Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 15
vopni. Ég man, sem betur fer, ekk-
ert orSrétt úr þessum slungnu
stríSsæsingapistlum, en efni þeirra
hefSi mátt draga saman í eina
málsgrein, þannig: „Við erum. að
verSa stórveldi. MúgmorSstækiS mun
tryggja okkur þann sess."
Hitt er svo annað mál, hvort
raunverulegur styrkur Svía eykst að
nokkru, þótt þeir taki að framleiSa
sprengjuna; það er mjög mikiS til
efs. Hingaðtil hefur aðstaða þeirra
verið hvað sterkust sökum þess, að
þeir hafa einmitt verið taldir til-
tölulega hlutlausir, meinlausir —
og hernaðarlega langt frá því aS
vera stórveldi. Enda minnist ég
þess ekki, aS þetta mál kæmi nokk-
urntíma til minnstu umræSu á þing-
inu; en ég get þess sem kontrasts
við þann anda, sem þar ríkti; og
þar var enda nóg annað og brýnna
aS tala um. Parísarsamningarnir og
og ÞýzkalandsvandamáliS, afskipti
Bandaríkjanna og kollega þeirra af
innanlandsmálum Asíuríkja og Suð-
ur-Ameríkulanda, hernaSarbandalög
vesturveldanna, bann kjarrforku-
vopna og stöSvun framleiSslu
þeirra, auk ýmislegs er viSkom frið-
arhreyfingunni sjálfri og störfum
hennar í náinni framtíð, voru yfriS
næg umræðuefni þingsins. Og álykt-
anir þær, sem gerðar voru, bæði á
allsherjarfundum og " í nefndum,
voru fleiri og orðmeiri en svo, að
rúm sé til að rekja þær hér, enda
hefur það áður verið gert. En vekja
vil ég athygli á því, aS heimsfriSar-
hreyfingin vinnur störf sín ekki
hvaS sízt á þeim tímabilum sem
líSa milli þinganna: þá er aSal-
starfstíminn og starfið unniS af
mönnum og konum um allan heim,
í öllum stéttum og í nafni margs-
konar stjórnmálaskoðana. Þess vegna
er ekkert eins villandi og í rauninni
auSvirSilegt og sú tilraun aS gera
einmitt þessa fjölmennustu hreyf-
ingu heimsins aS grýlu, sem saman
LEIKLISTARÞÁTTUR
J^ÚtCLtklLtltylLtLliri
cftir þýzka höfundinn Klabund (Alfred Hensche), frumsýnt í ÞjóðleikhÚBÍnu
þriðjudaginn 20. apríl.
Leikurinn cr samlnn eftir gömlu Wn-
versku leikriti og gerist i Kína til forna.
Atburðarásinni er dyggilega fylgt og i
þvi koma íram ýmis helztu elnkenni
kínversks leiks: tónlist, ljóð, tíð eintöl
og kynning persóna vlð komu þeirra á
svlðið. Annars er ekki gerð hér tilraun
til að túlka kínverskan anda eða lífs-
skoöun sérstaklega. Það er ekkl siður
vestrænt en þó er viðfangsefni bess fyrst
og fremst alþjóölegt i og nær til allra
tíma, yfir því er nokkur ævintýrablær:
Ung stúlka Tschang-Haitang lendir 1
tehúsi (vændiskvennahúsi) sakir íátæktar
en er keypt þaðan samdægurs aí forrík-
um mandarína að nafni Ma. Ungur prins
sem hefur einnig lagt þangað leið sína
og orðið astfanginn af henni missir af
kaupunum þar sem hann hefur ekki ráð
á að bjóöa tll jafns vlð hinn. 1 fyllingu
tímans getur unga stúlkan barn. Fyrsta
kona Ma, Yii-Pei, sem er honum ótrú
byrlar honum eltur, beitir ljúgvitnum
íyrir rétti og stúlkan er dæmd sek, einn-
ig fær hún dæmt að barnið sé hennar.
