Landneminn - 15.02.1955, Blaðsíða 8

Landneminn - 15.02.1955, Blaðsíða 8
mun fleiri en á Búkarestmótinu, og verða þeir með ýmsu móti. T. d. gætu þeir byggingarverkamenn, sem yrðu í íslenzka hópnum, haft slík- an vináttufund með hópi byggingar- manna í Varsjá, kynnzt högum iþeirra og heimsótt í þessu sambandi vinnustað þeirra. Margvísleg önnur dæmi um möguleika í þessu efni mætti nefna. Einnig verða fundir æskufólks, sem hefur sömu áhuga- mál, t.d. fundir þeirra, sem hafa áhuga á ljósmyndun, bókmenntum, þjóðdönsum, svo að eitthvað sé nefnt. Slíkir fundir verða haldnir samkvæmt óskum þeim, sem fram koma í hinum ýmsu löndum, og er auðvitað þýðingarmikið, að þær komi snemma. Einnig verða haldnir fundir stúd- enta úr sömu háskóladeild. Mikið og gott tækifæri gefst kvikmyndaunnendum á mótinu, þar sem margir þátttökuhópanna hafa með sér kvikmyndir úr heimalandi sínu til sýningar á mótinu. Verða öll kvikmyndahús í Varsjá í gangi frá morgni til kvölds. Einkum mun verða þarna sérstakt tækifæri fyrir okkur Vesturlandabúa að sjá fjölda sýnishorna af kvikmyndafram- leiðslu alþýðuríkjanna og Sovétríkj- anna. Dagskráin gerir ráð fyrir fjölda minni atriða umfram þessa megin- iþætti, sem fara fram allt mótið. T. d. verður haldinn mikill grímu- dansleikur í hinum stóru skemmti- görðum við Vislufljótið, á kvöldin verður dansað á torgum og í dans- sölum, farið verður í leiki á götun- um, skemmtisigling á Vislufljótinu, farið verður í stuttar ferðir um ná- grenni Varsjár, og svo mætti lengi telja. Iþróttir. Ekki má gleyma íþróttunum í sambandi við mótið. Samtímis heimsmótinu fer fram í Varsjá stórkostlegt alþjóðlegt íþróttamót, sem er skipulagt af pólsku íþróttasamtökunum. Þetta mót verður að skipulagi og fjöl- breytni með sama sniði og Ólympíu- leikarnir og verður heztu íþrótta- mönnum allra landa boðin þátttaka í því. Mun hinum almenna þáttak- anda heimsmótsins þar með gefast einstakt tækifæri til að sjá marga af fremstu íþróltamönnum heimsins keppa. Auk þessara stóru íþróttaleikja fara fram vináttukeppnir í knatt- spyrnu, körfuholta, víðavangs- hlaupi, borðtennis og fleiri grein- um milli þátttakenda heimsmótsins, og er þar gert ráð fyrir keppnum milli íþróltafélaga, liða frá starfs- mannahópum frá ýmsum löndum o. s. frv. Hver þátttakandi heimsmótsins hefur tækifæri til að keppa um sér- stakt íþróttamerki, sem veitt verður fyrir lágmarksafrek í nokkrum greinum. Þátttaka héðan. Undirbúningur þátttöku héðan er nú hafinn, og hefur Alþjóðasam- vinnunefnd íslenzkrar æsku forystu í honum. Öllu friðelskandi fólki 14—35 ára er heimil þátttaka í mótinu, og skal í sambandi við þátttökutilkynning- ar, kostnað og annað bent á auglýs- ingu á öðrum stað hér í blaðinu. íslenzki hópurinn mun eins og á Búkarestmótinu taká þátt í dagskrá mótsins. Stofnaður verður kór með- al þátttakenda og skulu óskir um þátttöku í honum berast sem fyrst, helzt um leið og sótt er um þátttöku í mótinu. Þá mun þjóðdansaflokkur sýna íslenzka þjóðdansa, og ýmis- legt fleira verður undirbúið í sam- bandi við íslenzka dagsjcrá á mótinu. Þegar er sýnt, að þátttaka í íþrótt- um mun verða allmikil héðan, t.d. hefur knattspyrnufélagið Þróttur til- kynnt þátttöku knattspyrnuliðs (2. flokkur) í vináttukeppnum mótsins, og fleiri aðilar hafa látið i ljós á- huga á svipaðri þátttöku. Víst er það, að mjög stór hópur æskufólks hér mun hafa hug á að fara til mótsins, og er vissara að tilkynna þátttöku sína í tíma, þar sem sá möguleiki er ekki útilokaður, að undirbúningsnefndin hér neyðist til að takmarka þátttökuna vegna öiðugleika á að útvega nægan far- kost fyrir mjög stóran hóp. Að lokum þetta: Æskumaður! Ef þú hefur hug á að kynnast menn- ingu fjarlægra og ólíkra þjóða, ef þig langar til að kynnast lífskjör- um, starfskilyiðum og áhugamálum ungs fólks í fjarlægum löndum, t.d. alþýðulýðveldunum eða fjarlægum nýlendum í Afríku eða Asíu, ef þú vilt t.d. kynnast söngum indónes- iskrar æsku eða dönsum æskulýðs í Suður-Ameríku, ef þú vilt eignast vini í fjarlægum löndum, þá er heimsmótið í Varsjá einstakt tæki- Tæri, sem þú ættir ekki að láta ^anga þér úr greipum, ef þú hefur tök á að fara. Taktu þátt í undirbúningi mótsins. Gleymdu ekki, að þú átt hlutdeild í heimsmóti æskunnar, ef þú annt friði og vináttu æskulýðs allra landa, hvort sem þú ferð eða ekki. Þcir koiiia í haust Leikrit ettir Agnar Þórðarson, frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 8. jan. síðastliðinn. Leikritið íjallar um endalok hinna grænlenzku miðaldabyggða og tlldrögin einsog höíundurinn sér þau. En jafnframt talar verkið til okkar sem í dag lifum og er i senn viðvörun og boðskapur um friö og sættir á meöal bjóða. Kolbelnn, sonur smábónda, er um tíma meðal skrælingja en Grænlendlngar hafa gert út marga leiðangra til að herja á þá, og hefur Koibeinn orðið eftir í ein- um leiðangri. Þegar hann snýr helm aft- ur ber hann þeim vel söguna og heldur því fram að skrælingjar séu í verunni friösamir og vilji aðeins búa við sitt; Framh. & bis. 18. 8 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.