Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 14

Landneminn - 01.04.1955, Blaðsíða 14
En í undirmeðvitund hans halda áfram háttbundnir rykkir: einn — tveir, einn — tveir, einn — tveir. Andvakan snýst upp í ruglingslega drauma og rykkirnir verða að fóta- taki ógnarlegs mannfjölda, sem þrammar taktfast framhjá, einn — tveir, einn — tveir; kröfuganga verkamanna, eða hvað? En nú sér hann að þetta er ekki verkalýðskröfuganga, heldur skrúð- ganga betri borgara og lýðræðis- sinna og þeir bera ekki fána eða kröfuspjöld, heldur hefur hver og einn á lofti ausur, þvörur eða skaft- kústa, svo að það er sem skógur yfir að líta. Og nú skiptir fylkingin um svip, því á eftir fara betriborgara frúr og lýðræðissinnakonur í stór um breiðum — og hvað er að sjá þetta — allar með klyfbera, já hver og ein einasta með sinn klyfbera á bakinu. Óskapleg stórframleiðsla var þetta á klyfberum. Þar á eftir fer mikil og glæsileg fylking manna, og hann þekkir strax að þetta eru félagar lýðræðisfélags- ins og í fararbroddi er formaður flokksins, þingmenn hans og bæjar- fulltrúar og annað stórmenni. En göngulag þeirra virðist svo afar einkennilegt, og nú sér hann hvað veldur; þeir eru allir, hver og einn eineisti í tágahöftum. Þarna hoppa þeir í röðum og breiðum með hátíðlegum alvörusvip, allir heftir í splunkunýjum tága- höftum, sniðnum fyrir útlend hross. Allt í einu er hann kominn inn í fylkinguna, heftur eins og hinir og fer að hoppa í takt við þá. En nú verður hann þess var, að enn kemur mikil fylking manna og er með nýju sniði. Þetta eru allt verka- menn og Siggi kommi í fararbroddi og þeir syngja hástöfum úr passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar: „Þeir, sem fátækan fletta fé“ o. s. frv. F ylkingar f réttir Umræðufumlur SamTÍnnuncfndar andstæðlnRa hersetu lslands um uppsögn herTcrndarsamninRslns. Samvlnnunefnd andstæðlnga hersetu á lslandl, eíndl tll almenns umræðufundar i Brelðflrðlngabúð 3. febrúar s.l. um uppsögn Herverndarsamnlngslns. Fram- sögu höfðu Inglmar Slgurðsson frá Mál- fundafélagl Jafnaðarmanna, Hallberg Hallmundsson frá Félagi ungra ÞJóð- varnarmanna og Haraldur Jóhannsson frá Æskulýðsfylkingunnl. Að ræðum framsögumanna loknum urðu allmlklar umræður. Alger einhugur ríkti á fundinum. I Krindrcki Æ.F. til Vcstmannaeyja. KJartan Ólafsson stud. mag. fór 13. febrúar til Vestmannaeyja erinda Sam- bands ungra sósíalista. Heldur hann fundi með Æskulýðsfylkingunni I Vestmanna- eyjum og vlnnur að Þvi að koma á fót leshrlngum og sjálfsnámshópum i verka- lýðsmálum, stjórnmálum og sósiallsma meðal ungra sjómanna og verkamanna i Eyjum. Æ.F.B. fær lftinn fundarsal til nmráða. Æskulýðsfylkingunni i Reykjavik hefur verlð boðlð að taka á leigu risloftlð að Tjarnargötu 20, sem Minningarsjóður is- lenzkrar alþýðu um Slgfús Slgurhjartar- son festi kaup á i fyrra sumar, og hefur hún tekið því boði. Það hefur orðið að ráði, að félagar Æskulýðsfylklngarlnnar vinnl að lnnréttingu rlsloftsins í sjálf- boðaliðsvinnu, en innréttingin verði siðan metin og látln koma í stað lelgu um eltthvert umsamlð skeið. Formaður nefnd- ar þeirrar, sem sér um lnnréttinguna er Hannes Vlgfússon rafvirkl. Hcimsókn Æskulýðsfylkingarinnar f Bcykjavfk til Æskulýðsfylkingarlnnar á Suðurnesjum. Sunnudaginn 30. janúar s.l. fór Æsku- lýösfylklngln i Reykjavik i helmsókn tll Æskulýðsfylkingarinnar á Suðurnesjum, sem af því tilefni efndi tll skemmtunar i Ungmennafélagshúslnu i Keflavik. Á dag- skrá var m.a. ávörp flutt af Haraldi Jó- hannssynl og Herðl Bergmann og frá- sögn Bjarna Benedlktssonar frá Austur- Þýzkaiandl. Aðsókn að skemmtuninni var góð, og þóttl hún takast mjög sæmilega. Getur lýðræði þróazt f borgaralegu þjóðfélagi? Miðvikudaglnn 26 .janúar s.l. efndi Æskulýðsfylkingin i Reykjavik til um- ræöufundar að Hótel Borg um efnlð: Gctur lýðræði þróazt f borgaralegu þjóð- fólagi? Frummælendur voru þeir Björn Franzson og Björn Þorsteinsson. Fundur þessl var vel sóttur, en umræður urðu mlnnl en vonlr stóðu til. Æskulýðsfylk- ingln i Reykjavik mun þó efna til fleiri slikra umræðufunda. Á þelm næsta verð- ur sennllega fjallað um marxisma og menningarmál. Kvöldvökur með bókmcnntakynningu. Kandneminn tók upp þá nýbreytni sunnudaglnn 23. janúar aö efna tll Framhaid á 18. síðu Og guð sé oss næstur — allir hafa iþeir spánný hakasköft reidd um öxl. Dauðans angist grípur hann og hann hljóðar hástöfum upp yfir sig: — Þeir koma, þeir koma! Og hann ætlar að taka til fótanna í ofboði, en kemst ekki fet úr sporunum, hann er þvældur í tágahaftinu og fæturnir vöðlast máttlausir undir honum.jl Hann hljóðar hærra og hærra: — Þeir koma, þeir koma! Allt í einu hrekkur hann upp við það, að frúin hristir hann ákaflega og kallar í eyra hans: — Hvað er þetta Tómas? Guð hjálpi mér. Því læturðu svona óskaplega í rúminu, elskan mín? Bæjarfulltrúinn er dálítið ringl- aður fyrst í stað, en áttar sig von bráðar, andvarpar feginsamlega og anzar í syfjulegum nöldurtón: — Æi — það var ekki neitt. Mig var víst að dreyma eitthvert rugl — og svo þrengir þú svo að mér í rúm- inu. Frúin andvarpar við og færir sig hógvær og undirgefin út að sínum rúmstokki, eins langt og mögulegt er. Tómas Hálfdánarson bæjarfulltrúi hagræðir sér í hvílunni og heldur áfram að njóta svefns og hvíldar, liggjandi á sínu breiða baki, sem aldrei kiknar undan þunga skyldu og ábyrgðar. 14 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.