Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 7

Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 7
ÞORSTEINN JÓlVATAIVSSOISí: Samliii^a alfiýðu er §igiirínn xím Ef við sem enn erum ung að árum lítum aftur í tímann til þeirra ára, þegar verið var að skipuleggja fyrstu verkalýðssamtökin í þessu landi, og berum saman kjör og réttindi alþýð- unnar — ,dægri stéttanna" — þá og nú, sjáum við, að þar hefur miki.1 breyting á orðið. Þá var verkafólk- ið ekki samningsaðili um kaup sitt og kjör. Atvinnuveitendur ákváðu sjálfir launin, og þá var oft 6mátt skammtað. Vinnutíma ákváðu þeir einnig að eigin geðþótta. Kaup- manna- og embœttismannastéttin hafði öll völd í sínum höndum og notaði þau, eins og peningavaldið hefur alltaf leitazt við, til að halda öðrum í fátækt og fáfræði, svo að völdum þess væri engin hætta bú- in. Möguleikar alþýðuæskunnar til menntunar og menningar voru þá litlir sem engir. Foreldrar gátu ekki kostað börn sín til náms, og ógerlegt var að vinna fyrir námskostnaði með sumarvinnu sinni. Iíúsakynni voru lítil og léleg, matur oft af skomum skammti. Hér hafa miklar breytingar orðið síðustu áratugina, stórfelldastar þó þau tvö ár, sem Nýsköpunarstjórnin sat að völdum. Margir og merkir sigrar hafa unnizt. Verkafólkið hef- ur fengið samtök sín viðurkennd sem samningsaðila um kaup og kjör. Afleiðingarnar eru stórbættur aðbúnaður alþýðu. Flestir hafa nú nóg til hnífs og skeiðar. Húsakynni hafa almennt breyzt mjög til hins betra, enda þótt margir búi enn við Þorsteinn Jónatansson. algerlega óviðunandi húsnæði. Af- staða æskufólks til menntunar hef- ur og stórum batnað og er þó enn breitt bil óbrúað milli möguleika barna alþýðunnar annars vegar og barna auðstéttarinnar hins vegar. Við, sem lítinn eða engan þátt höfum tekið í þessari baráttu, höf- um gott af að líta aftur í tímann og hugleiða, hve feiknamikil vinna liggur að baki þeim sigrum, sem samtök alþýðunnar hafa unnið á liðnum áratugum þessarar aldar. Það erum við, sem fyrst og fremst njótum góðs af þeim. Okkur ber að þakka þá sigra, sem unnizt hafa, standa um þá traustan vörð og vinna aðra nýja unz takmarkinu er náð: Jafnrétti allra stétta þjóðfélags- ins. Við þekkjum nöfn helztu foringj- anna í réttindabaráttu alþýðunnar og vitum, að þeir hafa helgað þess- ari baráttu mikinn hluta starfskrafta sinna gegn litlum og iðulega engum launum öðrum en þeim að sjá ár- angur verka sinna. Þessum mönnum skuldum við miklar þakkir. En það er ekki nóg að eiga hæf- um og fórnfúsum leiðtogum á að skipa. Þeir einir eru lítils megnugir nema að baki þeim standi alþýðan samstillt og einhuga. Þá fyrst er stórra sigra von. Það eru hinir nafn- lausu hermenn stéttabaráttunar, sem úrslitum ráða. Éf Verkalýðshúsið hér á Akureyri mætti mæla, gæti það sagt okkur sögu margra slíkra — verkamanna, sem aldrei glúpn- uðu fyrir hótunum um atvinnumissi, hopuðu hvergi undan vopnuðum sveitum hvítliða og lögreglu, létu jafnvel ekki bugast þótt tilraunir væru gerðar til að drekkja þeim hóp- um saman í höfninni, eins og eitt sinn var reynt í vinnudeilu hér á Akureyri. Verkalýðshúsið gæti sagt okkur frá mörgum slíkum hetjum, sem í vinnudeilum hafa haldið til innan veggja þess nætur og daga milli þess sem þeir stóðu verkfalls- vaktir víðsvegar um bæinn. Þess eru jafnvel dæmi, að menn hafa lagt svo hart að sér undir slíkum kring- umstæðum að kostað hefur þá heilsu og líf. Vonandi verður þessi hetju- LANDNEMINN 7

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.