Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 9

Landneminn - 15.05.1955, Blaðsíða 9
UNGRA SKALDA ur varla samtímann, segi óg: mér er nær aS halda að íslendingar hafi aldrei verið fjær því að vera samtímamenn sinnar aldar en ein- mitt nú á 20. öld, þrátt fyrir marg- lofaðar framfarir og flugsamgöng- ur við Róm og Venezuela. Þjóðar- leiðtogar okkar eru aflglapar á torg- um heimsins og leika fífl á alþjóða- samkundum, þjóðlíf okkar er en djávla loppcirkus eins og svíi nokk- ur sagði um Rvík, menningarlíf okkar er holdningslaust — og hver getur ásakað ykkur skáld fyrir það að þið hafið ekki sem bezta holdn- ingu, þegar svo er undir ykkur púkkað ? AS svo mæltu óska ég þér góðs.“ U ndirskrift. Postskriptum: Við yfirlestur sé ég að nokkru má bæta við, til að skýra það sem að framan er sagt. Ég hef reynt að líta hlutlaust á bókina, ég trúi ekki á neina stefnu eða isma í skáldskap, uppáhalds- kvæði mín eru úr ólíkustu áttum, kannski er ég ek'ki einusinni Ijóða- unnandi. Það yrði alltof langt mál að rekja það sem mér líkar ekki, benda á stælingar sem ég þykist hafa séð, en ég ætla stuttlega aS skjamba hvern um sig: (15 af 20 höfundum bókarinnar, nafngreindir í bréfinu) . . . „eru ekki ljóSskáld að eðlisfari, þótt sum þeirra séu kannski hagmælt eða hafi verið. Þetta fólk ætti heldur að skrifa smásögur eða rómantískan prósa, essays, eða yrkja í Spegilinn, eða hafa vit á því að vera ekki að basla við það sem það getur ekki, eða yrkja bara til heimilisbrúks og í póesíbækur. Þá eru hinir réttlátu eflir. N.N.: Þar þykir mér og hefur alltaf þótt vanta vítamín í vatns- grautinn hjá presti: hann er nokk- ursk. Sig. Breiðfj., glaðhlakkaleg- ur improvisator, alltof mælskur, sjálfsagalaus, siglir bilahöfuð’sbyr fyrir hvaða golu sem er og slamp- ast kjölfestulaust, en skáld er hann, bölvaður. Hann mun þó ekki skilja eftir djúp spor, ef hann tekur ekki jjyngri skrið ineð árunum. X. X. er of tröllriðinn af speki heimsins. Vonandi á maSur eftir að sjá hann stíga útúr mökkvanum skrýddan purpuraskikkju mikils skáldanda. Y. Y. er alls ekki fullveðja skáld livað sem M. Ásg. segir, en hann er breiður fyrir fetann af svo ungum manni. Z. Z. er án efa karlmannlegur karakter, og skáld að eðli, en hon- um hefur farið sem Rp (þjóðkunnu skáldi) að kveða sig í sjálfheldu og verður það líklegast honum að bana sem höfundi — eins og Rp. — og er i'llt til þess að vita. I upphafi kann hann að hafa verið maður til að stýra sinn eigin kóss, en hann renn- ir sér í varrsímu Eliots gamla, en Eliot siglir höf sem .. . fleytu (um- rædds höfundar) eru ekki fær. Enda er Eliot fjarskyldastur íslenzku eðli af öllu fjarskyldu. Þau verk sem Z. vinnur eftir þetta skera úr um gildi hans, það sem hann hefur ort er — því miður — misheppnað, þrátt fyr- ir gáfur hans, þó mjög sérkenni- legar. Þið Au. Au. eruð þeir einu af þessum mönnum sem ég þekki per- sónulega, og ætla ég að skera ykk- ur við sama trog, þótt . þið séuð reyndar mjög ólíkir ... ég álít að þessar svokölluðu tilraunir ykkar með stuðlaleysur eða „nýtt form“ séu hvorugum ykkar samboðnar og eyðileggi skáldgáfur ykkar með tímanum . .. Það leiðir ekki gott af sér að [ivinga rétthendan mann til að vinna með vinslri hendi störf sem krefjast ítrustu nákvæmni.“ Sæmundur E. Anderscn: ^JKadut og- tnús 1 grænni lautu áttu heima — l>ar sem hrestlr syngja ljósálfar leika i grasi aö veldissprota ellífðarlnnar og blómin svigna undan bunga fegurðar slnnar eltir þú um engl frelsisins þltt undralanga skott Þú syndlr gljáandi brún í bergvatnl skyggnist grænum augum gegnum myrkur næturlnnar skoðar allt í alvöruleysi þess sem allsnægtanna nýtur Litla mýsla -mikið áttu gott. LANDNEMINN 9

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.