Landneminn - 01.07.1955, Síða 9

Landneminn - 01.07.1955, Síða 9
aka mömmu upp í sveit, þar sem lömbin leika sér. Nei, ég ætla að verða sjómaður, segir Svavar ákveðinn um leið og hann togar í annan sokkinn sinn. Er það? segir móðir hans leið. Ég vil fara á sjóinn eins og pahbi og Bjössi. Svavar er háttaður og Stella fer og sækir kassann með gullunum hans og lætur hann við rúmið hans. Síðan fer hún að hátta. Seztu hjá mér, mamma, segir Svavar litli. Móðir hans sezt á rúmstokkinn hjá honum meðan hann er að sofna. Kvöldið líður og systkinin sofna. Móðir þeirra situr kyrr á rúminu hjá Svavari litla og fer að tala í hálfum hljóðum yfir hörnum sín- um sofandi: Þú veizt það ekki, litli vinur minn, að pabhi og Bjössi bróðir þinn eru dánir. Þeir dóu af því að þeir voru á sjónum. Úbgerðarmaðurinn kom til mömmu í dag og tilkynnti mömmu lát þeirra. Þýzkur kafbátur kom upp á yfirborðið og hóf skothríð á skipið. Það dóu margir menn, líka pabbi og Bjössi. Og þegar útgerðar- maðurinn var farinn varð mamma allt í einu máttlaus og lagðist í rúmið og skalf eins og hrísla fyrir vindi. En mamma getur ekki grátið. Já, vinur minn, það eru svo miklar hættur á sjónum núna í slríðinu, og stríðið getur staðið svo lengi, að þú verðir orðinn fullorðinn maður, áð- ur en því lýkur. Ó, megi drauma- dísirnar gera þig afhuga sjónum. Það eru svo miklar hættur á sjón- um, hættur af tundurduflum og kaf- bátum, hættur af flugvélum-og her- skipum. í stríðinu er engin miskunn sýnd. Það er skotið á saklausa litla línuveiðara, saklausu litlu línuveið- arana, sem færa fólkinu líf og yl. Hún þagnar andartak og horfir á kassann með gullunum í. Hugur hennar reikar aftur í tímann. Þarna er jeppabíll, sem pabbi hans gaf honum á jólunum. Það voru yndis- leg jól. Þá voru allir heima. For- eldrar hennar komu í heimsókn og voru hjá þeim um jólin. Og þama er hrunabíllinn, sem afi hans og amma gáfu honum. Þau fóru öll í kirkju á aðfangadagskvöldið. Og þegar komið var úr kirkjunni var kveikt á jólalrénu og svo var jóla- maturinn fram reiddur. Svo voru sungnir jólasálmar og dansað kring- um jólatréð. Jólasveinninn kom með jólagjafirnar. Það var Bjössi. Hann átti jólasveinabúning. Jólin eru ekki aðeins hátíð barnanna, þau eru hátíð heimilanna. Þau eru há- mark heimilislífsins. Þau laða fram ástina og friðinn, gleðina og vin- áttuna. En hver gaf honum skipið? Æ, já, það var hann Bjössi. Og nú er hann dáinn. Óneitanlega er skipið glæsileg jólagjöf. Bjössi var vand- lálur. Og það var Bjössi, sem keypti jólatréð og Stella systir lians fór með honum. Pabbi þeirra keypti Ijósasamstæðuna á jólatréð, marg- litu Ijósaperurnar í stað tólgarkert- anna. Nú er hann d.áinn. Svavar lilli vaknar og biður um að drekka. Móðir lians sækir hon- um mjólk. Hvar er skipið mitt, segir liann, eins O'g hann hafi dreymt það. Mikið hlökkuðuin við hörnin til í sveitinni þesar vorið kom og fugl- arnir og við fórum upp til heiða, segir móðir hans annars hugar. Skipið mitt, segir hann og ætlar að fara að gráta. Skipið þitt er hérna, segir hún og sækir það í rúmið sitt og færir honum. Hann verður að fá að leika sér að skipinu, sem liann Bjössi gaf honum í jólagjöf. Ef til vill verður stríðinu lokið, þegar Svavar litli verður orðinn stór, hugsar hún. Hanri lætur skipið undir koddann sinn og sofnar. Hún situr enn um stund og skoðar gullin hans. Á næstu jólum verður enginn pabbi og enginn Bjössi. Það verða ömurleg jól. Guð gefi okkur styrk til þess að lifa þessu lífi. Hún stendur upp og gengur að rúminu sínu og leggst fyrir. Minn- ingarnar sækja enn á hana og halda fyrir henni vöku. Hún var ung, þeg- ar hún hitti hann í fyrsta sinn. Hann var þá á síldarbát, en hún var síld- arstúlka í landi. Hann hjálpaði henni að salta meðan á lönduninni stóð og hann átti frí. Hún hugsaði: Það er ég viss um, að hann verður maðurinn minn. Hann er svo hár og herðabreiður, og augun svo fellega blá, og svarta hárið hans fellur svo vel við þetta veðurbama andlit. Já, ég er viss- um, að hann verður maðurinn minn. Hann hugsaði: Ég veit, að þessi Ijóshærða stúlka verður konan mín. Það er eitthvað við hana, eitthvað, sem vekur hjá manni traust. Þessu játtu þau svo seinna hvort fvrir öðru. Síðan eru 20 ár. Þau vildu bæði eiga beima við sjóinn, því að við sjóinn höfðu þau alltaf átt heima. Og þau festu kaup á þessu liúsi af því að það var við sjóinn. Fyrst eftir að hún kom í húsið og var ókunnug, kölluðu nágrannar hennar hana konuna við sjóinn. Það er komið undir morgun og hún sofnar út frá endurminningun- um. Hún vaknar við það, að Stella kemur grátandi inn með morgun- blöðin. Pabbi og Bjössi eru dánir. segir Stella og hleypur grátandi til móð- ur sinnar. Gráttu ekki, Stella mín, við eig- um öll eftir að fara til guðs, og þá munum við sjá þá aftur, segir móð- ir hennar og reynir af veikum mætli að hugga hana. Pabbi, og Bjössi .. . Meira getur Stella ekki sagt fyrir ekka. Hún leggst í rúmið hjá móður sinni og hjúfrar sig að henni. LANÐNEMINN 9

x

Landneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.