Landneminn - 15.08.1955, Blaðsíða 4

Landneminn - 15.08.1955, Blaðsíða 4
henni stóðu Félag ungra þjóðvarn- armanna, ungir menn úr Málfunda- félagi jafnaSarmanna og ÆskulýSs- fylkingin. Nefndin leit á þaS sem meginverkefni sitt, aS stySja þá söfnun undirskrifta undir kröfuna um uppsögn herverndarsamningsins, sem hafin var í vetrarbyrjun. Gekkst nefndin fyrir umræSufundi um upp- sögn herverndarsamningsins í BreiS- firSingabúS 3. febrúar. Miklar von- ir voru bundnar viS ' undirskrifta- söfnunina í upphafi. Árangurinn hefur aftur á móti veriS rýr enn sem komiS er. En samstarf og ein- hugur í nefndinni hafa veriS eins góS og bezt verSur á kosiS.“ „Greip ekki verkfalliS inn í starf- semi ÆskulýSsfylkingarinnar?“ „Nær öll venjuleg starfsemi ÆskulýSsfylkingarinnar í Reykja- vík var látin liggja niSri í verkfall- inu til aS félagarnir gætu unniS óskiptir í þágu verkfallsmanna. Margir þeirra létu heldur ekki sitt eftir liggja til aS sigur ynnist í verk- fallinu. Ber einkum aS geta GuS- mundar J. GuSmundssonar, fyrrum forseta Æ. F.., sem var formaSur verkfallsstjórnar. Þá unnu félagar okkar í ISnnemasambandinu glæsi- legan sigur í hagsmunabaráttu sinni, sem kann aS valda straumhvörfum í iSnfræSslunni.“ „Hvernig hefur ÆskulýSsfylking- unni vegnaS úti á landi?“ „AS síSasta þingi Æ. F. loknu, en þaS var haldiS á Akureyri, var stofnuS deild á Húsavík. Snemma vetrar var haldinn aSalfundur í deildinni á Akranesi, en hún hafSi ekkert lífsmark sýnt um nokkurra ára skeiS. BáSar þessar deildir virS- ast nú komnar á legg. AS öSru leyti hefur engin teljandi breyting orSiS á högum samtakanna úti á landi. Erindrekar sambandsins heimsótlu allflestar deildirnar á starfstímabil- inu.“ „StóS sambandiS fyrir nokkurri starfsemi í Reykjavík?“ „Eitt fyrsta verkefniS, sem sam- bandsstjórn sneri sér aS, var stofn- un Kvöldskóla alþýSu, sem rekinn var meS námsflokkasniSi. Skólinn var síSur stofnaSur í því augnamiSi aS miSla fróSleik og staSreyndum, heldur en hinu aS vekja áhuga vinnandi fólks á ýmsum hlutum í því skyni aS þaS fengi löngun til aS leggja á þaS stund í tómstundum sér til ánægju og þroska. MeS skóla þessum teljum viS lika aS róttækum menntamönnum hafi veriS gefin góS aSstaSa til aS flytja alþýSleg erindi um hugSarefni sín. MeSal annars þess vegna verSur námsefni skólans haft breytilegt frá ári til árs. Þótt skólinn kæmist ekki á laggirnar fyrr en um 20. nóvember, urSu nemend- ur hans um 115 og héldu flestir hverjir tryggS viS hann vetrarlangt. Geta má þess, aS leiklistarnámskeiS- iS undir handleiSslu Gunnars R. Hansen tókst svo vel, aS vonir standa til, aS í vetur geti nemendur skólans komiS upp litlum leiksýningum. — Adda Bára Sigfúsdóttir veitti skól- anum forstöSu og á hennar herSum hvíldi vegur og vandi af skólahald- inu fyrst og fremst.“ „StóS sambandsstjórn fyrir ann- arri starfsemi í Reykjavík?“ „Eins og vera ber, fer meginiS af starfsemi ÆskulýSsfylkingarinnar í Reykjavík fram á vegum Reykjavík- urdeildarinnar. Sambandsstjórn hef- ur aSeins látiS tvenns konar félags- starfsemi hér til sín taka. Hún efndi tvívegis á nafni Landnemans til kvöldvöku meS bókmenntakynningu, — ef til vill full hátíSlegt orSalag, en sleppum því. Tókust þær báSar mjög sæmilega. Þá reyndi sambands- stjórn aS koma upp almennum um- ræSufundum um stjórnmál eSa menningarmál, þar sem nafnkunnir menn hefSu framsögu, en öllum væri frjálst aS taka til máls. ASeins einn slíkur umræSufundur var þó haldinn og var rætt um þaS, hvort lýSræSi gæti þróazt í borgaralegu þjóSfélagi. Annar fundur var fyrirhugaSur um menningarmál, en ýmis atvik urSu því valdandi, aS hann fórst fyrir.“ „HvaS hefurSu um útgáfu Land- nemans aS segja?“ „Á síSasta þingi var ákveSiS aS halda útgáfu Landnemans áfram, en meS þeim skilyrSum þó, aS samtökin tækju ekki á sínar herSar meiri skuldir vegna útgáfu blaSsins, heldur en orSiS væii. Frá áramótum og fram í maí kom blaSiS reglulega út, en féll niSur í júní. Ekki er gert ráS fyrir, aS blaSiS komi út í júlí og ágúst. Nú eru uppi ýmsar raddir um aS breyta blaSinu. Ýmsir vilja minnka brot blaSsins um helming en tvöfalda síSufjöldann, þ. e. gefa blaSiS út 10 sinnum á ári í svipuSu broti og Tímaiit Máls og menning- ar 32 bls. og kápu hvert hefti. ViS þá breytingu héldist leturmagn blaSsins óbrcytt. ASrir vilja breyta blaSinu í þá átt aS þaS beri fremur svip fræSilegs tímarits um sósíal- isma og menningarmál en nú er og komi út ársfjórSungslega í broti Tímaritsins 64 bls. og kápa hverju sinni. Enn aSrir vilja helga Land- nemann dægurmálunum eins og gert var um skeiS. — Því verSur ekki neitaS aS þessi árgangur blaSsins hefur sætt talsverSri gagnrýni. Hef- ur hann þótt bera um of keim fagur- bókmennta — og þeirra vafasamrar tegundar. I þessari gagnrýni held ég, aS felist ekki nema fáein sann- leikskorn og lrana megi yfirleitt rekja til fyiirfram myndaSra skoS- ana. Ef boSskapur Landnemans á aS finna hljómgrunn meSal æsku landsins, tel ég, aS ekki megi loka blaSinu fyrir ritsmíSum ungra manna, þótt þær beri svip nokkurra höfuSmcnningaistrauma samtíðarinn- ar, sem við böfum litla samúð með. Hitt er annaS mál, aS líta verður 4 LANDNEMINN

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.