Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 8

Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 8
Einar Kr'stjánsson: Konan við sjéinn (Saga úr striSinu). Sagan er upphaflega skrifuð sem ,,plott“ í leikrit. „Plottinu'* var síðar breytt í bessa sögu. — Höfundur. í lágreistu húsi viS sjóinn, þar sem hafaldan sogast að og frá, ligg- ur einmana kona. Hún er kölluð konan viS sjóinn vegna þess, aS húsið ,sem hún býr í, stendur nær sjónum en önnur hús þar í grennd. Dóttir hennar, 12 ára, situr hjá henni við rúmstokkinn og starir raunalega á móður sína. Mamma, þú skelfur í rúminu, segir hún. Þetta batnar bráðum, Stella mín, segir móðir hennar. Ég ætla að hlaupa út til hennar Rósu gömlu og biðja hana að koma. NáSu fyrst í hann Svavar litla, segir móðir hennar veikradda. Já, mamma, segir Stella og er óðar búin að smeygja sér í kápuna og komin út. ÞaS er haust og degi er tekið að halla. Hún fer beina leið niður að sjónum, því hún veit, að þar mun Svavar litli vera. Hún sér hann kasta steinum í öldurnar. Hann hleypur niður fjöruna, þegar ald- an sogast út, og kastar hverjum steininum á eftir öðrum. Hann fær- ir s'g ennþá neðar og stendur í freyðandi bleytunni eftir brimlöðr- ið, sem hjaðnar og rennur í allar áttir. Honum finnst sjórinn magn- ast við grjótkastið, og nýja hvít- fexta aldan skríða að landi gný- meiri og háværari en sú fyrri. Hann flýí undan henni upp á stóran stein. En þrátt fyrir það vætir aldan hann um leið og hún löðrungar steinana eins og hún ætli að slíta af þeim þangið. Og aldan Iieldur áfram hátt á land, fyllir allar smugur, skríSur á milli steinanna, og kæfir þá, drekkir þeim. Hann veit ekki fyrr til en gripið er um hann. Það er Stella systir. Þú átt að koma heim, mamma er veik, segir hún og leiðir hana upp fjöruna. Svavar maldar í móinn. Hann vill ekki fara heim. % er búin að kveikja upp í stofu- ofninum, þú ættir bara að sjá, hve vel logar í kolunum, segir hún. Og Svavar hlýðir og fer heim með syst- ur sinni vegna þess, að hann hefur eins gaman að eldinum og hafinu. Hún hjálpar honum úr hlífðarföt- unum, þvær honum og fer með hann inn í stofu og færir honum gullin sín. SíSan fer hún út til að sækia Rósu gömlu. HvaS varstu að gera, Svavar minn? kallaði móðir hans úr svefn- herberginu. Ég var að leika mér niðri við sjó, segir hann. Æ, niðri við sjó, þú átt ekki að leika þér við sjóinn, segir liún mæðulega. Svavar opnar ofninn að neðan. Hann slarir lengi í kola- glóðina og rjálar við eldinn. Síðan tekur hann gullin sín og fer að leika sér á gólfinu. Hvað ertu að gera, Svavar minn? spvr móðir hans eftir langa þögn. Ég er í skipaleik, segir hann og þeytist um gólfið með skipið sitt. Þvi ertu ekki heldur í bílaleik, það er miklu betra að vera í bíla- leik, segir hún. Hún getur meS engu móti fellt sig við áhuga hans á sjónum og skipinu. Það er mest gaman í skipaleik, segir hann og heldur áfram með skipið sitt eftir gólfinu. Stella kem- ur ein inn. Rósa gamla var ékki heima. Hver hefur opnað ofninn að neð- an? spyr hún. Ég, ég var bara að skoða eldinn, segir Svavar litli. Þú hefur veriS að rjála við eld- inn eins og sjóinn, það máttu ekki, segir Stella ákveðin. Stella mín, farðu í bílaleik við hann Svavar, segir móSir þeirra. Nei, ég vil fara í skipaleik, segir Svavar. Stella, geturð’u ekki gefið honum að borða? segir móðir þeirra. Jú, mamma, ég skal gefa honum að borða. Fyrir alla muni, farið að borða, segir móðir þeirra. Stella og Svavar litli fara fram í eldhús. Á meðan læðist móðir þeirra fram úr rúminu. Hún fer inn í stofuna og tekur skipið, sem Svav- ar litli var að leika sér að. Hún felur það í rúminu sínu. Þegar hún er komin upp í rúmið, eykst skjálft- inn og það slær út um hana köldum svita. Eftir kvöldverðinn kemur Svavar grátandi til móður sinnar. Mamma, það er búið aS taka skipið mitt, segir bann og heldur áfram að gráta. Þú ert orðinn syfjaður, Svavar minn, segir móðir hans. Ég vil fá skipið mitt. FariS að hátta, krakkar mínir. Stella lokkar bróður sinn inn í svefnherbergið. Ég vil fá skipið mitt. Ég skal sækja gullin þín, þegar þú ert háttaður, segir Stella. Svavar ætlar að verSa bílstjóri og 8 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.