Landneminn - 15.02.1955, Blaðsíða 15

Landneminn - 15.02.1955, Blaðsíða 15
Hvernig er veðrið? Spyr sá sem ekki veit. En Adda Bára slökkvir fróðleiksþorsta þeirra sem frceðast vilja um veðrið. Auðvitað þekkjum við öll veðurfar- ið á tslandi eða svo finnst okkur vanalega. Það er aðeins þegar fróð- leiksfúsir útlendingar spyrja okkur, livort ekki sé ósköp kalt á íslandi, að við rekum okkur á vanþekkingu okkar. Við’ svörum að vísu strax: Nei nei. það er alls ekki kalt á ís- landi. En skvldi spvriandinn vera nokk'u nær? Ætli því sé ekki svipað fanð um kuldann og hitann og frelsið og ófrelsið. að einn telii kalt það sem öðrum finnst heitt. Við get- um brætt um hvað sé frelsi og hvað sé kalt. en við höfum þó aðra og betrj aðferð'. þe<mr um kuldann rnr að ræða. Við getum litið í veðurfarsskýrslur. Með aðstoð þeirra gæti t.d. Revkvíkingur, sem spurður væri. svarað hví til. að í Revk’avík væri meðalhiti júlímán- aðai- 11.3 stig og í kaldnsta mánuð- inum, janúar væri meðalhitinn -t- 0.6 sti'r. og ef hann væri ennhá fróð- ari gæti hann bætt hví við til þess að auka hróður okkar veðurfars, að á veturna væn t.d. mun kaldara í Osló og Stokkhólmi. En ef við værum á annað borð farin að hlaða í veðurskvrslum, gæt- um við ef til vill fundið svör við fleiri spurningum. Stundum þeo'ar austan ofsinn hefur slengt úrhellisrigningu yfir Revkvíkinga um hríð. má hevra þá stynja mæðulega: Hér er alltaf rok og rigning. Þetta vitum við sjálf að eru ýkjur, en ekki nema svona rétt hæfilegar ýkjur finnst víst flestum. Ef við spyrjum veðurstofuna rekum við okkur fyrst á það, að hún er alls ekki sammála reykjavíkurmálinu um Iþað, livað rok sé. Rok eða 10 vind- stig er það, þegar vindurinn geysist áfram 25-—29 metra á hverri sek- úndu eða rösklega 80 km. á klukkustund. Þá er vart stætt á her- svæði og stórar holskeflur myndast á sjónum. Þessi skilgreining mun vera í samræmi við mælt mál víðast hvar á landinu, og slík veður eru fremur fátíð. Reykvíkingar virðast aftur á móti kalla allan hann vind, sem að marki hlæs, rok. Þeirra rok er oftast 5—6 vindstig eða það sem veðurstofan kallar kalda og stinn- ingskalda. Þá er það rigningin. Það er ef til vill lítil huggun að sjá í einhverri skræðu, að venjulega detti ekki dropi úr lofti nema tæplega annan hvern dag í júní- og júlímánuðí og drottinn gefi okkur að jafnaði 22 sólskinsdaga í sömu mánuðum, þeg- ar heilt sumarfrí hefur ekki verið hundi út sigandi fyrir rigningaró- lund. Sannleikurinn er sá, að þó að skýrslur segi okkur, að svona sé þessu farið með veðrið að meðaltali, er veðrinu ósköp gjarnt að bregða sér þó nokkuð út fyrir þetta meðal- lag, og við erum orðin svo vön að veðrið sé að gera okkur skráveifur að venjulega erum við ekkert að velta því fyrir okkur, hvernig, standi á marglyndi þess. Stundum setjast menn jafnvel niður í algerri upp- gjöf fyrir hinu óskiljanlega veðri og segja með skáldlegum blæ: Vindurinn blæs, en enginn veit hvaðan hann kemur né hvert hann fer. Flestir hafa þó hugboð um að þrátt fyrir allt lúti veðrið einhverj- um lögmálum og einhver skýring muni vera til á marglyndi þess, og sú er vissulega raunin. Þrennt er það sem mestu ræður um veðrið: Misskipting á yl sólar- arinnar milli hinna ýmsu svæða á jörðinni, snúningur jarðar og mis- munandi loftþrýstingur. Loftþrýst- ingur er þungi þeirrar loftsúlu, sem hvílir á einum cm2 af yfirborði jarðar. Þessi þungi er sjaldnast mældur í kílóum eða grömmum heldur í millibörum. en einn milli- hari jafngildir 1.02 grömmum. Loftþrýstingurinn er alllaf nálægt 1000 millibörum eða rúmlega 1 kíló á cm2. Hann er þó nokkuð breytilegur bæði frá einum stað til annars og frá degi til dags á sama stað. Lægð er sögð á þeim stað. þar sem loftþrýstingurinn er minni en á nálægum stöðum og hæð á þeim stað, þar sem loftþrýstingurinn er meiri en á nálægum stöðum. Veðurfregnirnar hefjast alltaf með því, að tilgreint er hvar séu hæðir og lægðir. Þær hljóta því að vera miklu ráðandi um veðrið, og áhrif þeirra á vindinn má að minnsta kosti skýra á einfaldan hátt. LANDNEMINN 15

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.