Landneminn - 01.07.1955, Qupperneq 11

Landneminn - 01.07.1955, Qupperneq 11
JOnN K E E » : Frá rfissnesku byltinpnni Það rökkvaði óðum og hjá Nevskí sást hvar kom löng tvöföld röð hjól- reiðamanna með byssur um öxl. Þeir námu staðar. Mannfjöldinn ruddist að þeim og spurði þá spjör- unum úr. „Hverjir eruð þið? Hvaðan kom- ið þið?“ spurði aldraður digur maður og reykti vindil. „Tólfti herinn; frá vígstöðvunum. Við komum til að styðja ráfiin gegn bölvaðri borgarastéttinni!" Ofsaleg hróp. „Bolsévískir her- l’ögreglumenn! Bolsévískir kósak'k- ar!“ Smávaxinn liðsforingi í leður- jakka kom hlaupandi niður þrepin. „Setuliðið er að snúast,“ hvíslaði hann að mér. „Þetta er upphafið d endalokum bolsévíkka .Langar yð- ur að sjá straumhvörfin? Haldið áfram“. Hann hljóp við fót upp Mikaílovskístrœtið, og við urðum samferða. „Hvaða hersveit er það?“ „Brunnóvíkarnir ...“ Hér var al- varlegt á seyði. Brunnóvíkarnir voru brynvagnasveitirnar, undir þeim var allt komið. Sá sem réð brunnóví'k- unum réð borginni. „Fulltrúar frá Björgunarráðinu og dúmunum hafa ávarpað þá. Þeir eru á fundi núna til að taka ákvörðun. „Hvers konar ákvörðun? Hvorum megin þeir ætli að berjast?“ „0, nei. Ekki er nú svo. Það er engin leið að fara þannig að þeim. Þeir munu aldrei berjast móti bolsévíkum. Þeir greiða atkvæði með hlutleysi — en þá munu júnk- ararnir og kósakkarnir —.“ John Reed var ameriskur að ætt, vel menntur og skáldmæltur. Hann reit margt uim dagana, bæðl ljóð og blaðagrelnar. Bækur relt hann einnig en frægust hef- ur orðið frásögn hans af rússnesku byltr ingunni ,,Tíu dagar, sem hristu heim- inn,“ enda má segja, að hún sé sigilt meistaraverk í blaðamennsku. E>egar Lenin las hana, varð hann svo hrifinn, að hann kvaðst viija sjá þessa bók þýdda á allar þjóðtungur heims. Kafli sá, sem hér íer á eítir lýsir vel hve lágstéttabyltingar eru lýðræöislegar. Dúma: rússneskt þlng. Dauðasveitirnar: Þær myndaði Ker- enski til að rétta við agann i gamla rússneska hemum. 1 þeim voru aðallega synir efnamanna. Júnkarar: hersveitir myndaðar af llðs- foringjum. Kadcttar: ihaldssamur ílokkur. Kaicdín og Korniloff voru einhverjir lækktustu gagnbyltingarforingjar á þess- um tima. Korcnskf var forsætisráðherra bráða- blrgðarstjórnarinnar, sem bolsévíkar steyptu af stóli, Mcnsévíkar voru rússnesku sósíaldemó- kratarnir nefndir. Þjóðbyltingarmcnn voru ihaldssamur bændaflokkur. Iíjörgnnarráðið: Þegar í öll skjól var fokið, stofnuðu öll gagnbyltingarsinnuð öfl Rússlands nefnd til að vera í farar- broddi baráttunnar gegn bolsévlkum, og var oftast nefnd Björgunárráð ættjarðar- innar og byltingarinnar. Villimannasveitin var hersveit skipuð mönnum frá Mlð-Asíu og alræmd fyrir grimmd. Agústsævintýrið var misheppnuð gagn- byltingartliraun sem aðallinn og borg- arastéttin gerðu í ágúst 1917. Korniloff var foringl hennar. Hlið hins mikla Mikailovskí reið- skóla gein við kolsvart. Tveir verðir reyndu að stöðva okkur, en við þust- um hjá og létumst ekki heyra reiði- legar áminningar þeirra. Inni log- aði aðeins á einu kolbogaljósi uppi undir þaki hins geysistóra forsals, en háar súlur hans og gluggabogar hurfu í rökkrinu. Ægilegir, dökkir brynvagnar voru meðfram veggjun- um. Einn stóð sér miðsvæðis, og kringum hann höfðu safnazt um tvö þúsund veðurteknir hermenn, og lá við, að þeir hyrfu í þessari geysilegu byggingu. Tylft manna, liðsforingj- ar, formenn hermannanefndanna og ræðumenn höfðu verið settir ujip á vagnþakið, og frá fallbyssuturnin- um hélt hermaður ræðu. Það var Kanjúnoff, sem hafði verið forseti landsþings brunnóvíka, haldið síð- astliðið sumar. Hann stóð þama, lið- legur maður laglegur, klæddur leð- urjakka með axlaskúfum liðsfor- ingja og mælti ákaft með hlutleysi. „Það er hræðilegt," sagði hann, „fyrir Rússa að vega rússneska bræð- ur sína. Það má aldrei verða, að þeir hermenn berjist innbyrðis, sem sneru bökum saman gegn keisaranum og sigruðu útlenda óvini í orustum, sem lengi munu verða uppi í sögunni. Hvað varðar okkur hermennina um orðaskak stjórnmálaflo'kkanna? Það eru ekki mín orð, að bráðabirgða- stjórnin hafi verið lýðræðisleg stjórn, við viljum enga sambræðslu við borgarastéttina, ég held nú síð- ur. En við verðum að fá stjórn allra lýðræðisflokkanna sameinaðra eða Rússland er glatað. Fáist slík stjórn þá þarf ekki lengur borgarastyrjöld og bræðravíg.“ Þetta hljómar skynsamlega. Hinn LANDNEMINN 11

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.