
en hann lét þessa döniu fara og náði í litla írska
stúlku, bláeygða, sem hann fór helvítlega
með.
Annað var það samt líka, sem mér geðjaðist
ekki að. Stundum varð ég að drekka einhver hel-
vítis ósköp með honum. Þegar hann var kven-
mannslaus varð hann göfuglyndur og fór að
tala um konuna sína, og hvernig hún hefði ekki
stigið í fæturna í átján ár og bara legið þarna
aftur á bak í rúminu. Þegar hann hafði haldið
þessu áfram í klukkutíma, vildi hann að ég
færi að drekka með sér. Og þegar hann var orð-
inn sæmilega hífaður, fór hann að tala um kven-
fólk yfirleitt, og spurði mig, hvernig þær væru
í Harlem. Þá sagði hann mér hvernig þær væru
í Montreal og Havana og Honolulu. Hann
hafði jafnvel haft tatarakvenfólk á Spáni.
Þá drakk hann og drakk og lét mig drekka
með sér. Og við urðum báðir svo fullir, að ég
gat ekki farið í skólann um morguninn og hann
fór kannski ekki á skrifstofuna allan daginn.
Um fjögurleytið lét hann mig nudda sig upp
úr spritti og síðan fór hann á Hótel Stynesant
og borðaði með fyrirfólkinu, sem hann þekkti.
Stundum sá ég hann ekki dögum saman. En
vanalega gaf hann mér þá einn grænan.
„Drengur minn, þú skalt aldrei tapa á að
vera með mér. Hérna!" og þá voru það fimnr
dollarar.
Stundum sá ég ekki herra Lloyd vikum saman.
Þá kom hann kannski eitt kvöldið með eina
fjöruga, og ég fór að blanda vín og smyrja brauð
og búa um rúmið. Þá var hópur af konum, sex
eða átta í röð í nokkra daga. Og ég var útjask-
aður að gefa þeim að borða og drekka. Svona
hélt hann áfram þangað til hann varð þreyttur
og náði í þær fínu aftur. Þá barði hann kannski
eina og sendi hana svo burt. Þá iirðum við full-
ir aftur. Þegar hann var orðinn allsgáður hringdi
hann í bílstjórann sinn og lét hann aka með
sig út á Hvítusléttu til að sjá hana gömlu sína,
eða niður á hótelið þar sem hann hélt til með
einkaritaranum.
Hann hafði svo helvíti mikla peninga, hann
herra I.loyd. Ég veit ekki hvernig fólk fær svo
mikið fé. En ég skipti mér ekki um það meðan
ég fæ eitthvað af því. Og hefði það ekki verið
vegna þessarar dökku stelpu, hefði ég það ágætt
enn.
Eg veit ekki livar hann náði í liana. í einum
næturklúbbnum í Harlem, býst ég við. Þau
komu inn með hávaða og látum um fjögurlevtið
einn morgun. Ég heyrði hana hlæja í dagstof-
unni og ég vissi að það var negrahlátur — eitt
okkar. Svo djúpur og skemmtilegur, það gat
ekki verið neitt annað. Ég fór auðvitað á fætur,
eins og ég gerði alltaf þegar ég heyrði lierra
Lloyd koma inn og braut dálítinn ís og náði
þeim í vín.
Já, hún var dökk, það var víst um það. Ein
af þessum gullbrúnu, eins og Alabamatungl. Lag-
leg stelpa. Ég hafði aldrei séð þann gamla svo
hamingjusaman áður. Hún lét hann hlæja og
kreista og kyssa til dögunar. Hún ktinni að haga
orðum sínum, stelpan, án þess að hægt væri að
hafa á því. En það varð honum að falli. Hún
liafði ekki til einskis unnið í leynivínsölunum
í Harlem. Jesús Kristur! Hún var eins og bland-
að væri saman gin og vermóð.
4 LANDNEMINN