Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 6
ALBERT EINSTEIN:
Hver§ vegna ég" er sosíalistí
Prófessor Albert Einsteln, víðfrægasti vislndamaður síðari tíma, lézt á sjúkrahúsi
í Princton, Bandarikjum, mánudaglnn 18. apríl s.l. 76 ára að aldri.
Einstein fæddlst í Þýzkalandi af gyðíngaforeldrum, er fluttust með hann korn-
ungan tll Svlss. Visindastörf sín hóf hann í Bern, varð prófessor i Ziirich, síðar í
Praha og loks í Berlín. Frægð sina hlaut hann fyrst og fremst fyrir hina svonefndu
afstæðiskenningu. Árið 1921 voru honum veitt Nóbelsverðlaun fyrir ljósíræðlrann-
sóknir.
Nazistar lögðu að sjálfsögðu* fæð á Einstein vegna ætternis hans, mannúðlegra við-
horfa i stjórnmálum og baráttu fyrir skoðanafrelsi og íriði. Þess vegna hröklaðist
Einstein frá Þýzkalandi arið 1932 og fluttist þá til Bandaríkja, þar sem hann átti heima
til dauðadags. Einnig þar varð hann iðulega fyrir aðkasti eftir að stiórnarfarið tók
að færast i svipað horf i ýmsu tllliti og verið hafði i Þýzkalandi um þær mundir er
Einstein hvarf vestur um haf. En Einstein hvikaði ekkl um hársbreidd frá rétti manns-
ins til frlðar og frjálsrar hugsunar. Allt sem hann hefur látið frá sér fara um mann-
félagsmál ber vitni djaríhug og göfgi hins sanna mannvinar.
Grein þessi birtist upphaflega í „Mounthiy Review", en er nokkuð stytt i þýð.
Nýlega ræddi ég um hættuna á
nýrri styrjöld við mjög greindan og
velviljaðan mann. Ég sagði, að nú
myndi styrjöld verða mjög hættu-
leg tilveru mannkynsins, og að það
eina, sem gæti afstýrt hættunni,
væri valdamikil alþjóðasamtök. ¦—
Þessu svaraði gestur minn stuttur í
spuna: „Hvers vegna er yður svo
mikið á móti skapi, að mannkyninu
sé tortímt?"
Ég er viss um, að fyrir hundrað
árum hefði enginn komið svo kæru-
leysislega með slíka athugasemd.
Þetta er yfirlýsing manns, sem ár-
angurslaust hefur leitað sínum eig-
in huga jafnvægis og er orðinn
nærri vonlaus um, að' það takist.
1 þessum orðum birtast átakan-
lega einangrun sú og einmanaleiki,
sem margir þjást af á vorum dögum.
Hvað veldur iþessu? Er nokur leið
til úrbóta?
Það er auðvelt að varpa fram
slíkum spurningum, en erfiðara að
svara þeim með nokkru öryggi. Þó
vil ég reyna það eftir beztu getu,
enda þótt mér sé ljóst, að tilfinn-
ingar vorar og óskir eru oft óskýr-
ar og mótsagnakenndar og þeim
verður ekki lýst meðl einföldum
hætti.
Maðurinn er í senn sjálfstæður
einstaklingur og félagsvera. Starf
hans sem einstaklings er í því fólg-
ið*að verja líf sitt og sinna nánustu,
fullnægja persónulegum þörfum og
þroska meðfædda hæfileika. Sem
félagsvera reynir maðurinn að afla
sér álits og virðingar, taka þátt í
gleði annarra, hugga þá í mótlæti
og vinna með þeim að bættri lífs-
afkomu.
Hœfileikar mannsins.
Það eru einmitt þessir marg-
slungnu og oft mótsagnakenndu
þættir í lífi mannsins, sem gera
hann aðþví sem hann er. Og hjá
hverjum einstaklingi er það samspil
þessara þátta, sem ræður, hvort
hann öðlast andlegt jafnvægi og
stuðlar að velferð samfélagsins eða
ekki.
Vel má vera að hlutfalliö milli
¦þessara tveggja meginþátta sé að
mestu arfgengt. En persónuleikin"
sem að lokum kemur í ljós er
öngvu að síður aðallega mótaður af
umhverfinu, sem maðurinn lifir í á
upvaxtarárunum, þjóðfélagskerfinu
sem hann býr við, venjunum í
þjóðfélaginu og mati þess á störf-
um og framkomu einstaklingsins.
Það er því augljóst náttúrulög-
mál, að einstaklingurinn er háður
þjóðfélaiginu, og því verður ekki
haggað fremur en þótt býflugur eða
maurar ættu hlut að máli.
En þar sem lífshættir maura og
býflugna ákvarðast í hverju smá-
atriði at arfgengum eðlishvötum,
eru félagslegar venjur og gagn-
kvæmt samstarf mannanna hins veg-
ar mjög margvísleg og breytingum
háð.
Minnið, hæfileikinn til að álykta,
talgáfan o.s.frv. hafa skapað mögu-
leika á sífelldri þróun mannlífsins,
óháðri líffræðilegri nauðsyn.
Þess háttar þróun birtist í stofn-
unum, venjum og félagssamtökum;
í bókmenntum, vísindum, listum og
tæknilegum framförum. Þannig hef-
ur manninum tekizt að hafa víss
áhrif á eigin tilveru með vilja sín-
um, sjálfráðri hugsun.
Nú er ég kominn það langt áleið-
is, að óg get í stuttu máli gert grein
fyrir því, sem mér finnst vera
kjarninn í kreppu vorra tíma. Það
varðar skijili einstaklings og samfé-
lags. Einstaklingnum er ljósara en
nokkru sinni fyrr, hve háður hann
er samfclaginu. En hann skynjar
þelta ósjálfstæði hvorki sem ávinn-.
ing, lífræn tengsl né verndarafl,
heldur ógnun við eðlilegan rétt sinn,
jafnvel við efnahagsaíkomu sína.
Þar með er ekki öll sagan sögð.
Staða einstaklingsins í þjóðfélaginu
er orðin þannig, að eigingjarnar
ástríður eru stöðugt efldar og verða
æ heimaríkari jafnframt því sem
6 LANDNEMINN