Landneminn - 15.08.1955, Blaðsíða 9

Landneminn - 15.08.1955, Blaðsíða 9
Aðbúnaður verkamanna og vinnu- skilyrði öll voru til hinnar mestu fyrirmyndar. Við öfluðum okkur nokkurra upplýsinga um kaupgjald, en í rauninni verður lítið ráðið um raunveruleg lífskjör manna af slikmn upphæðum, því að þar kemur svo ótalmargt fleira til greina. Fasta- kaupið er 1500—2500 zloty á mán- uði og kemst hæst í 4000 zloty. 01- an á það bætist premía, þegar smíði hvers skips er lokið. Sjúkrahús og barnaheimili eru starfrækt í sam- handi við skipasmíðastöðina, og vist er þar algjörlega ókeypis fyrir starfs- lið stöðvarinnar og skyldulið þess. Skattar eru engir að heitið geti og allar hrýnustu nauðþurftir mjög ódýrar. Húsaleiga er t. d. mjög lág. Við heimsóttum skrifstofumann, sem vann við skipasmíðastöðina. Hann bjó í tveimur herbergjum og eld- húsi í nýju húsi og greiddi fyrir þessa íbúð 128 zloty á mánuði. — Hvernig fannst þér þetla hús- næði miðað við íbúðarhúsnæði hér heima? — Pólverjar hafa eins og eðlilegt er lagt megináherzlu á að byggja sem mest til að geta veitt sem flest- um húsnæðisleysingjum þak yfir hiifuðið. Þess vegna hafa þeir látið það sitía á hakanum, sem mögulegt var að láta bíða betri tíma. Okkur gæti því virzt flausturslega gengið frá ýmsu innan húss, svo sem raf- magnslögnum og þess háttar, en þeim finnst það hégómlegt auka- atriði, meðan verið er að leysa vand- ræði þeirra, sem liáTstaddastir eru. Og maður skilur viðhorf þeirra. — Hvað geturðu svo sagt okkur frá Gdynia? — Gdynia er ný horg, eins og við vilum. Árið 1928 voru þar að- eins fáeinir fiskimannakofar. Þegar styrjöldin brauzt út, áratugi síðar, var þar risin 120 þúsund manna horg, og nú eru íbúar hennar 360 þúsund. Varztu nokkurs vísari um lífs- kjör stéttarbræðra þinna, hafnar- verkamannanna? — Kaup þeirra er 1200—1500 zloty á mánuði miðað við 8 stunda vinnudag, eða raunverulega 7 Vi stund, því þeir hafa hálftíma matar- hlé á fullu kaupi. Kaupmátt þessara launa má nokkuð ráða af því, að fyrir eitt herhergi og eldhús greiða þeir 70 zloty á mánuði, en 80—90 zloty fyrir tvö herbergi og eldhús. Eins og aðrir verkamenn í Póllandi hafa þeir margs konar tryggingar og hlunnindi, ýmist gegn lágu eða engu gjaldi, svo að laun þeirra eru ílnglr moxikannr dansa WfiCdanslnn „t.aponeo*' f Varsjfi. LANDNEMINN 9

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.