Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 2

Landneminn - 01.10.1955, Blaðsíða 2
*NÓltELSVE]R»LAITNASKALDIÐ Hallclor Kiljan Laxnc§s 9L slenzk œska samfagnar þér. Með bókum þínum hefur þii opnað augu æskunnar fyrir bar- áttu alþýðunnar, striti hennar og stríði við óblíða náttúru og rang- látt þjóðfélag. Með list þinni hefur þú kveikt þann eld, sem skírast logar á altari íslenzkrar menningar. Eins og þú hefur sótt efnivið þinn til al- þýðunnar og brugðið Ijóma yfir baráttu fólksins í landinu þannig hefur íslenzk alþýða teygað úr verkum þínum þrótt, sem aukið hefur stolt liennar og stuðlað að sigrum liennar. Þess vegna þakkar öll þjóðin þér, því að þinn sigur er hennar sigur. Hún er stolt af því, að þú skulir Jiafa flutt öllum heiminum þann boðskap, sem íslenzk alþýða hefur alið við brjóst sitt í þúsund ár. Og um leið og þú hefur sigrað heiminn hefur íslenzkur málstaður sigrað, íslenzk menning risið hærra en nokkru sinni fyrr. Meðan æskan og þjóðin öll á slíkar bækur munu engar óheillablikur slæva sókn henn- ar til betri lífskjara og endurheimt íslenzks sjálfstæðis. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN. L.

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.