Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 7

Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 7
LANDNEMlN/y Ulg.: Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíalistá. Rilstjóri: Einar Bragi SigurSsson. 1.. tölublað 1955 9. árgangur „Imð þsirf að iiiyn«la pólití§kt bíindalag allra þjoðlegra vinstri afla . . Viðtal við Einar Olgeirsson, formann Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins. Árið 1954 hefur um margt verið tímamótaár í innlendum og erlendum stjórnmálum. Dregið hefur úr stór- veldaátökunum og þá um leið stvrj- aldarhættunni. Hafin hefur verið innanlands víðtæk samvinna í verk- lýðsmálum og í baráttunni fyrir uppsögn herverndarsamningsins, og tengja allir aðilar miklar vonir við þá samvinnu. Landnemanum hefur þess vegna þótt hlýða að snúa sér til formanns Sameiningarflokks alþýðu, — Sós- íalistaflokksins, og heyra skilgrein- ingu hans á ástandi og horfum. Fyrsta spurningin, sem við beinum til hans, er þessi: „Hvert virðist þér stefna í alþjóða- málum?“ „Friðarhorfurnar hafa farið sí- batnandi á árinu“, svarar Einar 01- geirsson. „Ráðstefnan í Genf og frið- urinn í Indó-Kína voru sigrar fyrir friðaröflin í heiminum. Stríðsgróða- hringir Bandaríkjanna eru sem stendur einangraðri en þeir hafa ver- ið um langt skeið. Hitt er annað mál, að friðaröflin hljóta sífellt að vera Einar Olgcirsson. á verði. Vopnahringarnir, sem ekki græða á öðru meira en hervæðingu, reyna að koma af stað stríði við Kína og vígbúa nazista Vestur- Þýzkalands“. „Telurðu ný viðhorf hafa skapazt í innanlandsmálum á árinu?“ „Alþýða manna hrökk upp við kosningasigur íhaldsins í fyrra og sá, að hið eina sem dugar er sam- eining verkalýðsins gegn auðvaldinu i Reykjavík og fylgifiskum þess. Það er þess vegna, að einingarhreyf- ingin innan verkalýðsstéttarinnar og samtaka hennar hefur unnið eins óðfluga á og kosningarnar til Alþýðu- sambandsþingsins og sigur vinstri aflanna Á þinginu bera vitni. Með þeim sigri hefur verkalýðsstéttin sýnt, að hún er því forystuhlutverki vaxin, sem hún hlýtur að skipa í viðureigninni við bandarískt og ís- lenzkt auðvald, að hún getur skapað það pólitíska bandalag, sem fylkja mun um sig millistéttunum“. „Hvert er þýðingarmesta verkefn- ið framundan?“ „AS létta hernáminu af þjóSinni. Áframhaldandi hernám býður þeirri hættu heim, að Island gangi íslenzku þjóðinni úr greipum. Bandaríska auðvaldið, sem færir nú út her- stöðvar sínar hér, hýst til að sölsa undir sig ýmis stærstu fyrirtækin, sem byggð verða í landinu, og ná algerum tökum á efnahag og stjórn- málum iþjóðarinnar. Það þolir enga bið, að bandaríski herinn verði rek- inn úr landinu og bandarísk ítök í LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.