Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 18

Landneminn - 01.01.1955, Blaðsíða 18
og „hugsjónum“. Þegar fulltrúar þess fólks, sem orðið hefur að þola hryllilegar þjáningar af völdum hinna nazistisku „ofurmenna“, setj- ast í dómarasæti, eru þessar dyggðir orðnar að stríðsglæpum og tákni hinnar dýpstu siðferðilegu niður- lægingar. Nú er spurningin: Er hér aðeins um tvennskonar viðmiðun að ræða, sem ekki verður gert upp á milli? Sama athöfnin er glæpur gagnvart annarri viðmiðuninni, en dyggð gagnvart hinni. Eru báðar viðmiðanirnar jafngildar? Er ekki hægt að gera upp á milli sjónarmiða nazistanna og dómara þeirra? Það er athyglisvert, að það verð- ur heldur lítið úr siðferðisstyrk hinna steigurlátu fulltrúa nazistíska hugmyndakerfisins, þegar á hólm- inn kemur frammi fyrir dómaran- um. Þeir eru ekki stoltir yfir „dyggð- um“ sínum, heldur leggja sig alla fram ujp að sýna fram á, að þeir hafi ekki unnið hinar siðferðilegu hetjudáðir. Séu verkin sönnuð á þá, reyná þeir að koma ábyrgðinni yfir á aðra. Þeir blygðast sín fyrir „dyggðir“ sínar og afneita þeim, jafnskjótt og þeir eru svijjtir vald- inu til að drýgja þær. Berum þetta saman við framkomu manna, sem eru fulltrúar fyrir önn- ur og andstæð hugmyndakerfi, manna eins og Gabriel Peri, rit- stjóra franska kommúnistablaðsins L’Humanité, sem dæmdur var til dauða og líflátinn af leppum naz- ista í I'rakklandi. Um leið og hann gekk í dauðann, lét hann eftir sig þann boðskap til frönsku þjóðarinn- ar, að ef hann ætti kost á að lifa lífinu í annað sinn og kjósa sér ör- lög, þá mundi hann velja sér ein- mitt þetta hlutskipti. Yér getum líka tekið kristnu píslarvottana til sam- anburðar, sem töldu sig lærisveina 'þess meistara, sem gefið hafði mönn- unum siðaregluna: „Það sem þér viljið, að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera“. Eða písl- Guðmundnr J. Gíslason: Lokaðar dyr Þýzkt leikrlt eftir Wolfgang Borchert, sýnt t Þjóðleikhúsinu. Leikrit hetta fjallar um strið og tor- timingu, vonbrigðl og dauða, en þó öðru fremur um afleiðingar striðs. Það er örvæntingaróp deyjandi manns andspæn- is fjandsamlegum heiml par sem allar dyr virðast honum lokaðar. ■ Ungur maður snýr helm eftir að hafa setlð i fangelsi frá striðslokum, löng ár. Hann hefur misst annan fótinn og ber klæði hermannsins. Ógnlr stríðslns sækja ákaft á hug hans þótt allir aðrir vlrðist hafa gleymt peim. Og ábyrgðin sem hvilir á honum eins og mara — ábyrgðin vegna ellefu mannslifa — er ekki annað en spaugilegt leikhúsefni samkvæmt skilnlngi ofurstans, sem hann hefur leltað til, og bó hefur ofurstlnn tvö þúsund iif á samvizkunni. 1 augum hans er stríð- ið ekki neinn blákaidur veruleiki, jafn- vel tvö þúsund mannslíf skipta hann engu máii. Hann lifir ennþá í blekkingarslag- orðum striðsáróðursins, ánægður yfir sinni persónulegu veigengni. En fyrir arvolta vísindanna eins og Giordano Bruno. Það er hægt að nefna ótal slík dæmi úr síðasta stríði og bar- áttusögu undirokaðra þjóða og stétta á þessari öld. Slíkar hetjusögur ger- ast nú næstum daglega í stéttabar- áltu hinnar sósíalísku verkalýðs- hreyfingar og í þjóðfrelsisbaráttu nýlenduþjóða. Öllum stundum ger- ast atburðir, sem virðast fjarstæða frá sjónarmiði þeirrar heimspeki, sem gerir eigingirnina að grundvelli allra mannlegra athafna. Menn eiga kost á ])ersónulegum frama og vel- megun og velja þjáningar, pvnting- ar og dauða, vitandi vits og að vel yfirlögðu ráði. Hvers vegna? Þegar menn eiga frjálst val og velja að vfirlögðu ráði, þá kjósa menn það, sem þeir telja meira virði, veitir lífi þeirra meiri fullnægingu. Þegar at- höfnin var ráðin, hafa siðferðileg verðmæti reynzt sterkari hvöt en þau tilfinningaöfl, sem annars eru sterk- iiinn unga mann heíur cnginn þörf. Hann fær enga vinnu. ÞaB er1 ekki striö lengur. Og ástvinirnir eru ýmist horfnlr eöa hafa gleymt honum: Foreldrar hans hafa orö- ið gjörningaveðrum nazlsmans að bráö og ókunnugt fólk hefur flutt í hús þelrra. 1 rúmið tll konunnar hans er kominn annar maður og sjálfur er hann reklnn á dyr. Og hér er hinn sami óvinur alls- staðar að verkl: stríðið, óvinur mann- legrar hamingju. En hins unga manns biður aðeins eitt: fljótið. Verk þetta er ekki að öllu leyti hent- ugt fyrir leiksvið. Það er fátækt af dramatískum átökum, enda skrifað að mestu í eintalsforml. Atrlðlð um draum- inn (undir lokin) er vafasamt. Það missir að nokkru marks og verður þreytandi. Víða gætir full mikið endurteknlnga. En þessir gallar eru smávægileglr. Verklð er borið uppi af slíkri sannleiksást, ádeil- an' á lifslygina svo hvöss og bitur að við hljótum að hrifast með. Það ber hins vegar hryggilegan vott um hve leiklistar- smekkur Reykvikinga er takmarkaður, að þessu ágæta verki skuli ekki hafa verið tekið betur en raun varð á. Bæðl sviðsetning og ieikur voru með ágætum, og er það Þjóðleikhúsinu til mikils sóma að hafa ráðlzt í að færa upp þetta verk. ust meðal lifandi vera, óttinn við þjáningar og dauða og hvötin til sjálfsbjargar frammi fyrir ógnum dauðans. Menn geta reynt að loka augunum fyrir slíkum staðreyndum vegna stétlarstöðu sinnar. En ef menn við- urkenna staðreyndirnar á annað borð, teljum vér það bera vott um andlega hrörnun og sjúkt vitundar- líf að kunna ekki að dást að slíkum siðferðisstyrk. Þrátt fyrir það, að saga slíkra manna er mikil liarm- saga, saga um þjáningar og dauða, veitir hún oss hina dýpstu fullnæg- ingu. Vegna hvers? Vegna þess að hún er saga um mikinn sigur, sigur í baráttu fyrir verðmætum, sem böðlarnir fá ekki grandað, enda þótt þeir þykist standa með sigurpálm- ann í höndunum. Hún orkar á oss sem mannleg fegurð og tign, eins og hún getur orðið fullkomnust. Það er af sömu ástæðu að mikil listaverk 14 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.