Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 18

Landneminn - 01.07.1955, Blaðsíða 18
BALDUR ÓSKARSSON: Félagsfræði í hnotskurn Til er tvenns konar hyggja, ein- staklingshyggja og félagshyggja. Bezt er að halda þeim aðgreindum og athuga hvora fyrir sig. Snúum okkur fyrst að einstaklingshyggj- unni. Hún byggist fyrst og fremst á þeirri tilhneigingu að hokra og hokra og hugsa fyrir sig. Menn reyna að viða að sér og sínum, eign- ast framleiðslutœki, til að taka aðra menn í bjónustu sína og græða á, vinnuafli þeirra, með því að borga heim minna en þeir sjálfir bera úr býtum. Þeir leggja peninga á vöxtu og taka tvo fyrir einn og kalla það guðsgjöf, sem þeir hafa stolið. Þannig myndar nútímaþjóðfélag tvær stéttir: efnamenn og öreiga.'í iðnaðarlöndum eru smíðaðir margs konar eigulegir hlutir, og þegar sala þeirra stöðvast, vegna fátæktar eða offramleiðslu, er byrjað að fram- leiða hergögn. Nú er slegið á streng þjóðernis og ættjarðarástar, en klerkar og heimatrúboðsmenn flytja ræður á hverjum sunnudegi um hinn þrönga veg, sem liggur til lífsins og fá soltinn vinnulýðinn til að sætla sig við kjör sín og slá af syndsamlegum kröfum sínum um hærra kaup. Brúsann borgar „bisn- isinn." Feitir verksmiðjueigendur í ráðherrastétt ráða nú ráðum sínum og áður en langt líður fréttist að einhver hafi verið drepinn. Þetta er auðvitað vegna 'þess að vondir menn — einhvers staðar í öðru landi — sitja á svikráðum og nú er um að gera að verða fyrri til. Styrj- öld er hafin. Fátæku verkafólki og bændum er sigaS fram, til að drepa aðra fátæklinga. Þeir eru ruglaðir og ráðvilltir af þjóðernispípi og guðsorðainngjöf. Vita ekki, að hinn sameiginlegi óvinur stendur að baki þeim og sigrar. Vita ekki, að þetta eru brœSravíg. Vita ekki, að hlakk- andi auðvaldsöflin Jtakast í hendur yfir líkum látinna öreiga. Þetta eru ávextir einstaklings- hyggjunnar í stórum dráttum sagt. Hana skulum við því merkja með þrem svörtum krossum. Félagshyggjan er annars eðlis. Hún lítur fyrst og fremst á menn- ina sem félagsverur, sem þurfi á öllu sínu afli að halda, ekki til að berjast hverjir við aðra, heldur til að berjast við hina sameiginlegu mann- félagsóvini: fáfræði, fátækt, sjúk- dóma og erfitt umhverfi — svo að nokkrir séu nefndir. Hún telur það ekki ná nokkurri átt, að 10% mann- kynsins eigi stóreignir, aðeins vegna iþess, að 90% eiga ekki neitt. Hún sættir sig ekki við, að milljónir manna deyi úr hungri árlega, með- an aðrar milljónir deyja af ofáti eins og nú er sannað samkvæmt útreikningum tísindamanna. Hún myndar vísindalegan grundvöll fyr- ir alþjóðlegt samfélag, sem veitir þegnum sínum félagslegt öryggi og frelsi. Ekki frelsi til að féfletta ná- unga sinn og taka tvo fyrir einn, en frelsi til að lifa og njóta hinna já- kvæðu mannlegu eiginleika. Hún dregur úr freistingunni og hefur því mannbætandi uppeldisgildi. Þróun- armöguleikar hennar eru ótæmandi; takmaík hennar er hugsjón Shelleys. „Falsgerfið hefur fallið, eftir stendur maðurinn, frjáls, án veldis- sprota og viðja, jafnborinn öðrum, ættlaus, stéttlaus, þjóðlaus, maður án ótta, tilbeiðslu eða tignar, herra síns eigin hugar." Þrumuguðinn i'r Njíilfur á jörSinni gnðaSi í glugga á nii-Ntn hofi viS grafreit dauSra begar rauSa sólin var að hniga á vit .jiikulsiiiK helga en bar bjé þrumuguðinn gott liviilil róttœk er sólin sagSi ég sjálfur & jörSinni og lét skína f geislavirkar tennur «'-K sé glundroSann svaraSi þrumuguSinn og augu hans Bkutu eldingum gullkista hafsins hefur sigraS ,.guS vors lands" mcS sinu lagi og syndakvittunum i sama bili sfi £g sjálfur á jörðinni fólk drlfa að og brátt var fokið i flest skjól hvað hafa trúarbrögðin gert fyrir mannkynlð spurSi ég en fóikiS á jörSinni sagði ha .... sem hljómaði líkt og byrjunin á kveðju mótmælenda ha ----- ltu kjafti hrumuguðinn hló en £g sjálfur á jörðinni setti upp sólgleraugu þegar átta ara barn hröpaði í lciðslu AA forseti var kosinn f dag .Iiíiiiik 10 Svafár 18 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.