Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 5

Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 5
stuíi rabb um eignarréttinn Sósíalistar berjast fyrir afnámi einkaeignarréttar á atvinnutækj um og jarðeignum. Þetta má einnig orða þannig: sósíalisminn afnemur rétt eins til aS hagnast á vinnu annars éSa annarra. Hugsum okkur að ég eigi fisk- iðjuver sem vinni árlega úr fiskaf- urðum fyrir 10 milljónir króna að söluverSmæti. Ég greiði 8 milljónir króna fyrir hráefni, í vinnulaun til starfsfólks fyrirtækisins og annan kostnað. Þá eru eftir tvær milljón- ir króna. Og hvað verður um þær? Þær renna í vasa minn. Hvers vegna? Vegna þess að á einhverjum pappírum, sem einhvers staðar eru geymdir, stendur að ég sé réttur eig- andi fiskiðjuversins að lögum. Þess- um hagnaði get ég varið að vild: Ég get notað hann til að stofnsetja ný fyrirtæki, sem veiti mér enn meiri hagnað, rekið okurlánastarf- semi eða spákaupmennsku. Það sem úrslitum ræður um ákvörðun mína er gróSamöguleikinn, ekki almenn- ingsheill. Hverjir hafa nú skapað ágóðann af fyrirtæki mínu? Hann er arður af vinnu sjómannanna, sem sóttu fiskinn á miðin, og verkafólksins, sem vann úr honum verðmætari vöru. Sjálfur á ég ekki siSferSileg- an rétt til annars meira en sann- gjarnra launa fyrir vinnu mína, hafi ég þá leyst nokkurt starf af höndum. Hinn merki franski menningar- frömuður Rousseau segir á einum stað: „Ávextir jarðarinnar eru al- menningseign, en jörðina sjálfa á enginn." ViS Islendingar skiljum kannski réttmæti þessarar setningar enn betur, ef viS snúum henni upp á sjóinn og spyrjum: Hver á sjóinn? ViS myndum áreiðanlega öll svara: Enginn einstakur. En hver á dýr sjávarins? Þau eru almenningseign. Það sem við á um sjóinn á einnig við um þurrlendið. Hvort tveggja er hluti a'f jörðunni. Eini munurinn er sá, að sakir ölduróts, dýpis, illviðra og annarra örðugleika hafa menn ekki treyst sér til að reka staura nið- ur í sjóinn, strengja á þá vír og segja: Þetta er eign mín. Ef þeir gætu það, væru þeir örugglega bún- ir að þvi. ÞaS sjáum viS bezt, ef viS athugum, hvernig farið hefur um veiðiár og vötn, sem hægt er að verja: Menn hafa slegið eign sinni á þau eins og þurrlendið. Nú liggur nærri að spyrja: Telur nokkur maSur heimilt aS selja ein- hverjum auSjötni Selvogsbanka, Ö5r- um HalamiSin, þeim þriðja síldar- miðin fyrir Norðurlandi? Áreiðan- lega myndu allir svara slíkri spurn- ingu neitandi. En þá hafa þeir jafn- framt látiS í Ijós þaS álit, að eng- um sé heimilt aS selja stóra hluta lands vors, hvaS þá landið allt, í hendur einstaklingum, vegna þess aS það eigi að vera sameign ís- lenzku þjóðarinnar. — Þetta hefur hins vegar veriS gert: verulegum hluta landsins hefur verið skipt í skákir, sem ganga kaupum og söl- um; segja má að þetta sé lítt sak- næmt, meðan meginhluti hins byggða lands er í eigu bænda sem nýta það til að framfleyta sér og skylduliði sínu. En alltaf vofir sú hætta yfir, að gróðakarlar sölsi undir sig land- ið, ef þeir telja sér það hagkvæmt. Það sjáum við bezt af því, aS allar verðmætustu lóðir í þéttbýlinu hafa þeir klófest. Og úr því að réttarvit- und okkar segir, að þurrlendið eigi að vera almenningseign eins og sjór- inn, ber að afnema einkaeignarrétt á jarðeignum, lendum og lóðum. . Margur hefur spurt: Hvaða ánægju getur maðurinn haft af að vinna, ef hann má ekki eignast neitt? Þá erum við komin að eignarréttin- um í ríki sósíalismans. Sósíalisminn segir: Hver maður á óskoraðan eign- arrétt á vinnuafli sínu og því, sem hann aflar sér með heiðarlegri vinnu. Og þessi eignarréttur er ekki aðeins viðurkenndur, heldur lög- festur í sjálfri stjórnarskránni. At- vinnuleysi er sem sagt stjórnarskrár- brot í sósíölsku þjóðfélagi. Hins vegar verða þeir, sem telja sér slíkt eignaöryggi ófullnægjandi, að Iúta hinu kristilega boði: sá sem ekki nennir að vinna á ekki heldur mat að fá. Andstæðingar sósíalismans koma einatt með þá viðbáru, að með af- námi hinnar „frjálsu samkeppni" drepi sósíalisminn sjálfsbjargarvið- leitni og vinnugleði einstaklinganna í dróma. Athyglisvert er, að þeir hinir sömu herrar tala tíðum með lítilsvirðingu um vircnukeppni, svo sem Stachanovhreyfinguna. Þannig koma þeir upp um sig. Með „frjálsri samkeppni" eiga þeir ekki við keppni frjáls einstaklings viS ann- an frjálsan einstakling um það, hvor þeirra geti skilaS árangursríkara starfi meS höndum sínum og heila, heldur keppni atvinnurekenda um þaS, hver þeirra geti gert flesta menn að þjónum sínum, hver þeirra geti hagnazt mest á annarra vinnu. En hvernig getur atvinnulífiS blómgazt, þegar „hinir framtaks- sömu," eins og vinnuveitendur kalla hverjir aðra, fá ekki að eiga nein atvinnutæki og eru þannig sviptir öllum möguleikum á að „veita fólk- inu vinnu"? Þar kemur þjóðnýting- in til sögunnar. Uggi. LANDNEMINN 5

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.