Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 13

Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 13
ykkur, að ég er hermaður. Ég þarf ekki að segja ykkur, að ég vil frið. Það, sem ég vil segja ykkur er, að bolsévíkaflokkurinn, sem hefur heppnazt að gera verkamanna- og bændabyltingu, með tilstyrk ykkar og allra hinna hraustu félaga, sem hafa steypt valdinu undan hinni blóðþyrstu borgarastétt hét að bjóða öllum þjóðum frið, og í dag hefur þetta verið gert!" Áköf fagnaðar- læti. „Þið eruð beðnir að vera hlut- lausir — vera hlutlausir meðan júnkararnir og Drápssveitirnar, sem aldrei eru hlutlausar,' skjóta okkur niður á götunum og setja á valda- stól í Pétursborg Kerenskí eða ef til vil'l einhvern annan úr þeim bófaflokki. Kerenskí er á leiðinni hingað frá Don. Korniloff er að fá Villimannasveitina til að endurtaka ágústævintýrið. Þessir mensévíkar og þjóðbyltingarmenn, sem þrábiðja ykkur um að hindra borgarastyrj- öld, hvernig hafa þeir haldið völd- um nema með borgarastyrjöld, borgarastyrjöldinni sem geisað hef- ur síðan í júlí, og börðust þeir ekki í henni með borgarastéttinni eins og núna? „Hvernig get ég sannfært ykkur, ef þið hafið þegar ákveðið, hvað gera skal? Spurningin er mjög ein- föld. öðrum megin eru Kerenskí, Kaledín, mensévíkarnir, þjóðbylt- ingarmennirnir, kadettarnir, dúm- urnar og liðsforingjarnir. Þeir segja, að fyrirætlanir sínar séu góð- •ar. Hinum megin eru verkalýðurinn, hermennirnir og sjóliðarnir, smá- bændurnir. Hið mikla Rússland er í ykkar höndum. Viljið þið láta það afhendi?" Á meðan hann talaði, varðist hann falli með viljastyrk einum saman og þegar hann hélt áfram kom hin djúpa einlæga tilfinning að baki orðunum í ljós í þreytulegri röddinni. Hann riðaði og að lokum var harm nærri dottinn. Hundruð handa hjálpuðu honum ofan og hin- ir miklu fjarlægu salarveggir end- urómuðu orð hans. Kanjúnoff reyndi að tala aftur, en þá var hrópað: „Atkvæði! At- kvæði!" Smám saman lét hann und- an og las upp tillöguna. Hún var á þá leið, að brunnovíkarnir kveddu fulltrúa sina úr byltingarherráðinu og lýstu yfir hlutleysi sínu í borgara- stríðinu. Allir, sem væru með skyldu fara til hægri; þeir, sem væru á móti til vinstri. Það varð augna- blikshik, þögul eftirvænting, og svo fór mannfjöldinn að hreyfast hrað- ar og hraðar til vinstri, hnjótandi hver um annan, hundruð stórvax- inna sjóliða ruddust í þéttum hnapp eftir óhreinu gólfinu í hálfrökkr- inu ... Nærri okkur stóðu um fimmtíu menn sem fastast. Þeir voru með samþykt:nni. Þegar sigurópin gullu svo hátt, að þakið hristist, snerust þeir á hæli og gengu út----- og sumir yfirgáfu byltinguna að fullu og öllu. Imyndið ykkur, að slík barátta var háð í öllum hermannaskálum borg- arinnar, héraðsins, öllum vígstöðv- unum, öllu Rússlandi. Margur slík- ur svefnlaus Krylenko gætti að her- deildunum, þaut stað úr stað til að sannfæra, hræða og sárbæna. Og ímyndið ykkur, að sama ástand var í öllum fundarsölum sérhvers verkalýðsfélags, í verksmiðjunum, þorpunum, á herskipum hins dreifða rússneska flota. Husgið ykkur hundruð þúsunda rússneskra manna, starandi á ræðumenn hvarvetna í hinu geysistóra landi, verkamenn, bændur, hermenn, sjóliða. Þeir strituðust við að skilja og velja, þeir hugsuðu svo ákaft og að lok- um tóku þeir svo einhuga afstöðu. Þannig var rússneska byltingin. Hallfredur Eiríksson þýddi. Herréttor Þessl skýrslii nm framkomn her- íiiiiiuin lii-uiiiir hátignar drottning- ar Brezka heimsveldisins er liýild úr vestrœnu blaði. Fyrir nokkru var settur herréttur 1 hermannabragga 1 nágrennl Nalrobi. Sak- borningur var Gerald Griffiths, 43 ára gamall liðsforingi í brezka fótgönguliö- inu, sem kennt er við Durham 1 Eng- landl. Hann var ákœrður um „smánarlega hegðun" og „grimmd" gagnvart föng- um, sem grunaðir voru um að vera Mau- Mau menn. Annar brezkur liðsforingi bar fyrir réttinum, að Griffith bessi hefði knúið fanga nokkurn til að klæSast úr buxun- um. Sama vitni bar ennfremur að Griff- ith hefði rétt hníf sinn að óbreyttum afri- könskum hermanni og skipað: „Geldið hann". Hermaðurinn, sem var 16 ára gamall drengur úr Somalilandi, að nafni Ali Segal, hlýddi ekki, og breytti þvi GrifJlth skipun sinni: „skerið af honum eyrað." Með snöggum skurði hlýddi Segal. Somalihermaðurinn Segal segir fyrlr réttinum: „Það blœddi mjög miklð. Ég rétti liðsforlngjanum aftur hnííinn og fleygði eyranu til jarðar." Nœsta dag notaðl Segal byssusting til að skera gat á eyra annars fanga, eítir skípun frá Griffith. „Liðsforinginn lét mig hafa símavirspotta," sagði Segal, „og skipaði mér að blnda hann í eyrað." Síðan hélt varðhópurinn áfram og Segal teymdl fangann á eyranu. önnur vitni báru að siðar hefði Grlffith haldið, að fangi sá, sem eyrað var sneytt af, myndi blæða til dauða. Það vildi hann ekki láta koma fyrir. „Þennan mann veröur aö skjóta", sagði Griffith liðs- forlngl. Handjárnln voru leyst af fang- anum og liðþjalfi sagði honum að hlaupa. „Skjótið" var sklpunin, sem kvað við. Og fanglnn var skotinn til bana. Griffith, sem haustið áður hafði ver- Ið hrelnsaður af ákærum um að hafa myrt Afríkumann, er hafði verið hreins- aður af ákærum um að hafa myrt Afrlku- mann, er hafði drepið uppáhaldshest hans, byggðl vörn sína á þelrri hugmynd að verknaðurinn að teyma „innfæddan fanga" á eyranu væri „alveg viðelgandi" og „ylli ekkl sársauka." Þetta hafðl þó ekki áhrif á herréttinn. Liðsforlnginn Grifflth var fundinn sekur, evlptur foringjatign og dæmdur í 5 ára fangelsi. LANDNE-MINW 13

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.