Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 8

Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 8
Fyrir um það bil ári síðan barst mér bréf frá gömlum kunninffja mínum, verkamanni úti á landi. Ilann var að biðja mig að útvega sér ljóðabækur eft- ir Fablo Neruda o# García Lorca. Ég fferði l»að með mikilli gleði — l»að fferist ekki árum oftar að maður sé beðinn slíkrar bónar, og frómt frá sagt er þetta fyrsti verkamaðurinn sem biður mig að útvega sér erlenda ljóðabók. Ég sendi honum eina enska að gjöf, aðra sænska að láni. Skömmu eftir áramótin rétti pósturinn mér hina síðarnefndu inn úr dyrunum, og fylgdi lienni þakkarbréf allþykkt. Var þar m.a. vikið að Ljóð- um ungra skálda, og mátti sjá að bréf- ritarinn kallaði ekki allt öminu sína eftir BRÉF UM „LJÓÐ að hafa kynnzt við þá spænsku meistara. Vegna þess live hressilega bréfið er skrifað, fór ég fram á að fá að birta úr því nokkrar glefsur og fékk leyfi bréfrit- arans til þess. Úrfellingar eru sýndar með punktalínum og nöfnum öllum sleppt, en bókstafir settir í þeirra stað. Á bls. 6 birtist kafli úr ávarpi sem B'arni Benedilctsson flutti á kvöldvöku Landnemans 27. febrúar s.l., þar sem lesið var úr verkum ungra skálda. E. B. Bagnhildur Helgadóttir: Jífód Ég sel en hjarta mitt vakir tvi hann er farinn. Getur hugsazt að hann drepi á dyrnar? Nei hann er farinn horfinn. ,,En ég skal fara á fætur ganga um borgina og leita hans sem sál mín elskar." Og ég rels upp með sólu, um hjarta mitt flöktu geislar vonar og ótta. Enginn englnn hafði séð hann sem hvarf mér sjónum. En ég er hans sem kysstl mig og gaf mér lifið. „Ég keypti mér til jólalesningar Ljóð ungra skálda. Vera má að William Langland sé enn tórandi meðal vor að vísu, þó mun Chaucer Islands óborinn. Mér þykir það leitt: ég get ekki séð neitt „nýtt“ eða slá- andi frumlegt í þessari bók. Sú sljóvgun sem birList í henni er eðli- legt frambald þeirrar dauðans þreytu sem einkennir yrkingar vor- ar eftir 1918 eða máske 1900. Mót- vægið er auðséð: dulrænar hrúts- ho’-nahly'kkjóttar þenkimrar, gífur- yrði, óp osr vein. stundum er skrið- ið eftir 'örðu að sið ómálga barna og ,.undrazt“. I stórum dráttum virðist mér mest áberandi: yfirvætt- is snobb fvrir öðrum listgreinum, sérleea músík. Stælingar á kveðskap erlendra og innlendra stórskálda eða á ritdómamáli „áhrif“ frá þeim. Vetnissnrengiu- og stríðsdella og þaraðauki veniuleg della. Pubertets- forvildelse af ýmsum tegundum og gerðum. „Uppreisn „æskunnar“ gegn hinu gamla og feyskna.“ Kunnáttu- leysi í íslenzkri tungu og orðfæð slík að jafna má til Morgunblaðs- ins. Ónæmi á brynjandi máls, svo ekki séu nefndir stuðlar og höfuð- stafir. Hjá sumum algjört þekking- arleysi á íslenzkum veruleika .... Þetta á Kp . . sérstaklega. Ef ég ætti að benda á þann sem koma skal úr þessum hópi virðist mér það vera Mr. Rz. Hann er samnefnan fyrr- taldra eiginda eða öllu heldur hrein- ræktuð týpa vaxin úr slíkri jörð, alltsvo íslendingurinn sem við eig- um eftir að kynnast á síðari hluta 20. aldar. Hann er mekanisk-am- eríkan-idiotíseraður, þekkir ekkert nema götustúfinn sem hann býr við, skilur ekkert nema Sjálfstæðis- húsið og Café Röðul, veit ekkert nema eitlhvað um bíla og kannski soldið um skammbyssur. Ég þekki manninn ekki persónule<m, en af ávöxtunum skuluð þér þekkia þá . . . Þér mun þykja þetta harður dóm- ur og móðgandi e.t.v., en víst eru glampar í þessari bók. Þó er auð- séð að nú er engin skáldaöld, og ber margt til þess. Við lifum á upp- flosnunarskeiði, og sönnu næst mun að íslenzk þjóð bafi löngu afrekað því í bókmenntum sem henni var skapað. Enginn verður þess umkom- inn að taka upp merki Kiljans frekar en Einars Ben., því innan bundrað ára verður mælt á amer- ísku hér á landi, og lengi munu slíkir menn liggja óbættir hjá garði. Það lakasta við bókina er það, að þessi kveðskapur er yfirleitt fa- brikation, samanrekin af vilja en ekki runnin af örlögbundinni nauð- syn, kok'kuð eftir formúlum og fyr- irmyndum af lífsreynslusnauðu og makráðu fólki, sem týnt hefur sam- bandi við jörðina, uppsprettu alls, láð og lög, glutrað niður fortíðinni, skilur varla samtímann, skelfur og túrar af ótta við framtíðina. — Skil- 8 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.