Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 15

Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 15
Á síðnst liðnu sumri lézt í Þýzkalandi liinn mikli danski rithofundur M. A. Nexö í hárri elli. Landneminn birtir hér á eftir þriðja kaflann úr Dittu, eitt hið fegursta er Nexö hefur ritað. í himingeirnnum-.er hálfur annar milljarður stjarna og aS því er talið er hálfur annar milljarður manna á jörðunni. Jafnmikið af hvoru! Maður gæti freistazt lil að fallast á það sem hinir gömlu kváðu, að sérhver maður fæddisl undir sinni stjörnu. í hundruðum dýrmætra stjörnuturna, sem reistir liafa verið ýmist á víðlendum sléttum eða háuni fjallstindum um gjörvallan hnöttinn. sitja stórgáfaðir og hámerintaðir vísindamenn búnir fullkomnustu tækjuiri og skima nólt eftir nótt út í himingeiminn. Þeir kíkja og taka ljósmyndir, eru ævilangt fangnir af þessu einu: að veröa frægir fyrir að uppgötva nýja stjörnu, eitt himin- lungl enn — til viðbótar þeim hálf- um öðrum milljarði sem áður vár vitað að sveimaði þarna úti í geimn- um. Á hverri sekúndu fæðist manns- sál í heiminn. Nýtt Ijós er tendraö, stjarna sem mun ef til vill tindra óvenjuskært og hefur að minnsta kosti eigið litróf. sem hefur aldrei verið augum litið fyrr. Ný vera, er kannski á eftir að dreifa um sig liug- viti eða fegurð. kyssir jörðina. Það sem aldrei hafði áður sézt verður liold og blóð. Enginn er endurtekn- ing annars manns né verður nokk- urn tíma endurtekinn. Hver ný líf- vera líkist halastjörnum þeim sem aðeins einu sinni um alla eilífð snerta braut jarðarinnar og fara á örskotsstund yfir hana eftir björt- um vegi — leiftur er bregður sem snöggvast fyrir milli tveggja eilífða af myrkri. Trúlega er þá fögnuður meðal mannanna yfir hverri nýrri sál sem kviknar? Þeir standa þá auð- vitað með spurn í augum við vöggu hennar og leiða getum að því, hvað hin nýja vera muni boÖa? Æinei, maðurinn er engin stjarna sem hægt er aö geta sér frægð fyrir að uppgötva og skrásetja. Oftast er hann sníkjudýr sem læðist aftan að friðsömu, grunlausu fólki og verð- ur að laumast inn í heiminn með bellibrögðum — gegnum níu mán- aða langan hreinsunareld. Guð hjálpi honum, ef skilríki hans eru þar að auki í ólagi. Frumburður Sörínu hafði brotizt vasklega fram í dagsljósið. Eins og lax sem brýzt gegn straumi, hafði hún sigrazt á öllum farartálmum: afneitunum, gráti og eyðileggingar- lyfjum. Nú lá hún í vöggunni rauÖ og hrukkótt og átti að reyna að mýkja mannleg hjörtu. IJið borgaralega þjóðfélag gerði upp við hana sakir skjótt og vel: hún var hreint og beint sníkjudýr. Nýr einstaklingur er hlekkur í langri keðju. Tilkoma hans krefst jafnað- arlega, að fyrst hafi farið fram brúð- kaup og stofnun bús með öllu til- lieyrandi; honum fylgir vagga og barnavagn og — þegar fram líða stundir — nýir trúlofunarbring’’- hjúskapur og börn á ný. Þetta fer að miklu leyti út í veöur og vind,' þegar menn eru svo lítilmótlegir að fæðast utanveltu hjónabandsins eins og lilla dóttir Sörínu. Hún var allt frá fæðingu látin kenna á því, og ekkert tilfinninga- sjúkt tillit var tekið til algjörs varn- arleysis hennar. Óskilgetin stóð á miðanum sem ljósmóðirin afhenti barnakennaranum, þegar hún hafði tekið ámóti henni. Óskilgetin stóð einnig á skírnarvottorðinu. Það var eins og þau liefðu öll fengið högg- stað á einhverju, ljósmóðirin, kenn- arinn og presturinn; þau voru fyrstu sjálfkjörnu hefnendur hins borgara- lega þjóðfélags og slógu til hvít- voðungsins með góðri samvizku. Hvað stoðaði það, að litla krílið var getið af óðalsbóndasyni, úr því hann gekkst ekki við því, en keypti sig frá brúðkaupi og öllu s'aman? Hún var ókind, smánarblettur á þjóðfélaginu sem menn höfðu byggt upp með ærinni fyrirhöfn. Hún var móðurinni til engu minni ama en öðrum. Þegar sængurlegan var lijá liðin, komst Sörína að þeirri snjöllu niðurstöðu, að hún gæti sem bezt farið að heiman og unnið fyrir sér eins og hin systkinin. Ótti hennar við ókunnuga var algjör- lega horfinn. Hún fékk sér atvinnu uppi í sveit. Barnið varð eftir hjá gömlu hjónunum. Enginn í víðri veröld var hrifinn af litla anganum, afi hennar og amma í rauninni ekki heldur. Maren fór þó upp á loftið og gróf þar fram gamla trévöggu, sem í mörg ár hafði verið notuð undir garn og ýmiss konar drasl. Sören setti nýja klossa undir völlurnar, og með nokkurri fyrirhöfn tókst Marenu að venja gömlu þrútnu fæturna við að stíga vögguna að nýju. Auðvitað var barnið hka blettur á gömlu hjónunum — já, kannski aðeins þeim, þegar öllu var á botn- inn hvolft. Þau höfðu gert sér svo LANDNEMINN 11

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.