Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 9

Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 9
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON: Talað við fólk Það virðist vera uppi einhver mis- skilningur milli okkar, ungu málar- anna, og ykkar, fólksins —- eitthvað persónulegt sem veldur ruglingi, þrasi, jafnvel fullum fjandskap. Þetta þyrftum við að laga. Ég skal reyna að gera grein fyrir sjónarmiði okkar. Misskilningur þessi virðist okk- ur oftast sprottinn af háskalegum fordómum í okkar garð. Hvernig þeir eru tilkomnir og hverjir eiga sök á þeim, skal ósagt látið. Hitt er staðreynd, að þeir eru til — og við þurfum umfram allt að losna við þá, við og þið. Algengust ásökun á hendur okkur er sú. að við séum einsýnir, fana- tískir — að við sjáum ekkert nema okkar stefnu, eins og það er kaltað. Menn láta í ljós undrun, ef við dá- umst að eldra listaverki: Jæja, svo að þér líkar þetta. Það er ekki óeðlilegt að ungum málara sárni, þegar slíkri ásökiiii er slöngvað framan í hann, því oft og tíðum liefur hann lagt hart að sér í mörg ár til þess að gagnkynnast einmitt þessum verkum, sem hann á svo ekki að vilja sjá fyrir augum sér nú. I þokkabót er þetla oft sagt af mönnum, sem enga hugmynd hafa um öndvegisöðlinga málaralistar- innar, við getum nefnt t. d. Giotto, Francesca eða Mantegna — hafa ekki einu sinni heyrt nöfn þeirra nefnd, hvað þá að þeir þekki verk þeirra. Það er bezt að taka það fram strax til þess að forðast frekari mis- skilning, að frá mínum sjónarhóli er ekki til nema ein list, og hún á sér engan aldur, ekkert upphaf, eng- an endi — hún er, eins og sagt var um guð í gamla daga. Sumir eru að reyna að skipta henni í tvennt: gamla list, sem er Húröur Agústsson. góð, og nýja list, sem er slæm, eig- inlega alls engin list. Þetta er örugglega afleit skipting, því sérhver tilraun til að rjúfa sam- hengið í listum er skaðleg. Hitt er annað mál, að list skiptir um búning. Það er hin eilífa mótsögn listar, að hún þarf stöðugt að breyta um ham til þess að halda varanleik sínum, eins og skýin stöðugt að um- myndast, en þó alltaf söm: ský á himni. Það er því ekki alveg eins niðrandi og sumir ætla, þegar þeir tala um tízkustefnur og tízkufröm- uði í list. Fyrst er öll ný list tízka, hvað sem hver segir. Hitt er annað mál, að margt flýtur með og slitnar fljótt í þessum hamskiptum. En þegar hin síðasta og versta tízka, nú- tíma lisl (moderne kunst), hefur staðið í 50 ár eða meira, er hún ekki lengur tízka, heldur epóka eða tímabil, listsöguleg staðreynd. Við erum algerlega sammála Jóni Stefánssyni, að það skipti ekki máli, í hvaða búning mynd er klædd, sé hún aðeins gott listaverk. Þetta er auðvelt að segja, en þeg- ar til kastanna kemur og við höfum verkin fyrir framan okkur, verður allt erfiðara. Þá kemur svo ótal margt til greina: Ást manna á list- um yfirleitt, hve mikið þeir vilja á sig leggja til að njóta mvndarinn- ar, meðfætt skynbragð á form og liti, menntun, en umfram allt for- dómaleysi gagnvart hverri mvnd, næmni og undrun, eins og þegar menn nálgasl ókunnugt landslag. Hlutfallið milli gæða og úrkasts er hið sama og alltaf hefur verið. Til þess að geta greint kjarnann frá hisminu, þarf sömu natni, sömu gaumgæfni, sömu virðingu fyrir verki mannsins og sama lítillæti gagnvart því og alltaf hefur þurft. Enginn krefst þess, að allir lifi og deyi fyrir málaralist. En þeir sem það reyna eiga erfilt með að sætta sig við hina furðulega tíðu fullyrðingu, að þeir séu fífl af þeim sökum. LANDNEMINN 5

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.