Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 6

Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 6
Hugleiðiiig'ar um kalda itríðið i íilenzkum listum Því er ökki að leyna að undan- farin ár hefur geisað nokkurs kon- ar kalt stríð milli ungra listamanna á íslandi og fjölmagra þeirra er kallaðir hafa verið til að láta ljós sitt skína yfir íslenzka list í orði og lit. Stundum hefur það jafnvel orð- ið dálítið heitt. Ég hygg það sé heldur ekki ofmælt að fólkið í land- inu hafi almennt ekki tekið ungum listamönnum jafnopnum örmum og stöku sinnum áður hefur orðið raunin á. Þeir sem lengst hafa geng- ið um ásakanir á hendur ungu listafólki hafa sakað það um ann- að tveggja: heimsku, eða ótugtar- skap er beindist að því að spila með fólkið, hafa það að fíflum. Og ég hef heyrt fjölmarga gegna menn í alþýðustétt, svo sem prentara og búðarmenn, láta í ljós samúð með þessum skoðunum. Hér er uppi mik- ill misskilningur, að ekki sé dýpra í árinni tekið. Vitaskuld getur ekki skyndilega risið upp heil kynslóð listamanna er sé annað hvort svo vanburðug eða ótugtarleg, að ekki sé annað við hana að gera en vísa henni í yztu myrkur umsvifalaust. Ef þannig væri í pottinn búið um þá er helga sig listum, gæti ástæð- an ekki verið önnur en sú að þjóðin í heild hefði úrkynjazt á einu auga- bragði svo að segja — og er hart að þurfa að snúa ræðunni inn á slíkar brautir. Hitt er jafnvíst í dag o<g það hefur alltaf verið að lista- menn eiga þá ósk fremsta að njóta trausts og ástar þjóðar sinnar; og ég vil meina að upprennandi lista- fólki á íslandi í dag sé ekki minni listræn alvara en fyrri tíðar mönn- um eða þeim er nú teljast ek'ki leng- ur ungir. Það er enginn raunhæfur möguleiki á því að fólkið í landinu sé á sama eða jafnvel hærra þroska- stigi og verið hefur — allt nema skáldin, eða þeir sem gefa sig út fyrir að vera skáld: þeir séu skyndi- lega orðnir úrættir vesalingar eða ótugtir. í stórum dráttum má segja að skáldskapur sé einungis útkoman úr andlegu lífi þjóðarinnar — það eru einmitt skáldin og listamenn- irnir sem reikna dæmi andlegs lífs með þjóð sinni á hverjum tíma. Hitt ætti þá einnig að vera aug- Ijóst að þeir sem fjalla um listir og skáldskap á opinberum vettvangi gera sér ekki allt í einu og upp úr þurru leik að því að neita listafólki um viðurkenningu sína; og það fær mig enginn til að trúa því að prent- arar og búðarmenn séu skyndilega orðnir afhuga list almennt. Við vit- um öll mætavel að skáldverkum flestra ungra höfunda er sýnt tals- vert tómlæti nú til dags; og það sem ég vildi segja er þetta: ef ung- um listamönnum þykir eitthvað á skorta um vinsældir sínar, sölu verka sinna, eru þeir skyldir að líta einnig í eigin barm — ekki síður en þeirra er skyldu hafa keypt verk þeirra. Ef eitthvað brestur á um gagnkvæman skilning, er vænlegast til árangurs að hvor aðili leiti fyrst sinnar eigin sakar. Ég hlýt að ganga út frá því að skáld og alþýða vilji standa saman sem forðum, í blíðu sem stríðu; og kemst hvorugt af án hins. Ef fálæti kemur upp, þar sem dálcikar ríktu áður, ætti fólkið að spyrja sem svo: Hvers leita ég í list og skáldskap? Er ég haldinn ein- hverjum fordómum gagnvart ungum listamönnum, af því þeir brjóti til dæmis upp á nýjum formum og ým- iskonar óvæntum túlkunaraðferð- um? Væru gömlu formin ein gild? Og listamaðurinn mætti spyrja: Hvað hyggst ég fyrir með verki mínu? Ef prentarinn, sem set- ur bókina mína, lætur sér fátt um finnast, er það þá ekki af því að ég hef ekki ællað mér að tala við hann — eða mistekizt að gera mig skilj- anlegan? Við hvern er ég eiginlega að tala? Og vil ég aftur taka fram að tal mitt er almenns eðlis. Ég er hvorki að víta þá búðarmenn sem hér kunna að sitja í kvöld, né setja ofan í við þau skáld sem hér eru stödd. En vilji maður vera sann- gjarn og skilja málin, kemst maður tæpast hjá hugleiðingum af þessu tagi: hlutlæg viðhorf i íslenzkum listamálum bjóða þeim heim. Hinu hljótum við að neita, þó það standi upp úr ýmsum, að listamennirnir séu hætlir að bera virðingu fyrir fólkinu og fólkið fyrir listinni — enda yrði þá stutt í virðingu beggja upp frá því. B. B. 6 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.