Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 4

Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 4
„Stefnir — í rétta Hafin er í höfuðstað'num útgáfa tímarits á morgunblaðsfæreysku, og stefnir það í rétta átt að eigin sögn. Ritstjórar þess eru hr. Schram (framborið skram), hr. Johannessen (á ísl. Jóhannesson) og hr. Thorar- ensen (á ísl. Þórarinsson). „gundvöllur fenginn undir stórrekstri" — hendur studdar „af ráð og dáð" Oss hefur borizt í hendur síðasta hefti ritsins, og hefst það „á mark- aðstorgi“ eins og vera ber, þar eð heimdellskir standa að útgáfunni. Er þar „mikið um að vera.“ Á næstu síðu eru hins vegar skollin á mark- aðsvandræði, enda íslenzkar land- búnaðarafurðir á boðstólum. I greininni „Unga fólkið og sveitirn- ar“ bendir hr. Schram, sem stundar laganám í Reykjavík, á nokkrar ein- faldar aðferðir til að stöðva flótt- ann úr sveitunum: Er sú ein „að brjóta óunnin lönd undir plóginn.“ Hingað til hafa íslenzkir bændur verið að burðast við að brjóta land með plógi, en hitt er auðvitað stór- um hyggilegra að brjóta Iandið fyrst og plægja síðan. Önnur er sú „að styðja starfsfúsar hendur af ráð og dáð til verka.“ Ætti nauðsyn þess að vera hverjum manni ljós, því hér þarf „sívaxandi framfarir til þess að landið verði ræktað í hlutfalli við fólksfjölda,“ eins og höfundur- inn kemst réttilega að orði, án þess að skýra þó nánar frá hlutfallstöl- unni. Hr. Schram getur þess, að flestum ungum mönnum sé um megn að reisa nýbýli vegna fjárskorts. Vér vildum því benda hinum áhugasama búnaðarfrömuði á, að milli Skjálf- andaflóa og Eyjafjarðar eru þrjár sveitir, Þönglabakkasókn, til sölu (fyrir 500 kr., að því er oss hefur verið tjáð). Er hér kjörið tækifæri fyrir ungan hugsjónamann að „reisa í verki viljans merki — vilji er allt sem þarf.“ Þar eð sveitirnar þrjár eru í eyði, yrði hann í bókstafleg- um skilningi sjálfkjörinn hrepp- stjórl og oddviti í þeim öllum. Ætti hann að geta bjargazt þolanlega af þreföldum hreppstjóralaunum og þreföldum oddvitalaunum að við- bættri umbun fyrir hundahreinsun og aðra minniháttar þjónustu. Auk þess fylgja Þönglabakkasókn marg- vísleg hlunnindi, svo sem silungs- veiði, reki o.fl. Gæti hann því stundað landbúnað endurgjaldslaust, og ættu þá búsafurðir úr sveitum hans að seljast greiðlega utanlands en „þá fyrst, þegar íslenzkar land- búnaðarvörur eru orðnar samkeppn- isfærar á erlendum markaði er grundvöllur fenginn undir stór- rekstri og fjárhagslegri velmegun íslenzks landbúnaðar“ — og væntan- lega einnig undir Gunnari Schrami. „vínviðarteinungar vafurþóttans" og þráin „innan í loðkápunni" Saga er í heftinu eftir Gunnar Gunnarsson, skrifuð að nokkru leyti á fagurri plattþýzku eins og Brim- henda og fjallar um þrána: „Hún átt“ ? er sú rót er renna af skrautlilja trú- arinnar, þyrnirós efans, krossmaðra einfeldni og auðmýktar, státpálmar rembings og reiði, hið ilmandi baunagrsis Ijúflyndis og léttúðar, tregans þúsundblóma þyrnikjarr, sí- græn barrtré naumlyndrar nægju- semi, gegndarlausir vínviðarteinung- ar vafurþóttans, sólgullið fíflastóð heilsu og þolgæðis, kryddsveppir líkamsfjörs og lasta“ — og er þó ekki öll flóran upptalin. „Innan í loðkápunni er einnig um þrá að ræða, að vísu sérstakrar tegundar.“ „Hitt er svo annað mál, hvaða mað- ur eða hvort nokkur maður fyrir finnst innan í nýju fötunum.“ „Ströndin ílengist, þar sem hún er niður komin“ — og verður vafa- laust ærið ílöng þegar fram líða stundrr. Gísli Jónsson, heyrari frá Hofi, á hér frumlegt Ijóð um síldina í sjónum, og verður fráleitt um það efazt, að Jón Helgason hafi snemma lesið það í handriti og margt af Gísla lært, að ekki sé meira sagt. Eins og vorir gömlu og góðu jóla- sveinar eiga morgunblaðsfæreyskir einnig sinn Gluggagægi. Er það hr. Thorarensen, og kíkir hann gegnum bambustjald. langspilið nemur land í Japan „I húminu“ heitir japönsk saga eftir Tatsuzo Ishikawa, en þýðandi lætur fyrir hógværðar sakir nafns síns ógetið. I sögunni eru setning- ar tvær sem letra ætti á bautastein 4 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.