Landneminn - 01.07.1955, Side 3

Landneminn - 01.07.1955, Side 3
LANDNEMINW Útg.: Æskulý'ðsiylkingin — samband ungra sósíalista. Ritstjóri: Einar Bragi Sigur&sson. Áb.: Forseti Æskulýósjylkingarinnar. 5. tölublað 1955 9. drgangur „Verkainenn liafta liad lie§§a baráttu af þögulli feistu og §tilling:n...44 ~Ou)tatL oi2 Cjuðmunt) C). Cu^niun^ssotl TTjnn ungi Dagsbrúnarmaður GuS- mundur J. Guðmundsson hefur oftar verið nefndur manna á meðal og í fréttum síðustu vikurnar en nokkur annar. Orsök þess er rómuð framganga hans í verkfallinu sem nú stendur yfir og öðrum vinnudeilum sem Dagsbrún hefur orðið að heyja síðustu árin. Sjálfur leggur hann sig í líma til að sannfæra mann um, að hann hafi sízt meira á sig lagt í Iþessari kjarabaráttu en fjölmargir verkamenn aðrir, og það er sjálf- gert mál, að sigrar Dagsbrúnar eiga og hafa alla tíð átt rætur að rekja til óhilandi samheldni og baráttu- þreks hinna mörgu óþekktu félaga, en ekki afrdka einstakra eða fárra manna. Hins vegar finnst mér hinn ungi félagi okkar sameina þá eðlis- kosti sem okkur er tamt að tengja við orðið Dagsbrúnarmaður: hann er breiður fyrir fetann, rólegur og æðrulaus á hverju sem dynur, held- ur einarðlega á málum sinnar stétt- ar, staðráðinn í að hvika hvergi frá skýlausum rétti hennar til mann- sæmandi lífs. Það hefur ekki veriö heiglum (j'Uðmundur J. Guðmundsson. hent að ná tali af Guðmundi J. þessar vikurnar. Eftir margra daga eltingaleik tókst mér loks að króa hann af niðri í alþingishúsi á þriðja tímanum aðfaranótt hins 26. apríl og rabba við hann stutta stund á milli funda. — Eins og þér er kunnugt, segir Guðmundur, er orsök þessarar vinnudeilu hin sama og allrar kjara- baráttu alþýðunnar: að lífskjörin voru orðin óbærileg. Dagsbrúnar- verkamaður sem vann hvern dag og 8 stundir á degi hverjum hafði inn- an við þrjú þúsund krónur í mán- aðarlaun. Eins og húsnæðisokrið er orðið hér í bæ hafa hinir lægst laun- uðu beinlínis verið dæmdir til að búa í bröggum og öðru heilsuspill- andi húsnæði. Engum blöðum þarf um það að fletta, að auðstéttin myndi aldrei una slíkum vistarver- um sér og sínum til handa: hér er því vísvitandi verið að skapa íbúð- arhverfi sem eru skaðsamleg líkam- legri og andlegri velferð manna, ekki sízt barnanna, og þessi híbýli eru ætluð hinum snauðu. Alþýðan í þessu landi myndi ekki skorast und- an því að bera sinn hluta byrðanna, ef almenningsheill krefðist. En eins og allir vita er peningaflóðið meira en áður eru dæmi til á íslandi, fram- leiðslan hefur farið sívaxandi síðari ár vegna aukinnar framleiðslutækni, en á sama tíma hafa tekjur verka- manna rýrnað að mun. Þessu gat verkalýðurinn ekki unað. Á öllum fundum í veikalýðsfélögunum kom mjög glöggt í ljós einhuga vilji að LANDWBMItíN 3

x

Landneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.