En áður en dómnum er framfylgt verða
keisaraskipti í ríkinu og boð er gefið út
um að öllum málum beri að víkja til hins
unga keisara. Hin saklausa er sýknuð og
barnið reynist sonur hins unga keisara,
prinsins sem haíði komið í tehúsið forð-
um en siðan vitjað hennar í svefni nótt-
ina sem hún var seld!
Verk þetta er síður en svo sannfærandi
og á köflum næsta væmið (t. d. flest atrið-
in með barnið). Bróðlr stúlkunnar ungu
Tschang-hing, byltingarsinnaður ráðleys-
ingi, fellur aldrel eðlilega inn í leikritið
og ætti fremur heima 1 stjórnmálaum-
ræðum á útifundi. Hann er gangi leiksins
alla tíö framandi. Ekki kann ég að meta
ljóörænu höfundar. Hún er skáldleg en
sjaldan miklll skáldskapur og ristlr aldrei
djúpt. Þátturinn í hríðinni er að verulegu
leyti misheppnaður — laus við drama —
og hefði að ósekju mátt missa sín. Kin-
verskur tjáningarmátl byggist fremur á
táknum en dramatískri lnnlifun, en þá
tegund leiks þekkjum við Vesturlanda-
búar ekki nema i látbragðslist, enda ekkl
forsendur fyrir henni hér og er kinverskrl
leikritagerð hagað samkvæmt þvi. Höf-
undi virðist ekki hafa skilizt þetta nægi-
lega við samningu vcrksins, enda hefur
margur höfundurinn orðið fyrir gifturík-
ari áhrifum af austurlenskri leikmennt
(sbr. Claudel). Þjóðleikhúsinu verður ekki
ÞakkaO þetta val.
Leikstjórlnn hefur leyst verk sltt eftir
atvikum vel af hendl. Þó eru persónurnar
of misjafnlega samræmdar hinum Imynd-
aða kinverska blæ.
Leikurlnn er "nokkuð misjafn. Sérstaka
athygli vakti Valur Gislason en hann fer
með lítiO hlutverk, sem veröur stórt i
höndum hans, hlutverk Tschu-Tschu yf-
irdómara.
Þá lofar Margrét Guðmundsdóttir góðu,
en hún er hér I sínu fyrsta stóra hlut-
verki, leikur stúlkuna Tschang-Haitang.
Ævar Kvaran viröist sjá alla hluti að
utan í leik sinum en hann fer með hlut-
verk Ma. Haraldur Björnsson fer vel með
hlutverk sitt sem Tong saurlífsmangari
og hér nýtur rödd hans sín betur en
oft áður, annars er hún æði oft óskýr
og óþjál.
Fjöldi annarra leikara fara með hlut-
verk. Leiktjöld Lárusar Ingólfssonar eru
einkar þokkafull og ást hans á austlenzku
flúri leynlr sér ekki.
ÞýOingin er vönduö.
Guðmundur J. Gíslason.
standi af „kommúnistum" einum
gegn hinum „frjálsa og friSsama
heimi." — Hinu er óþarfi aS leyna,
aS einmitt forsprakkar stríðsáróð-
urs ótta og yfirgangs, eru mjög
hræddir við hreyfinguna og sjá í
henni hinn eina óvin sinn og and-
stæðu. Og því meir sem sú fylking
stækkar og sá fjöldi vex í heimin-
um, sem sér hvaaðn raunveruleg
stríðsógnun er sprottin, þeim mun
hræddari verða þeir menn, sem eru
hinir einu og sönnu þurfalingar
herguðsins og óska einskis fremur
en tortímingarstríSs — enda þótt
þeir séu smeykir viS aS segja þaS
opinskátt og reyni aS gera alheims-
friSarhreyfinguna aS kommúnista-
grýlu í hvert sinn sem þeim mistekst
aS þegja hana í hel.
LANDNEMINN 15