Landneminn - 15.02.1955, Blaðsíða 16

Landneminn - 15.02.1955, Blaðsíða 16
Loftþrýstingurinn á einum og sama stað er sá samj í allar áttir. í lægðarmiðjunni virkar meðal ánn- ars kraftur út á við, og utan við lægðina virkar kraftur irin að lægð- inni. Þessir ytri kraftar eru sterkari vegna þess að utan við lægðina er loftþrýstingurinn meiri en inni í henni. Krafturinn inni í lægðinni fær ekki að fullu hamlað upp á móti ytri kraftinum og loftið þrýstist inn að lægðarmiðjunni. Þetta er svipað því, að 2 menn ýttu á sinn hvorn endann á priki. Prikið mundi óneit- anlega færast í áttina til þess sem minni krafta hefði í kögglum. En ekki kemst þó loftið langt áfram á braut sinni inn að lægðarmiðjunni, Iþví að nú grípur snúningur jarðar- innar í taumana og leitast sí og æ við að draga loftið til hægri miðað við stefnu þess. (Lesendum Land- nemans til huggunnar og sannleik- ans vegna skal þess þó getið að þetta gildir aðeins á norðurhvelinu, á suðurhvelinu er togað í allar hreyf- ingar til vinstri). Þessi togstreita millj snúnings jarðarinnar og lof't- þyngdarmismunarins leiðir til þess að loftið hringsólar kringum lægð- ir, þannig að maður sem snýr baki í vindinn hefur alltaf lægð á vinstri hönd. Margir hafa tekið eftir því, að allt veðvið er mjög háð því úr hvaða átt vindurinn blæs. Austan-áttinni fylgir oft óslitin rigning, með vest- lægri átt koma skúrir og hinum kalda norðan vindi fylgir oft sólskin hér sunnan lands. Með því að kynna sér uppruna lægðanna má skýra þetta fyrirbrigði. En sköpunarsaga þeirra er í fáum dráttum þessi. Loft, sem lengi hefur legið yfir kuldasvæðum hnattarins, er kaldara og þyngra í sér en loft sem komið er frá svæðunum umhverfis mið- baug. Nú er — sem betur fer fyrir okkur sem í nágrenni heimskauta- svæðanna búum — sífelld hreyfing F ylkingar f réttir Ægkulýðsfylkingin f Reykjavík er nú að kefja starf af fullum þrótti eftir jóla- hléið. liinn 23. l».m. verður á vegum Land- nemans efnt til kvöldvöku og bókmennta- kynningar í Tjarnarkaffi. Bjarni Bene- diktsson, Einar K. Laxness og Guðmund- ur Jóliannesson annast undirbúning kvöldvökunnar. Rætt verður um ritverk I*órbergs I»órðarsonar, lesið úr bókum hans, og inun höfundurinn mæta ú kvöld- vökunni. Að dagskráratriðum lolcnum verður stiginn dans. Verður efnt til kvöldvöku með svipuðu sniði mánaðarlega eftirleiðis. llinn 36. janúar eða 3. febrúar boðar Æ.F.R. til umræðufundar að Hótel Borg um efnið: ,,Getur lýðræðið aðeins þróazt I borgaralegu þjóðfélagi. Framsögumenn verða Björn Franzson og Björn I»orsteins- son. Að framsöguræðum loknum verða frjálsar umræður. Ilinn 30. janúar fer Æ.F.R. í heimsókn bæði í hinu kalda og hlýja lofti, stundum síga kuldatungur fram með nöprum norðangjósti, en oft er það hlýja loflið, sem sækir norður á bóginn. Þegar hinir mismunandi loftstraumar mætast blandast þeir ekki saman. Þar sem hlýja loftið sækir fram rennur það skáhallt up]> á við, það kólnar og vatnsloftið í því jréttist og fellur til jarðar sem regn eða snjór. Þar som kalda loftið sækir á brýzt það inn undir hlýja loftið og bvrlar því upp í háa skúra- flóka. Víglínan milli hlýrra og kaldra strauma getur þannig orðið mjög hlykkjótt og á henni myndast oft bylgjur, sem teygja sig langt inn í kalda loftið og í öldutoppinum myndast lægðin. Bylgjunni skolar áfram líkt og sjávaröldu og með henni berst lægðin. Venjulega ligg- ur sá meginstraumur, sem lægðirn- ar ber til austurs eða norðausturs. Framan til í lægðinni (miðað við stefnu hennar), þar sem hlýja loft- ið sækir á og óslitin úrkoma fellur til jarðar er samkvæmt lögmálinu til Kcflavíknr og efnir til samkomn f ungmennafélagshúsinu l>ar um kvöldið S samstarfi vi8 unga sósíalista á Suöur- nesjum. Æskulýðsfylkingin ú Akurcyri hcfur starfað vcl l>að scm af er vctrar. Lcs- hringir hafa komið saman á hverjum sunnudegi og vcrið vel söttir. Fylkingin tók þátt í sölu á iniðum í happdrœtti I»j6ð- viljans, og gekk salan betur en oft áður. Þá hefur vcrið nnnið að söfnnn undir- skrifta undir kröfnna um brottför hers- ins. Var S ráði, sfðast þegar til fréttist, að ganga með lista S öll hús S btenum, og tók Æ.F.A. að sér eitt hverfi. Stjórn Fylkingarinnar kemur saman vikulega. Hefur verið ákveðið að Iialda almennan dansleik einn sinni eða oftar eftir áramótin til fjáröflunar. Innlicimta félagsgjalda hefnr gengið ágætlega — um miðjan desember höfðu innhcimzt um 70% af félagsgjöldum fyrra árs. Á næstunni er ætlunin að koma upp bókasafni fyrir Fylkinguna og lcggja aðaláherzluna á pólitísk rit. Þá cr f ráði, að Æ. F. A. sjái að mestu cða öllu lcyti nm eitt hcfti afLANDNEMANUMá hessum vetri. um vindinn, sem blæs rangsælis kringum lægðina, austlæg átt eða suðaustlæg, og aftan til í henni, þar sem kalda loftið ryðst fram með skúrum, verður vestlæg eða norðlæg átt. Þegar við höfum komizt að raun um þetta gætum við spáð um veðrið fyrir næsta dag ef við aðeins viss- um, hvaða leiðir þær lægðir sem teiknaðar eru á veðurkort dagsins í dag munu velja sér og hve hratt þær munu fara. En þetta reynist veður- fræðingunum stundum ofviða eins og kunnugt er af veðurspám sem stundum bregðast, og er því senni- lega skynsamlegast að hætta sér ekki lengra á þessari braut inn í myrkviði veðurfræðinnar. En ef ein- hvern lesanda Landnemans skyldi langa til að fá einhverjar nánari frásagnir af veðurfarinu, eðli þess og orsökum mundi höfundur þessar- ar ritsmíðar með ánægju svara þeim spurningum sem bærust, annað hvort hér í blaðinu eða bréflega. Adda Bára Sigfúsdóttir. 16 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.