Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 3

Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 3
landnemin/v Útg.: ÆskulýSsfylkingin — samband ungra sósíalista. Ritstjóri: Einar Bragi SigurSssoru r rkvstj.: Brynjólfur V. Vilhjálmsson. Áb.: Forseti ÆskulySsjylkingarinnar. 4. tölublað 1955 9. árgangur Á verkfallsverði egar ég kem inn í varðstoíu verklalls- manna að Hverfisgötu 21 skömmu fyrir miðnætti er þar fyrir margt manna, flest ungir menn i loðúlpum, búnir undir langa varðstöðu í næturnepju úti á bjóðvegum eða eftlrlltsferðir um bæinn og nágrenni: verkfallsverðir. Allur þorri þeirra en ungir dagsbrúnarmenn, en einn- ig bregður hér fyrir stúdentum, ungum skáldum, skólaplltum og iðnnemum, sem eiga ekki í verkfalll sjálfir, en skilja að barátta verkalýðsstéttarlnnar fyrir bætt- um hag, aukinnl hlutdeild í arði vinnu sinnar, er einnlg háð i bágu belrra og vilja reyna að gjalda fyrir sig að nokkru. Tvelr menn sltja vlð borð með doðranta í fyrlr og búnir aö munda penna i stað páis eða sleggju. Annar skrifar nöfn allra sem ætla að halda verkfallsvörð í nótt, hinn hvar þeir elgl að gegna störfum, hvaða bílum þeir hafi yfir að ráða, hve- nær þurfi að leysa þá af. í litlu herbergi inn af varðstofunni er verið að hita kaffi handa þeim sem koma kaldir ,,heim“; hinir fá sér i fantlnn líka meðan þelr bíða. Hér rekst ég á yngstu skáldkonu landsins, Þóru Elfu. Þótt hún sé eina konan i hópnum er hún ekki sett i elda- mennsku (enda ætlar hún á bændaskóla. en ekki kvennaskóia, þegar hún hefur aidur til). Hún seglst ekkl kunna að laga kaffi, en ætla að standa verkfailsvörð með félögum sínum af hinu kyninu. Vegurinn er lokaður. Það er verið að senda llðsauka upp að Geithálsi. Vlð förum fimm saman í bíl. Við ökum inn Suöurlandsbraut og áfram sem leið llggur. Það er lítll umferð á vegunum. Bæði er áliðlð kvölds og bensin mjög tekið að þrjóta. Þegar við höfum ekið stundarlengl sjáum við hvar litill varðeldur brennur vlð veginn. Logarnir blakta lítið eitt í andvaranum; bjarma írá Dálinu slær á andlit nokkurra manna sem standa umhverfis það i náttmyrkr- inu; aðrir sitja á jörðinni og hallast upp að hrörlegum skúr sem stendur við veg- brúnina. Við stigum út úr bílnum og kösium kveðjum á mennina. Fjórum t.unnum fullum af grjóti hefur verið rað- að á veginn; á þeim liggja sver tré. Rauð ljóstýra hangir í staur á miðri brautlnni til viðvörunar: vegurinn er lokaður. Þegar okkur ber að kemur hlaðinn vörubíll akandi á leið í bælnn. Tveir verkfallsvarðanna ganga til móts vlð hann og gefa bílstjóranum merkl með IJóskerl um að nema staðar. Hann gerir það og gefur umyrðalaust leyfi til að rannsaka varninginn. Fleiri verkfalls- verðir koma félögum sínum til aðstoðar. Bíllinn er að koma frá Akranesl fermd- ur nýjum íiski, salti, hvalkjöti og öðrum matvælum. Sumt af þessu er bannvara. Einn verkfallsvarðanna tekur sér sætl við hlið bílstjórans og segir honum að aka niður á Hverfisgötu 21 til viðtals vlð fulltrúa verkfallsnefndar. Hindranirnar eru teknar af vagninum og bílnum hleypt i gegn. Rifjasteik á steinaldarvísu. Við söfnumst umhverfis bálið, tuttugu menn. Það er skrafað um nýjustu tíðindi. Fyrr um kvöldið hafði elnhver ofstopi komið akandi að austan með bensíntunn- ur á palli. Hann skeytti ekkl hlndrun- unum, heldur ók á þær og tókst að brjótast í gegn. Nú er búið að styrkja Framh. á bls. 16. LANDWEMINN 3

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.