Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 4

Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 4
hefja verkfall til að knýja fram l’eiðréttingar á þessu ranglæti. At- vinnurekendur hafa dregið deiluna á langinn eins og þeim er auðið í von um að verkamenn gæfust upp. Þeir hirtu ekki um að hefja samninga- viðræður, þótt kjarasamningum væri sagt upp. Þeir sátu enn auðum höndum, þótt verkalýðssamtökin frestuðu vinnustöðvun um þrjár vik- ur. Og þeir hafa lítinn vilja sýnt á að semja, síðan verkfallið hófst. En í þær sex vikur, sem verkfallið hefur staðið, hefur ekki heyrzt eitt æðru- orð frá verkamönnum. Eins og svo margoft áður, þegar Dagsbrún Hef- ur haft forystu um gjörbreytingu á lífskjörum allrar alþýðu í landinu, 'hafa stéttvísustu verkamennirnir háð þessa baráttu af þögulli festu og stillingu, yfirlætislausri seiglu og sigurvissu. Við fáum seint fullþakk- að þrek og kjark þessara manna sem mest á reynir. — Hvað viltu segja mér um gang verkfallsins ? — Segja má að það hafi hafizt á verkfallsbrotum atvinnurekenda. — Strax á fyrstu klukkustundunum kom 'glöggt í ljós sá ofstopi og ó- heiðarleiki sem hinir nýríku gosar hér á landi hafa lært af nýfasism- anum ameríska: að virða hvorki lög né viðteknar venjur og svífast einsk- is í viðleitni sinni að brjóta verka- lýðshreyfinguna á bak aftur. Verka- menn hafa svarað þessum frunta- skap með því að fylkja sér enn fast- ar saman. Verkfalsvarzla hefur í flestu tilliti verið umfangsmeiri en nokkru sinni áður. Viku eftir viku hafa verkamenn staðið á verði oft 12—14 tíma á dag í misjöfnum veðr- um bæði á vegum úti og annars staðar, og er gaman að geta sagt með sanni, að þeir hafa harðnað við hverja raun. Það er þessum mönn- um að þakka, að atvinnurekendum hefur ekki tekizt nema að mjög ó- verulegu leyti að brjóta verkfallið með ofstæki sínu. — Hvernig hefur þáttakan verið í verkfallsverðinum? — Hún hefur verið fram úr skar- andi góð og almenn. Rosknari Dagsbrúnarmenn, sem hertir eru í baráttu margra ára, hafa enn sýnt að þeim er ekki fisjað saman. Og ánægjulegt hefur það verið, að tug- ir og hundruð ungra manna liafa af einstakri stéttvísi staðið því fastar fyrir sem meira á reyndi, og má fulltreysta því eftir þetta verkfall, að þeir verða engir yerrfeðrungar. — Það hafa farið talsverðar tröllasögur af óbilgirni verkfalls- varða. — Já, alls konar lygum og ó- hróðri hefur verið ausið yfir verk- fallsmenn. Og það er sannarlega lýsandi tímanna tákn, að olíufélög- in sem liggja undir dómi fyrir milljónastuld frá íslenzkri alþýðu skuli verja liluta af milljónaþýfinu til að útbreiða gróusögur um, að reykvískir verkamenn hafi stolið nautslæri! — Hvað viltu segja um hug þeirra starfsstétta, sem ekki eiga sjálfar í verkfalli, til hinna sem í eldinum standa? — Yfirleitt hefur barátta okkar notið almennrar samúðar, eins og fagurlega hefur birzt í þeim fjár- hagslega stuðningi sem stéttarfélög og einstaklingar hafa veitt verk- fallsmönnum. Hins er þó ekki að: dyljast, að alvarlegar veilur hafa komið í Ijós í röðum verkalýðsins. Hvað átakanlegast er dæmið af Bifreiðastjórafélaginu Hreyfli, þar sem nokkur hluti stéttarinnar hefur lotið svo lágt að láta atvinnurek- endur 6Íga sér á verkfallsmenn. Einnig hafa talsverð veikleikamerki gert vart við sig hjá sumum ná- grannafélögum Dagsbrúnar, sem hefðu getað veitt mikilsverðan stuðn- ing í baráttunni. Þetta er þó í sjálfu sér ekki und- arlegt, þar sem Alþýðusambandinu hefur á undanförnum árum verið stjórnað af fulltrúum atvinnurek- enda, sem alið hafa á sundrung inn- an verkalýðssamtakanna til að veikja þau. Það verður eitt höfuð- verkefni ungra manna í verkalýðs- hreyfingunni á næstu árum að bæta það tjón, sem atvinnurekendur hafa unnið samtökunum innan frá, efla félagsþroskann og treysta raðirnar. — Hvað vildirðu svo segja að lokum um lærdóma verkfallsins? — Hin harðsvíraða auðvaldsklíka landsins hefur gert allt sem hún hefur getað til að brjóta verkalýðs- hreyfinguna á bak aftur í þessu verk- falli. Ilún hefur ekki talið eftir tug- milljóna króna herkostnað, aðeins ef það mætti takast. Ríkisstjórnin hefur haft forystu fyrir þessu aftur- haldsliði og veitt því allan hugsan- legan stuðning. Allar þessar tilraun- ir hafa strandað á andspyrnu þeirra verkamanna eldri og yngri, sem staðið hafa sínar verkfallsvaktir staðráðnir í að knýja fram rétt hins vinnandi manns til að veita sér og sínum holla fæðu, viðunandi klæði og heilsusamlegt húsnæði —- í skemmstu máli: mannsæmandi lífs- kjör. Þegar alþýða íslands fer út á göt- urnar að þessu sinni til að halda 1. maí hátíðlegan, ætti hún að hug- leiða, hve verkalýðnum er orðið það dýrt að hafa þá rikisstjórn auðkýf- inganna, sem nú situr að völdum. Vinstri stjórn, sem virðir rétt verka- lýðsstéttarinnar, verður að komast til valda, ef verkalýðurinn á að geta varðveitt þær kjarabætur sem vinn- ast munu í þessu verkfalli og tryggt rétmætan lilut sinn í framleiðslu- verðmætunum til frambúðar, segir Guðmundur J. að lokum. E.B. 4 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.