Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 16

Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 16
egar kvikmynd er gerð eftir frægu skáldverkl, er það jafnan viðkvæðlð, að hún geri þvi engan veginn fuilnægjandi skil. Heíur það og orðið mál manna um kvikmyndina Sölku Völku. Ekki er of- sagt, að engum hæfum kvikmyndasmið mundi detta í hug að gera skáldverki nein veruleg skil. Hann skapar nýtt lista- verk með hliðsjón af skáldverkinu, gætt eigin lifi sem lýtur lögmálum annarrar iistgreinar en bóímennta. Enginn skyidi ætlast til að Salka Valka verðí nein landkynning í ferðaskrifstofu- stii. Hún er sænsk smiði og listkynnlng, 'lslendingar og Kiijan skipa annað sæti. Það hafa sézt betri kvikmyndir en þessi, en óhætt er að skipa henni í fremstu röð. Hugdettur i fótógrafíu eru margar góðar og sumar ágætar einkum þar sem raflýsing er notuð, enda gefa rafljós ljósmyndara fjölbreyttari möguleika, þar sem hann getur ráðið stefnu ljósa og skugga. Þarria er eitthvað af islenzku skammdegismyrkri, sem sumir halda að sé raflýsing. Nærmyndir af andlitum (elose-up) eru oftast góðar. Klipping er oft all snubbótt og þess vegna gallar á ..continuity'' eða áframhaldi myndar- innar. Af leikendum gera þær eflaust bezt Sigurlina (Margareta Krook) og Salka (Birgitta Petterson). Salka hefur verið valin að fordæmi rússnesku realistanna og ítölsku neorealistanna. upprunalegir hæfileikar mótaðir á staðnum af leik- stjóra, Sigurlína aftur þroskuð og æfð ieikkona gædd miklum hæfileikum. Gunn- el Broström hefur útlltið á mótl sér I hlutverki Sölku, en kemst mjög sæmilega frá því, þótt hana skorti hinn primitiva yndisþokka Birgittu. Stelnþór (Eriik Strandmark) er öldublindur mest allan tímann og kemst hvergi nærri lslands- tröllinu Steinþóri sem við þekkjum úr sögunni. En hann leysir hlutverkið fullt elns vel og handritið gefur efni til, enda ágætur leikari. Hann er i alla staðl ógeð- felldur labbakútur andstætt okkar Stein- þórl sem er ekki alveg sneyddur þokka, Það er varla að ætlast til að hægt sé að nýta í einni mynd persónulegt drama Sölku Völku og hin þjóðfélagslegu átök, sem eru svo snilldarlega oíin saman hjá Kilj- ani. Myndin beinist að því persónulega og þar komum við að veikasta hlekk hennar. Arnaldur, glímukappinn sem lagði að velli Sölku, er þokukenndur og lítt sannfærandi, fuglinn er hvorki fugl né fiskur. Folke Sundquist á þar ekki sök á, hann hefur úr svo litlu að spila. Þar sem reynt er að stikla á stóru í þjóðfélagsmálunum verður þetta heldur lélegur grínleikur, kommúnistaræða Arn- aldar verður eins og heimdellingur sé að leika komma og semji sjálfir replik- urnar. Bogésen skýzt fyrir horn með allt sitt og verðum við hans litt vör. Semsé úr því þjóðfélagsátökin eru svo máttvana ættu hin persónulegu átök að vera því sterkari. En Steinþór og Arn- aldur eru engtr makar Sölku fullir eða ófullir og niðurstaðan því ekki sann- færandi. Þrátt fyrir þetta ei( myndin viða ofin lyriskum þráðum að efni tii, annars- staðar bjargar fótógrafían því sem bjarg- að venður. Tónlistin er mjög góð, engin tllraun til að brillera eða yfirgnæfa myndina heldur sem undirleikand! er dregur sig í hlé hvenær sem við á. D. G. miklar vonir um Sörínu, og þarna lá öll dýrðin: óskilgetinn krakki í vöggu! Menn skensuðu þau óspart — bæði konurnar sem skutust til Marenar til að spyrja: „Jæja, hvern- ig líkar þér að vera byrjuð að hugsa um ungbarn aftur í ellinni?" — og sjómennirnir sem Sören hitti niðri við höfnina eða inni í bjórkjallaran- um. Karlarnir glettust við hann góð- látlega: „Honum er fjandann ekki vorkunn — hann er ekki dauður úr öllum atðum enn! Sören á að veita einn hring!“ En þau urðu að taka því með þolinmæði, og það var nú ekki held- ur svo erfitt. Og þegar búiá var loks að rifja upp gömlu handtökin, varð anganórinn litli til að vekja til lífs- ins svo fjölmargt sem annars var lið- ið og gleymt. Það var í raun og veru eins og þau hefðu eignazt barnið sjálf — það yngdi upp heimilið á vissan háti. Það var gjörsamlega ómögulegt annað en láta sér þykja vænt um þessa litlu vamarlausu veru! 12 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.