Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 4

Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 4
staðfesti það nokkrum árum síðar í skýringu á einmitt þessum bréfkafla: „Var um þessar mundir aðallega að skrifa „kvikmyndaleikrit“, en það mun glatað, var enda ómerkilegt.“ Ákveðnar bókmenntalesar fvrirætl- anir og vonir virðast því ekki hafa ver:ð honum eins fiarri í upphafi fyrstu Ameríkufararinnar og ætla mætti af pistlinum til Einars Ólafs. Allar þessar ráðagerðir fóru hine vegar í hundana. Halldór komst aldrei lengra en til Ellis Island, vegna þess að ameríska útlendinga- eftirlitið neitaði honum um land- vistarleyfi: „Ég var 20 ára og átti aungvan að í Ameríku, gat ekki heldur gefið upp neitt sérstakt erindi eða bánkakontó, svo beir sneru mér við til Þýskalands aftur.“ I júlíbyriun er hann kominn til Bo»-gunda’hólms. í bréfi þaðan til Eina^s Ólafs 3. iúlí kva’-tar hann sárlega yfir fátækt sinni. Hann seg- ist ekki geta hverfótað vegna fiár- skorts og erfiðleika. Hann telur sig aldrei framar á ævinni munu geta unnið fvrir svo miklu sem frímerki sem frjáls maður. Þegar hér var komið sögu. var hann hins ve<rar kominn driú<Tan spöl áleiðis á beirri braut, sem í lok árrins leiddi hann í faðm kat- ólk^u ki’-k'unnar. Um hennan hátt í þTóunarsögu hans verður fiallað s'ða-. Hér mun nú vikið að stærsta bókmenntaverki h3ns á árunum 1921 —22. Hið eirðarlausa flakk ung- linnsins á meginlandinu var iafn- framt för um hinn innrí heim, glíma við eigin vandamál og gátur tilverunnar. Síðar hefur hann vik- ið að reynslu sinni á umræddu skeiði í þessari samþjöppuðu lýs- ingu: I vofia styrjaldarsýnanna reyndl ég a8 drekk'a skynlunum mlnum i austrænni heimspeki (Weltverneinung) en hvar hJaut sá draumur aO enda nema t Schopenhauer? Heldur en glatast með öllu greip ég nú í angist minni dauðahaldi i vonina á oíurmennið. En hvað kom fyr- ir? Lærdómar þeir sem hafa verið dregnir út af tilraunum de Vries og Mendels sýndu mér elnn góðan veöurdag fram á að Darwlnisminn er nákvæmlega jafn- skeikull og fyrsta bók Móse en hver getur trúað á ofurmennlO upp úr þelrrl vltn- eskju? Jafnvel ekkl Nietzsche sjálfur! Svo að hin heilaga kaþólska klrkja bjargaðl mér frá aO veröa aö almennu dansíifli i miðe\Tópiskum nátthöllum —. Smásögurnar frá þessum árum munu að áliti höfundarins sjálfs hafa verið fremur veigalítill þáttur í störfum hans. I handritinu Rauda kveríð hefur hann gert fyrstu tilraun til bókmenntalegrar lýsingar á innri þróunarsögu sinni fram til þess tíma, er hann snerist til katólskrar trúar. I 4. Umhverfið í Reykjavík. Svartsýni og lífhrœðsla. Það er síður en svo meginhlutverk Rauða kversins að bregða upp raun- sæjum myndum af ýmiss konar um- hverfum. Höfuðáherzla er lögð á innra líf höfundarins sjálfs og and- lega þróun hans. En einstakar, mik- ið til sjálfstæðar skissur af ákveðn- um kringumstæðum og mönnum fljóta þó með, einkum frá skólaár- unum í Reykjavík. Vikið er t.d. að umræðuefnum i afmælisveizlu ungs embættismanns. Það eru ungir, frjálslyndir menntamenn, sem þar eru saman komnir: Riflst var um Það i bróðerni hvort Nietzsche værl Krlstur hinna komandl tima eða ,hinn fyrlrheitni' and-Krlstur. Einn skammaði Brandes, annar nefndi hann siðbótarmann. En allir komu sér saman um að Lenin væri freisishetja en ekkl bófi, stórmenni er tryöl á hugsjón. 4 áfr. Hið síðastnefnda var sérstaklega tímabært. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma á lýsingin við árið 1918, er hörkudeilur voru háðar í íslenzkum dagblöðum um bolsevismann. Hitt gæti fremur vakið furðu að minnzt er á Nietzsche og Brandes í sömu andrá; þeir virðast tæplega hafa getað verið mönnum svo ofarlega í huga einmitt um þessar mundir. En samstæða þessi er býsna táknræn fyrir snertingu íslands við evrópska menningarstrauma. Þeir leggja ekki alltaf leið sína norður þangað þeg- ar í stað og í réttri tímaröð. Skyndi- lega getur komið leysing í fljót þróunarinnar og margvísleg erlend áhrif, sem upphaflega voru sjálf- stæðar stefnur auðkennandi ákveðin tímabil, steypzt yfir landið í einum flaumi. Trúlega er þessú að nokkru leyti eins farið um flestar fámennar þjóðir, er byggja jaðra stórra menn- ingarsvæða. En sérstaklega áberandi hlýtur það að verða í litlu fjarlægu landi, er á sér jafn rótgróna. heil- steypta ^og sérstæða andlega menn- ingu og ísland. Á íslandi einkennist tímabilið frá aldamótum fram yfir fyrri heimsstyrjöld einmitt af því, að einangrun landsins var snögglega rofin á öllum sviðum. Heims- styrjöldin setur skýrari mörk milli gamals og nýs í sögu Islendinga en flestra annarra þjóða. Ekki má gleyma því, að árið 1918 vannst einn mikilvægasti sigurinn í þraut- seigri og rrarkvissri baráttu lands- manna fyrir þjóðfrelsi sínu. Þá varð ísland sjálfstætt ríki í konungssam- bandi við Danmörk. Halldór áleit s:g bersýnilega ekki hafa haft neinn verulegan ávinning af umgengni við jafnaldra sína í Reykjavík á því skeiði, er hér um ræðir: Ég umgekst einvörðungu háifmentaða menn, unga einsog ég var sjálfur, menn er lærðu og ætluðu sér að verða höfuð lýðsins og merkisberar þjóðarlnnar, ef vel tll vildi. Margt gott hefði mátt um þá segja, — áður hafði mér sýnst hlð besta um þá. Á marga þessara félaga hafði ég trúað eins og á hálfguði, nú döknaði snöggiega sýn min á Þelm, framferðl þeirra, svo andvaralaust, blés mér andúO I brjóst, já, næstum vlðbjóöl. 4 LANJDNEMJÍIN.

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.