Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 8

Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 8
'þjóSarbúskapnum algerlega brotin á bak aftur“. „En hvað um atvinnumöguleika og átvinnuöryggi verkalýðsins, ef hernáminu verður aflétt?“ „Það er staðreynd, að raunveru- legt kauj) verkamanna á Islandi hef- ur lækkað, síðan bandaríska auð- valdið fór að skipta sér af atvinnu- lífi okkar og launin fyrir átta stunda vinnudag hrökkva engan veginn til að framfleyta fjölskyldu. Og út uin allt land hefur atvinnuleysi vaxið og landflóttinn magnazt. Gerbreyt- ing getur orðið i þessum efnum, um leið og hernáminu er aflétt. Það er hægt að koma uj>|) fiskiðjuverum og fiskiskipastól um allt land, sem tryggði hæái næga atvinnu handa öllum og jafnframt betri afkomu en hernaðarvinnan getur boðið uj>p á. Það orsakast af þeirri staðreynd, að íslenzkur þjóðarbúskajmr tapar á því að láta menn vinna að hernáms- vinnu móts við hitt að láta menn vinna að fiskframleiðslu. Afköst ís- lenzkra sjómanna eru, eins og kunn- ugt er, margfalt meiri en þeirrar þjóðar, sem kemur næst á eftir okk- ur um 'afköst. En þessara afkasta þarf íslenzkur verkalýður að fá að njóta fyrir atbeina hækkaðra launa og bættrar lífsafkomu. Það, að mögulegt er að auka verulega fisk- framleiðslu okkar, verður rakið til 'þess, að sósíalisminn hefur sigrað í þriðjungi veraldar og opnað okk- urjþar óþrjótandi markaði. Hið svo- kallaða markaðsvandamál er þann- ig ekki lengur neitt vandamál. Is- lenzk alþýða verður aðeins að gæta þess, að hliðinu til hins sósíalistiska heims sé haldið opnu, en ekki skellt í lás af vanþekkingu þeirri og of- stæki, sem einkenna afstöðu mikils hluta auðmannastéttarinnar. Og fyr- ir þá íslendinga, sem muna enn krejijiuna 1930, sem muna enn, hvernig vonir jafnt verkamanna sem atvinnurekenda um efnahagsl'egaif framfarir og bætt lífskjör voru eyði- lagðar í kreppunni miklu í auðvalds- heiminum, er það stórkostlegt að geta nú horft fram á hraða alhliða nýsköpun í sjávarútvegi og þar af leiðandi í landbúnaði og iðnaði, ef þjóðin aðeins vill, ef alj)ýðan megn- ar aðeins sjálf að skaj>a pólitíska einingu til þess að knýja fram lausn þessara verkefna. Og um slíka lausn eiga jafnt verkamenn og allir þeir aðrir, er vilja efla íslenzka atvinnu- vegi, — bændur, útvegsmenn, iðn- aðarmenn og aðrir, — að geta staðið saman. En það er grundvallarskil- yrði allra framfara í íslenzku aG vinnulífi, að allri hervinnu sé hætt. Islenzkur Jijóðarbúskapur þarf á sérhverjum íslenzkum manni að halda. Og íslendingum vegnar bet- ur líkamlega og andlega í starfi við heilbrigða íslenzka framleiðslu en við spillandi bandaríska hernaðar- vinnu“. Þegar hér er komið, ér Einar 01- geirsson staðinn upp, gengur hægt um gólf og þurrkar gleraugun, um leið og hann talar. „Að hverju mun Sósíalistaflokk- urinn fyrst og fremst, einbeita kröft- um sínum á næstu mánuðum?“ „Það þarf að mynda pólitískt bandalag allra þjóðlegra og vinstri afla, sem vilja vinna að uppsögn her- verndarsamningsins, uppbyggingu atvinnuveganna, stórbættum kjörum verkalýðsins og gegn því auðdrottn- unarvaldi, sem nú er að grafa um sig í landinu. Slíka þjóðlega vinstri samfylkingu þarf að mynda sem fyrst, samfylkingu, sem komið gæti fram sem kosningabandalag gagn- vart landslögum. Þannig yrði sköpuð voldug og sterk þjóðfylking, sem boðið gæti íhaldinu byrginn og sigr- að það í kosningum. Til slíks sam- starjs er Sósíalistajlokkurinn ekki a&eins reiSubúinn, heldur lítur hann á />a& sem sitt höju&verkejni a& vinna að því a& slíkt bandalag komist ú fót“. H. ]. ÞORLÁKUR ÞÓRARINSSON: Við í lund, lund jögrunt, eina stund sátum sí& sáStíS, sól rann um hlíð; hlé var hlýtt þar; háar og bláar, Ijósar og grœnur liljurnar vœnar í laujgu&um skans þar báru sinn krans, sem brú&ir með glans búnar í dans; doppum dikandi, blö&um blikandi blómstur ilmandi við lyktu&um lands; heyr&um söng, list löng lék um kvistu frjóa, við urtastöng andjöng útpipla&i lóa með spóa munn-mjóa; kœnt við hann kjóa kváSu gaukar móa; sungu runnar, bungur, brupnar, haka&i vöngum sunna við sjóa- meS unnar iS fróa; jagurt var um flóa, formenn voru a& róa, hvíl blanka&i hafs brúna, heiS krúna lands-túna, logn dúna; liljum þeim er glóa nam gróa samþróa; kvikur són lék um lón, líkur þótti samtón við symfón og sönghörpu-nið um jrón. Gjó&i Þundar góð-hró&ug undi gló&a sunda rjó& slóS í lundi, hró&urs punda hljóð dundi, hló&u blundi IjáS sprundi, rjó&ur stundi, móð mundi rnyndað yndi jljóS. 4 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.