Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 16

Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 16
V. I. LENIN: Kjörorðið um Bandaríki Evrópu í næstu heftum LANDNEMANS munu birtast stuttar Þýðingar úr sígildum rit- um maxismans. Högni Isleifsson, við- skiptafræðingur, mun annast þær. 1 fertugasta tölublaði Sósialdemókrat- ans, lýstum við því yflr, að ráðstefna þess hluta flokksfélaganna, er værl utan- lands, hefðl ákveðið að fresta umræðun- um um kjörorðið „Bandaríki Evrópu", meðan fram færu skrif um hina cfna- hagslegu hlið malslns i málgögnum ílokksins. Umræðan á ráðstefnu okkar um þetta vandamál varð með einhliða pólltískum blæ. Sennilegt er, að það haíi að nokkru leyti orsakazt af því, að í ávarpl mið- stjórnarinnar var kjörorðið beinlínls kallað pólltiskt viðfangseíni (þar seglr: „hið brýna pólitíska kjörorð"), og þar var ekkl aðelns borlð fram kjörorðlð um lýðveldisleg Bandaríkl Evrópu, heldur einnig lögð rík áherzla á, að þetta værl markleysa og blekkjandi, „ef þýzka, aust- urríska, og rússneska einveldinu yrði ekki kollvarpað með byltingu." Það værl algjörlega rangt að vera mót- fallinn þessari framsetningu á kjörorðinu, að því er pólitísku mati þess viðkemur, — t.d. á þeirri forsendu að það skyggi á eða dragi úr áhrlfamættl kjörorðsins um sósíalistíska byltingu. Pólitískar breyt- ingar, sem stefna i sanna lýðræðlsátt — hvað þá pólitískar byltingar — geta aldr- ei í neinu tilllti né undlr neinum krlng- umstæðum skyggt á eða dreglð úr kjör- orðinu um sósíallstiska byltingu; þvert á móti þoka þær henni alltaf nær, breikka grundvöll hennar og draga nýja hópa úr stéttum smáborgara og hálf- gildingsöreiga til sósíalistískrar baráttu. Á hinn bóglnn eru pólitískar byltingar óhjákvæmllegar á skelði hinnar sósíal- istísku byltingar, því hana er ekkl hægt að telja einstakan atburð, heidur tima- bil pólitískra og efnahagslegra umbylt- inga, harðvítugrar stéttabaráttu, borgara- styrjalda, byltinga og ganbltinga. En þótt kjörorðið um lýðstjórnarleg Bandaríki Evrópu sé óaðfinnanlegt sem pólitískt kjörorð, ef á það er litið sem 115 í byltlngarsinnaðrl kollvörpun þriggja afurhaldssömustu elnvelda Evrópu, með Rússland i fararbroddi, þá er enn ósvar- að mjög þýðingarmlkium spurnlngum um efnahagslegt inntak þess og mlkilvægi. Þegar efnahagslegar forsendur helms- veidastefnunnar eru hafðar í huga, — þ. e. útflutningur auðmagns og sktpting heimsins mllli hinna „þróuðu" og „sið- menntuðu" nýlenduvelda — þá er kjör- orðið um kapítalistisk Bandarikl Evrópu óíramkvæmanlegt eða afturhaldssamt. Auðmagnið er orðið alþjóðlegt og ein- okunarkennt. Jörðunni hefur verlð sklpt milll örfárra stórvelda, þ.e. stórvelda, sem hefur orðið bezt ágengt að ræna og kúga aðrar þjóðir. Fjögur stórveldi Evrópu: England, Frakkland, Rússland og Þýzkaland, sem hafa samt .um 250—■ 300 millj. ibúa og eru þvi sem næst 7 millj. ferkm að flatarmáii, — ráða yfir nýlendum sem hafa um liálfan milljarð íbúa (eða 494,5 millj.) og eru 64,6 millj. ferkm. að stærð ,eða m.ö.o. um það bil helmingur af þurrlendl jarðar. (Þurrlendi jarðar er 133 millj. ferkm. að flatarmáli, ef undanskilin eru heimsskautasvæðin). Þar vlð bætast þrjú asíuríki, Kina, Tyrk- land, og Persía, sem nú eru bútuð sundur í áhrifasvæði af ræningjum I Japan, Rúss- landi, Englandi og Frakklandi, sem þykj- ast vera að heyja ,,frelsis“-strið. 1 þess- um þrem asiuríkjum, sem telja má til hálf-nýlendna (í rauninni eru þau nú að níutíundu hlutum nýlendur), búa 360 millj. manna og flatarmál þelrra er 14,5 millj. ferkm. (h.u.b. elnum og hálfu sinnum stærra en öll Evrópa). Ennfremur hafa England, Frakkland og Þýzkaland fest auðmagn erlendis að upp- hæð 70 mllljarðar rúblna. Þá er þjóð- nefndum milljónera eða ríkisstjómum, eins og þeir kalla þær, faliö að innheimta „lögmætan" gróða af þessari dálaglegu fúlgu — gróöa, sem nemur meira en þrem milljörðum rúblna árlega — og hafa þess- ir aðilar tll umráða bæði landheri og flota og gera svo syni og bræður „hr. Millj- arðs" í nýlendunum og hálf-nýlendunum að landstjórum, ræðismönnum, sendlherr- um, opinberum starfsmönnum, prestum óg annars konar blóðsugum. Þannig skipuleggja örfá stórveldl á hæsta þróunarstigi auðvaldssklpulagsins ránið á nærri milljarð jarðarbúa. Engln önnur sklpulagning er möguleg meðan kapítalisminn rikir. Er hugsanlegt, að stórveldin láti sjálfviljug af hendi ný- lendur, áhrifasvæði eða stöðvi útflutning auðmagns? Til að geta ýmyndað sér það þyrfti maður að lúta jafn lágt og hempu- skrýddur pokaprestur, sem prédikar á hverjum sunnudegi yfir hinum ríku um háleit boöorð kristindómsíns og ráðlegg- ur þeim að gefa hinum fátæku — ef ekkl nokkra mllljarða, þá að minnsta kostl nokkur hundruð rúblna á ári . Bandarikl Evrópu við auðvaldsaðstæður jafngilda samkomulagl um varanlega skiptingu nýlendnanna. Meðan auðvaldið ræður er valdið elna hugsanlega skipta- reglan, einl skiptagrundvöllurlnn. Millj- ónamærlngar geta ekki hugsað sér að deila „þjóðartekjum" auðvaldsríkls með öðrum, nema „í hlutíalli við framlagt auðmagn" (og í því felst, að hlnn rikasti skuli fá meira í sinn hlut en honum ber). 1 auðvaldsþjóðskipulagi er einkaelgn á framlelðslutækjum og stjórnleysl i heild- arframlelðslu þjóðfélagslns. Að prédika „réttláta" tekjuskiptlngu á slíkum grund- velll er Proudhonlsml, fákænska brodd- borgarans og skinhelgi þorparans. Skipt- ing getur ekki farið fram nema I „hlut- 16 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.