Landneminn - 01.05.1954, Blaðsíða 8

Landneminn - 01.05.1954, Blaðsíða 8
Utan <f ,vi*£i Alþlngis 30. marx 1940 Undirréttur dæmdi í máli þessu hinn 25. marz 1950. Fjórir sakborn- ingar voru sýknaSir en hinir 20 voru dæmdir í samtals 88 mánaða fang- elsi. I þeim dómi voru sniðgengin öll ákvæði hegningarlaganna, sem heimila lækkun refsingar sökum per- sónulegra ástæðna. Hæstiréttur stað- festi að mestu fangelsisdóma und- irréttar, þyngir þá þó upp í 95 mán- uði samtals, en beitir ákvæðum um skiloxðsbundna dóma í málum átta sakborninga og lækkar reísingu tveggja sökum aldurs. Má því segja, að í heild sé niðurstaðan nokkuð svip- uð. En hvað um forsendurnar9 Þar verður allt annað uppi á teningn- um! í forsendum undirréttar bls. 366 segir, að ósannað sé með öllu, að samtök manna liafi staðið að óeirðunum, en í forsendum Hæsta- réttar bls. 5 segir hins vegai, að menn hafi bundizt samtökum í verki á staðnum um að veitast að Alþingi með ofbeldi. Með öðrum orðum: Hæstarétt og undirrétt greinir á um höfuðatriði málsins en það virðist bara ekki skipta neinu máli upp á niðurstöðurnar! Nú er það auðvitað hin mesta fjarstæöa, sem segir í forsendum Hæstaréttar um þessi samtök um árás á Alþingi, enda er þar. ekki stuðst við nein réttarskjöl, vitnisburð eða sönnunargögn, sem undirréttur byggði á, heldur er sldðhœfingin ein látin nægja! Hvorki meira né minna en 7 lögregluþjónar segja það fyrir rétti, að þeir hafi ekki orðið varir við- nein samtök um óeirðirnar og vissu um engan, sem hafði forustu um óspektir. Þessir lögreglumenn eru: Magnús'Eggertsson, Jón Hall- dórsson, Sigurður Ingvarsson, Ingv- ar Þorkelsson, Sveinn Sæmundsson Pálmi Jónsson og Guðbrandur Þor- kelson. Af vætti þessara öruggu Hér hefur dður verið skýrt frá því, sem gerðist innan veggja Alþingis 30. marz 1949 og þá stuðzt við Al- þingistíðindi. Nú er skýrt frá niðurstöðum þeirra mála- ferla sem hafin voru vegna atburðanna utan Alþingis- hússins þennan dag og og stuðst við forsendur og dómsorð undirréttar og Hœstaréttar. lögreglumanna og kvikmyndum af óeirðunum telur undirréttur sannað, að þarna hafi engin samtök verið að verki. Eitt vitni telur sig að vísu liafa orðið vart við samtök til of- beldisverka þennan dag. Það er Brynjólfur Brynjólfsson frá Hafn- arfirði, en hann sá 30 mann kylfu- flokk á göngutúr frá stæöi Hafnar- fjarðarstrætisvagnanna að Alþingis- húsinu, en þar stillti þessi herdeild sér upp fyrir framan aðaldvrnar! Þess er þó ekki getið í forsendum Hæstaréttar, að byggt sé á þessari frásögn! Ekkert er eins fráleitt og það, að þeir 24 menn, sem í þessu máli hafa verið sóttir sameiginlega til saka, hafi á Austurvelli 30. marz 1949 verið skipulagðir eða haft með sér samtök í verki um að veitast að Al- þingi með ofbeldi. Við skulum líta á málsatvik hjá hverjum fyrir sig. Fjórir eru sýknað- ir: Guðmundur Vigfússon, SigurSur Jónsson, Ilrcggvi'ður Stefánsson og Kristófer Sturluson. Steján Oddur Magnússon var sýknaður í undir- rétti, en í Hæstarétti dæmdur fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavík- ur fyrir að eiga hátalara þann, er ' Stefán ögmundsson talaði í gegnum til fólksins 30. marz. Ilálfdán Bjarnason kemur að Alþingishúsinu kl. að ganga sex um kvöldiö með fjölskyldu sína í leigubil. Af rælni og án samráðs við nokkurn mann fleygir Hálfdán reiðhjóli í Alþing- ishúsið, en fer síðan til lögreglunn- ar og segir frá atburðinum og biðst afsökunar. (30 daga varðhald). Guðmundur Jónsson var 16 ára 30. marz 1949. Hann var við Alþingis- húsið kl. um 6 um kvöldið og sagð- ist hafa hent einum steini í húsið i algeru hugsunarleysi. (Sekt). Hinir 17 voru dæmdir fyrir brot á 100. gr. hgl., eða árás á Alþingi. Eftir fjórum þeirra var bókað i réttarskjölin, að þeir hafi játað á sig eggjakast og moldarkast í gang- stéttarlið lögreglustjóra, sem vikið verður að hér á eftir, en það eru þeir Stéfnir Ólafsson (7 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og sviptur mannréttindum), Kristján GuS- mundsson (4 mánaða óskilorðs- bundið fangelsi), GuSmundur Helga.son (3 mánaða skilorðsbundiÖ fangelsi) og Páll Tlieódórsson (3 mánaða skilorðsbundiö fangelsi). Næstu tíu sakborningar komast í óeirðirnar fyrir tilverknað lögregl- unnar og hjálparliðs hennar. Stef- án Sigurgeirsson, kom á staðinn að beiðni formanna þríflokkanna til að vernda starfsfrið Alþingis með nær- veru sinni. Allt í einu ríkur að hon- um lögregluþjónn og slær hann í handlegginn. Stefán reiðist, tekur 16 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.