Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 14
ELÍAS 1! A K
Frsi friðarþingi í Stokklioliiii
Mér er Ijúft að verða við tilmæl-
um um að geta að nokkru friðarþings
þess, sem háð var í Stokkhólmi
dagana 18.—25. nóvember síðastlið-
inn. Á vegum Heimsfriðarráðsins
komu þar saman fulltrúar af svotil
öllum þjóðernum óg með margvís-
legar stjórnmálaskoðanir, allir í
þeim tilgangi einum að varðveita
eftir megni það, sem framar öllu er
lífsnauðsyn gervöllu mannkyni eins
og nú er komið: friðinn. En eins
og kunnugt er, hafa á síðari árum
verið haldnir margir slíkir fundir,
m.a. í Stokkhólmi og Prag, einnig
með 'þátttöku íslendinga.
Héðan að heiman kom nú til
þingsins fimm manna nefnd, þann-
ig skipuð: frú Sigríður Eiríksdóttir,
Magnús Torfi Ólafsson blaðamað-
ur, Halldór Kiljan Laxness rithöf.,
og undirritaður. Þingið kom saman
í Circus Djurgárden á Skansinum,
sem e,r að vísu ágætis fundarhús
(slík húsakynni eru yfirleitt notuð
til fundahalda og kvikmyndasýn-
inga yfir vetrarmánuðina), en hafði
þó þann ókost að vera óheppilega í
sveit sett, í úthverfi borgarinnar.
Sjálfsagt hefur eki verið unnt að fá
annan og hentugri stað, og gtrunar
mig að það hafi þá fyrst og fremst
verið sökum tómlætis — svo ekki
sé fastar að orði kveðið — af hálfu
Svía, því að óþarfi er að fara í
grafgötur með þá staðreynd, að
þing þetta var litið heldur óhýru
auga af ýmsum mikilsmetnum aðil-
um, og á ég þar einkum við blöðin.
Þau þögðu að mestu um þingiS og
það sem þar var gert íað „Ny dag"
undanteknum), en þó ekki alveg, og
kom þessi afstaða þeirra oftast fram
á hjákátlegan hátt. Annað slagið
voru þau t.d. að birta myndir af
ýmsum þekktum mönnum, sem þar
voru, og leituðust þá við að stilla
ljósmyndurum sínum fyrir framan
kirkjulega fulltrúa á þinginu, svo-
sem dómprófastinn af Kantaraborg
og rússneska biskupinn, Nicolai, D.
D. frá Kolomma, og geta þess í
hjáleiðinni eins og næsta kátlegrar
furðufregnar að, slíkir fulltrúar
Krists á jörðunni skyldu vera komn-
ir til að sitja friðarþing.
Eins og hver getur séð, var orsök
þess konar skrifa — og eins þagn-
arinnar — sú margtuggna staðhæf-
ing, að friðarvilji og hverskonar
ályktanir í samræmi við hann séu
runnin undan rifjum kommúnista
og einungis í þágu „rússneskrar yf-
irráðastefnu." Galli heimsfriðar-
ráðsins er nefnilega sá, að dómi
þeirra sem að staðliæfingunni
standa, að Rússar og ýmsa,r vina-
íþjóðir þeirra hafa mjög látið að sér
kveða við stofnun þess og störf frá
upphafi; hinsvegar myndi þeim að
sjálfsögðu þykja vel' farið og spá
:góðu um heimsfriðinn, ef t.d. Dull-
es væri forseti iþess og stjórnin
samansett af vopnaframleiðendum
og „velgerSamönnum mannkynsins"
af sauSahúsi Marshalls. En hvað
sem því nú líSur, þá er svo mikiS
víst, aS iröddum um nauSsyn heims-
friðar og tryggingu hans er yfir-
leitt ekki léð eyra, sízt ef þær heyr-
ast úr „austrinu", og þarf það þó
ekki einungis hið „kommúnistiska"
tæpum áratug eftir styrjaldarlok, að
orð eins og friður og friðaiþing
vekja óþæigindatilfinningu hjá ráða-
mönnum og skriffinnum ýmsum í
hinum kapitaliöka heimi. Það eru
ekki einungis hið „kommúnistiska"
heimsfriðarráð og fundir á vegum
þess, sem vekja þeim ógleði. Jafnvel
algerlega „þjóðlegt" og „ókommún-
istiskt" friðat'þing, sem mun hafa
verið háS í SvíþjóS nokkru á undan
íþessu þingi, vakti vægast sagt enga
hrifningu og var svotil þagaS í hel
af öllum þor.ra blaða í landinu.
Þetta heyrði ég sjálfan forsætisráð-
herrann, Erlander, staðfesta ós'köp
hlutlaust og heiðarlega í ræðu, sem
mér gafst kostur á að heyra hann
flytja á fundi í Socialdemokratiska
föreningen skömmu áður en ég fór
frá Stokkhólmi, en sú ræða fjallaði
annars um allt annað.
Dagana sem heimsfriðarþingiS var
háð, mátti hinsvegar lesa í leiðurum
ýmissa Stokkhólmsblaða mjög vin-
samlegar bollaleggingar og aðdáun
á nýlegri yfirlýsingu foringja
sænska herráðsins þess efnis, aS nú
væri í senn möguleiki og nauSsyn
fyrij- Svía að smíða kjarnorku-
sprengjur og endurskipuleggja.
sænskan hernaðarmátt sem bráðast
í samræmi við hugsanlegt atóm-
stríS. Það fór hvergi á milli mála í
þess háttar skrifum sem ég las, aS
greinarhöfundarnir ólu með sér
hreystilegt stolt fyrir hönd sinnar
tiltölulega smáu þjóðar yfir því, að
hún skyldi þó vera ein af þeim
fáu á árdögum kjarnorkualdar, sem
geta senn státað af þess konar
14 LANDNEMINN